fbpx

Til hamingju Heiðar minn!

Ég Mæli MeðFallegtIlmir

Ég á yndislegan vin sem heitir Heiðar Jónsson – það ættu allar konur að eiga einn svona. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hæfileikanum hans til að láta öllum í kringum hann líða vel með sjálfan sig. Heiðar er líka einn af þeim sem er ekki hræddur við að láta drauma sína rætast og taka áhættur og það veitir mér bara innblástur!

Ef þið vissuð það nefninlega ekki þá er hann Heiðar að senda frá sér sína fyrstu ilmvatnslínu! Þvílíkur draumur í dós og ég er hálf öfundsjúk útí hann því þetta er svona laumudraumur hjá mér sjálfri. En Heiðar býr að sjálfsögðu eins og margar ykkar vita yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu úr fegurðarheiminum á Íslandi og ég bara verð að segja það að honum tókst ekkert smá vel upp með alla ilmina 4.

Í síðustu viku bauð hann í smá matarboð þar sem hann kynnti ilmina fyrir sínum nánustu og söluaðilum. Hann sagði okkur alla söguna á bakvið tilvist ilmanna og innblásturinn á bakvið hvern og einn ilm. Hann útskýrði líka fyrir okkur ferlið sem er farið í gegnum þegar ilmvatn verður til og það er virkilega heillandi frásögn að heyra sérstaklega fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á ilmvötnum.

10620687_680281558724705_8760924900648073237_n

Eftir þessa frásögn gladdi Heiðar alla í veislunni með ilmvatni úr línunni. Ilmvötnin eru samtals fjögur talsins – einn herrailmur og þrír dömuilmir. Þegar Heiðar spurði mig hvaða ilmvatn ég vildi lagði ég ákvörðunina strax í hendurnar á honum og spurði hvaða ilmvatn honum fyndist ég ætti að eiga – hann hugsaði sig smá og valdi ilm nr. 1. Ég er algjörlega sammála hans áliti en mig langar samt að eiga alla – því ég held það búi alveg í mér týpan sem notar ilm nr. 2 og ilm nr. 3 – þær eru bara ekki jafn áberandi og týpa nr. 1.

Ein Heiðar lýsir því mjög skemmtilega sjálfur hvernig konurnar eru sem nota hvert ilmvatn:)

10530907_10203557952623710_812942288533376000_n

Hér erum við vinirnir á góðri stundu!

Ég sendi Heiðari nokkrar spurningar í tengslum við ilmina um daginn í tengslum við nýja verkefnið og svörin voru stórkostleg og enn betri en ég var að vonast eftir. Úr varð ótrúlega skemmtilegt viðtal sem ég hlakka til að deila með ykkur og kynna enn betur fyrir ykkur ilmina hans Heiðars.

Þangað til eru ilmvötnin þó komin í sölu og þau eru eitthvað sem þið ættuð að kíkja á  – ég get lofað ykkur því að þau munu koma ykkur á óvart. Ég er sérstaklega hrifin af glösunum sem eru svo einföld og tímalaus – það sama má segja um nöfnin á þeim. Ilmvötnin hans Heiðars má finna í verslunum Hagkaupa, Sigurboganum, Epal og í Fríhöfninnni.

HÉR getið þið svo lesið ykkur til um ilmvötnin betur og séð alla sölustaði og kynningar sem Heiðar mun standa fyrir á þeim á næstu dögum.

Til hamingju Heiðar minn – þetta er snilldarlega vel gert hjá þér eins og annað sem þú tekur þér fyrir hendur!

EH

Heimsókn í Reykjavík Makeup School

Skrifa Innlegg