fbpx

Ísak Freyr og förðunin hjá Hildi Yeoman

AuguBaksviðsFashionlorealmakeupMakeup Artist

Tískusýning Hildar Yeoman, Yulia, fór fram í Hafnarhúsinu í kvöld. Öllu var tjaldað til og þetta er án efa ein flottasta sýning sem ég ef séð. Öllu var tjaldað til, Hafnarhúsið naut sín í botn og ótrúlega mikið af fólki sem flykktist að til að sjá það sem í boði var. Fötin voru alveg æðisleg og ég er með auga á einu trylltu dressi sem kom niður pallinn.

Ég fékk að fylgjast vel með öllu baksviðs sérstaklega förðunarmegin þar sem Ísak Freyr stjórnaði frábæru förðunarteymi. Ísak notaði vörur frá L’Oreal til að gera lúkkið og förðunarpensla frá Real Techniques. Hann sagði mér að þeim Hildi hefði langað að bregða aðeins útaf vananum og í staðin fyrir að gera eitthvað kreisí þá hefðu þau ákveðið að gera eitthvað aðeins settlegra.

Þegar þið rennið í gegnum myndirnar þá er settlegt kannski ekki fyrsta orðið sem manni dettur í hug en miðað við förðunarlistaverkin sem Hildur og Ísak hafa skapað saman þá á það orð vel við. Augnförðunin var ótrúlega dökk og húðin ljómaði.

Íska byrjaði á því að grunna augnlokin með svörtum Silkissme eyeliner, dreifði úr honum og notaði svo mattan svartan augnskugga úr einni af Color Riche augnskuggapallettunum yfir og mótaði augnförðunina. Þegar hún var tilbúin notaði hann svo bláan lit úr annarri Color Riche pallettu og setti yfir mitt augnlokið. Svo tók hann Blackbuster eyelinertússinn og bjó til þykka og flotta eyelinerlínu umhverfis augun og loks setti hann silfraðan augnskugga yfir innri augnkrókana. Til að klára augnförðunina þá notaði hann nýja Miss Manga maskarann. Yfir húðina setti hann nýja Infallible 24H farðann, örlitla skyggingu, smá lit í kinnarnar og svo nóg af Lumi primernum yfir húðina til að gefa henni ljóma. Á varirnar setti hann bara farða svo þær voru algjörlega litlausar.

Ég smellti að sjálfsögðu endalaust af myndum baksviðs sem mig langar að deila með ykkur, hér koma þær fyrstu – þessar eru meira af makeup ferlinu :)hilduryeo25 hilduryeo27 hilduryeo28 hilduryeo26 hilduryeo25 hilduryeo24 hilduryeo23 hilduryeo22 hilduryeo21 hilduryeo20 hilduryeo18 hilduryeo19 hilduryeo16 hilduryeo13 hilduryeo12 hilduryeo17 hilduryeo11 hilduryeo10 hilduryeo9 hilduryeo8 hilduryeo7 hilduryeo14 hilduryeo6 hilduryeo5 hilduryeo4 hilduryeo3 hilduryeo2 hilduryeo

Það á vel við að klára þetta myndasafn á fallegu Andreu Röfn.

Ég er sjúklega skotin í þessu lúkki – hann Ísak er bara svo stórkostlega hæfileikaríkur og það er einstakt að fá að fylgjast með honum. Ég eiginlega dáleiðist þegar ég horfi á hann, stundum líður mér eins og ég sé smá stalker þegar ég stari á fínhreyfingarnar hans.

Til hamingju Hildur, Ísak Freyr, Hulda Halldóra, Steinunn, Kristín Maríella og allir hinir sem komu að þessari stórkostlegu sýningu. Ég efast ekki um annað en að þið munið sjá helling af myndum frá sýningunni sjálfri innan skamms. Ég lofa svo fleiri baksviðs myndum á næstunni…!

EH

Dekurkvöld

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Kristín

    1. April 2014

    Bíð mjög spennt eftir umfjöllun um sýninguna! Búið að fjalla um allar sýningarnar nema Hildi Yeoman eða er ég að missa af ? :):)

    • Góð ábending! Ég skal tékka á mínum sambloggurum sem voru staddir á sýnigunni. Sjálf var ég ekki í nógu góðri aðstöðu til að ná myndum af flíkunum svo ég tók að mér förðunarhliðina :)