Ég þoli ekki þegar ég sé eftir því að hafa ekki keypt eitthvað. Það kom fyrir mig eftir Kaupmannahafnarferðina. Ég rölti nú í gegnum Strikið nokkrum sinnum í ferðinni, þar sem ég rata nú ekki meira en þangað. Á gönguferðum mínum dáðist ég reglulega af skóm í glugga Bianco skóbúðarinnar og ég ætlaði alltaf að fara inn og máta þá en ég fann alltaf einhverja ástæðu til að gera það ekki. Hvort sem það var af því ég var með svo mikið af dóti, eða ég nennti ekki að bera þá eða ég hafði bara ekki tíma. Alla vega þá fór ég aldrei þangað inn og mátaði aldrei þessa fallegu skó. Ég var nú bara búin að ákveða að mig greinilega langaði ekki svo mikið í þá – en það breyttist þegar ég kom heim og gat bara ekki hætt að hugsa um þessa blessuðu skó.
Fyrir nokkrum viku rakst ég á mynd á Facebooksíðu Bianco á Íslandi af skóm sem voru nánst eins og fallegu skórnir sem ég sá í Kaupmannahöfn, bara örlítið hærri upp. Svo ég ákvaða að senda þeim póst og athuga hvort mögulega mínir skór væru til eða væru væntanlegir. Þá voru þeir hvorki til né væntnalegir, en í lok síðustu viku fékk ég svo póst frá þeim þar sem mér var svo tilkynnt að fallegu draumaskórnir væru komnir! Ég var ekkert lítið ánægð og þótti mjög vænt um að ég væri látin vita, ég fór á mánudaginn og mátaði loksins skónna sem voru enn fallegri en mig minnti og ég gat ekki annað en tekið þá heim með mér.
Hér sjáið þið nýju fallegu skónna mína…
Ég er nú þegar búin að nota þá töluvert og er svo ánægð með þá! Þeir eru dáldið rúmir en ég er annað hvort í stærð 37 eða 36 og ég tók minni stærðina í þessum. Þeir voru alveg þéttir um löppina en eftir að ég var búin að vera í þeim í nokkra tíma voru þeir orðnir bæði mýkri og rýmri og mjög þæginlegir.
Fyrir áhugasama þá kosta þessir fallegu skór 12990kr og fást í Bianco í Kringlunni.
EH
Skrifa Innlegg