Ég var gjörsamlega ein taugahrúga þegar ég þrufti að bíða í einn og hálfan dag eftir komu jakkans sem hafði verið efst á óskalistanum mínum í marga mánuði. Jakkinn er frá YAS sem er mitt uppáhalds innan Vero Moda – því hljótið þið að hafa tekið eftir!
Jakkinn einkennist af trylltu marmaraprinti og hann seldist upp á skotstundu þegar hann kom fyrst. Ég var taugahrúga því ég vissi að það kæmi bara einn af hverri stærð í hvora búðina og jakkinn nr 38 í Smáralind varð sem betur fer fyrir mína geðheilsu minn.
Jakki: YAS frá Vero Moda, það kom líka kjóll í sama munstri og mig langar eiginlega líka í hann en ég er ekki alveg búin að réttlæta kaupin fyrir mér. En jakkann hef ég notað mikið því hann er fullkominn til að henda yfir svartan alklæðnað.
Hár: Fiskiflétta, ég er í smá átaki að reyna að setja eitthvað í hárið mitt ekki vera alltaf eins og reytt hæna.
Skór: Bianco, ég elska þessa en þeir hafa verið mikið notaðir síðan ég fékk þá en þið ættuð að hafa séð þá bregða fyrir hér og þar á blogginu.
Myndin er tekin í morgun í mátunarklefanum í Vero Moda Smáralind eins og glöggir taka mögulega eftir en ég mætti þar eldsnemma í morgun til að föndra smá – meira um það seinna:)
Fyrir áhugasamar er jakkinn á leiðinni í Vero Moda á morgun…!
EH
Skrifa Innlegg