Júbb nýlega sló ilmvatn út Dolce sumarilminn minn sem ilmvatn sumarsins. Ég átti engan vegin von á því en þegar ég fann nýja ilminn í fyrsta sinn varð ég húkkt. Ég skil vel afhverju þessi ilmur er einn sá mest seldi í heiminum í dag!
Pure Goddess frá Estée Lauder ilmar af kókos og vanillu – það tvennt ætti að vera nóg til að vekja forvitni margra ykkar. Þetta er dásemt í gylltri flösku. Ég hef aldrei verið spurð jafn oft um hvaða ilmvatn ég er með eftir að ég byrjaði að nota þennann. Hann er bara svona gómsætur.
Bronze Goddess ilmurinn samanstendur af:
Vanillu – kókosmjólk – amber – sandalviði – mandarínu – appelsínu – jasmín – magnólíu og svo miklu fleiru!
Ásamt ilminum er fáanleg olíuútgáfa af honum sem inniheldur örfínar gylltar glimmeragnir og lætur konunni sem notar ilminn einmitt líða eins og Bronze Goddess. Ég hlakka til að prófa þennan almennilega þegar ég er komin með fallegan lit. Sólin verður því fyrir mig að fara að láta sjá sig svo ég geti testað hann af alvöru.
Glasið sjálft er svo fallegt með þessu glimmeri og það minnir mig stundum á jólakúlu með snjókornum en ég varð auðvitað að hrista glasið aðeins til fyrir myndina til að sýna ykkur einmitt hversu mikið er af glimmeri og hversu fínar agnirnar eru í raun…
Sjáið þetta – þvílíkt flott stofustáss!
Mæli eindregið með þessu ilmvatni – það kemur bara í takmörkuðu upplagi þar sem hér er á ferðinni sumarilmur frá merkinu en þetta er sá allra vinsælasti eins og ég sagði frá hér fyrir ofan.
EH
Ilmvatnið sem fjallað er um í færslunni fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.
Skrifa Innlegg