Ég verð að segja ykkur frá einni af uppáhalds vörulínunni minni frá snyrtivörumerkinu Yves Saint Laurent. Línan heitir YSL Top Secrets og því finnst mér nafn færslunnar eiga vel við!
Top Secrets línan samanstendur af fullt af frábærum snyrtivörum. Þetta eru allt ótrúlega einfaldar vörur, eða það er að segja notkun þeirra. Það se skiptir máli er að finna bara réttu vöruna sem þið þurfið á að halda. Þetta eru vörur sem henta mér sérstaklega vel í aldri og húðtýpu. Þarna eru t.d. vörur sem næra þurra húð með mjúkum olíum og ein bestu BB kremin sem til eru á markaðnum (að mínu mati) eru úr línunni líka. Þau hef ég áður skrifað um HÉR.
Hér fáið þið umfjöllun um vörurnar sem ég var búin að undirbúa fyrir næsta tölublað Reykjavík Makeup Journal þar sem áherslan átti að vera á frábærar húðvörur. Meðal efni blaðsins voru umfjallanir um nokkrar frábærar vörulínur sem eru fáanlegar hjá snyrtivörumerkjum á Íslandi. Það eru því nokkrar svona færslur framundan en hér er sú fyrsta.
Gentle Cleansing Milk
Ótrúlega mjúk hreinsimjólk sem fjarlægir farða af húðinni, augum og vörum. Berið mjólkina á húðina með þurrum höndum og nuddið henni varlega með hringlaga hreyfingum yfir húðina. Smám saman breytsti mjólkin og verður nánast eins og vatn – þá er hún búin að hreinsa. Notið svo t.d. rakan bómul eða þvottapoka til að þrífa hana af.
Integral Cleansing Oil in Gel
Gel hreinsir sem ólíkt mjólkinni verður að olíu þegar þið eruð búnar að nudda henni yfir andlitið. Það má nota hana á augun líka en passið endilega að hafa þau alveg lokuð þar til þið eruð búnar að þrífa þau af. Passið að húðin sé þur þegar þið berið gelið á húðina. Þessi er tilvalin fyrir sérstaklega þurra og viðkvæma húð þar sem olían nærir húðina vel.
Natural Action Exfoliator Granule Free
Kornlaus skrúbbur sem djúphreinsar húðina. Þennan er upplagt að nota 2-3 í viku eftir að þið notið hreinsi en áður en þið notið andlitsvatn. Nuddið sápunni yfir andlitið í hringlaga hreyfingum og smám saman verður það að olíu. Hreinsið svo af með vatni. Frábær skrúbbur fyrir viðkvæma húð.
Toning & Cleansing Miceallar Water Nude Make-Up
Hreinsivatn sem þið getið notað á tvo vegu. Bæði til þess að hreinsa léttan farða og til að nota sem andlitsvatn. Mér finnst best að setja bara vatnið í hreinsa bómullarskífu og strjúka svo yfir andlitið þið megið líka nota það yfir augun. Húðin verður ótrúlega frísk þegar þið strjúkið vatninu yfir húðina.
Beauty Sleep næturkrem
Létt næturkrem sem er upplagt sem fyrsta næturkremið. Kremið á að mýkja húðina og gera hana ferska og fallega yfir nóttina. Kremið er of létt fyrir mig að nota eitt og sér þar sem ég er með svo þurra húð. Svo ég myndi frekar ráðleggja konum með normal húð að nota þetta krem.
Flash Touch – Wake Up Eyecare
Æðislegur kælipenni sem er með kaldri stálkúlu sem þið notið til að bera létt augnkrem í kringum augun. Kremið er ótrúlega létt og kælir húðina í kringum augun sem vekur hana samstundis. Frábært að nota eftir svefnlitla nótt!
Flash Radiance Skincare Brush
Léttur undirfarði eða primer sem er borinn yfir alla húðina emð bursta sem fylgir með. Undirfarðinn birtist inní burstanum sem er fastur á þegar þið kreistið túbuna og þannig getið þið borið hann yfir alla húðina. Undirfarðinn gefur mjög létta áferð og er léttari en margir aðrir sem ég hef prófað. Hann gefur frá sér léttan ljóma en glansar samt ekki. Fallegur undir farða sem t.d. gefa matta áferð og þá myndi undirfarðinn létta þá aðeins.
Þetta eru allt mjög skemmtilegar vörur sem ég hef verið að nota sjálf eina varan sem ég hef ekki getað notað vegna húðtýpu er næturkremið því miður en eins og ég segi í textanum ef þið eruð með normal húð þá ætti það að henta ykkur.
Eigið frábæran laugardag!!
EH
Skrifa Innlegg