fbpx

Sýnikennsla: Naglafilmur

FashionMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSmashboxSýnikennsla

Sumarlínan frá Smashbox Santigold er væntanleg á sölustaði merksins innan skamms en línan mætir þó á einn sölustað í dag (sjáið meira um það neðst í færslunni). Ég fékk að prófa nokkrar vörur úr línunni og meðal þeirra voru þessar skemmtilegu naglafilmur og því datt mér í hug að gera bara smá sýnikennslu á því hvernig ég fór að við að setja þær á neglurnar.

filmur2

Ég hef nú aðeins prófað naglafilmur áður en aldrei svona rosalega ýktar…

Sumarlínan heitir í höfuðið á söngkonu sem kallar sig Santigold. Með línunni vill hún fá okkur konur til að vera litríkari og djarfari með samsetningar þegar kemur að förðuarvörum. Nú þekki ég lítið til þessarar söngkonu (greinilega ekki vel að mér í tónlistarbransanum) en ég er aðeins búin að vera að googla mér til um hana. Miðað við það sem ég finn þá endurspeglar línan algjörlega hennar stíl!

filmur7

Í pakkanum eru 16 filmur. Ég reif held ég tvær en á nú fjórar eftir sem ég get þá notað kannski á eina og eina nögl. Mér finnst þetta sjúklega töff naglafilmur en þær minna mig dáldið á Kenzo og augnatískuna sem er búin að vera alls ráðandi í fatnaði undanfarið.

Filmurnar eru allar mismunandi og ég reyndi að velja filmur þar sem ég vissi að ég fengi flott munstur á neglurnar. Mínar eru ekkert svo langar svo ég reyndi að velja þær sem voru með áberandi munstri neðst.

filmur9

1. Byrjið á því að finna filmu sem passar á hverja nögl. Fjarlægið hvíta flipann undan henni og komið henni fyrir á nöglinni. Á þessu stigi er lítið mál að taka filmuna aftur upp og færa til þar til þið hafið staðsett hana þar sem þið viljið að hún sé.

2. Fjarlægið glæru filmuna ofan af naglafilmunni og teygið hana aftur og festið aftan á fingurinn. Klemmið filmunni saman þannig hún sé alveg slétt og föst yfir nöglinni.

3. Takið naglaþjöl og pússið umfram filmuna af. Næst notaði ég aðeins fínni naglaþjöl til að ganga vel frá endanum.

4. Loks setti ég glært top coat yfir allar neglurnar til að festa filmuna alveg og ég setti líka á brún naglanna til að koma í veg fyrir að filman losnaði þar.

filmur

Filmurnar eru víst í raun bara naglalakk og því eru þær fjarlægðar bara með naglalakkahreinsi. Ég hlakka til að sjá hvað þessar endast vel en ég setti bara eina umferð af topcoat. Það er líka gott að hafa í huga að hreinsa neglurnar vel og pússa yfirborð þeirra svo það verði jafnt áður en þið setjið filmurnar á.

Það eru til tvær týpur af naglafilmum í Santigold línunni – mín heitir Eye of the Beholder.

Hér sjáið þið svo hvernig filmupakkinn lítur út og hinar þrjár vörurnar úr Santigold línunni sem ég fékk að prófa. Þið sem fylgið mér á Facebook undir – Reykjavík Fashion Journal – eruð nú þegar búin að sjá augnförðunina sem ég gerði með pallettunni og eyelinernum – hrikalega skemmtilegir litir en mér finnst alltaf mjög krefjandi að prófa litríkar förðunarvörur. Þá helst er það krefjandi að finna leið til að nýta litina og gera flott lúkk. Mögulega þarf ég samt að gera annað sem fyrst með þeim litum sem pössuðu ekki í fyrsta lúkkið.

filmur8

Santigold línan mætir í verslanir Hagkaupa í Smáralind í dag í tilefni þess að ég og Smashbox skvísur verðum með kynningu á línunni á eventinum sem er inní Vero Moda og Selected í Smáralind milli 17 og 19 í dag. Ég mun farða fyrirsætur með vörum úr línunni og ég hlakka til að prófa líka hina augnskuggapallettuna sem er með allt öðrum litum. Mér finnst líka spennandi að prófa að bleyta uppí þessum augnskuggum (sem má) en þá verða litirnir víst mun sterkari.

EH

 

Selected Femme vetur 2014

Skrifa Innlegg