fbpx

Nýtt í snyrtibuddunni: Urban Decay – fake…:/

AugnskuggarNýtt í snyrtibuddunni minni

UPDATE – lesist fyrst: Eftir að hafa fengið frábær viðbrögð frá yndislegum lesendum þá er það á hreinu að þessi er fake. En fáránlega góð eftirlíking vá! Sérstakar þakkir fær hún Agata fyrir að hafa bent mér á videoið sem þið finnið í hennar athugasemd hér fyrir neðan. Ég trúði því eiginlega ekki að þetta væri ekta en það benti svo margt til þess að þessi væri samt ekta eftir allar mínar rannsóknir. Það er greinilget að týpur eins og ég sem reyna að ganga eins vel úr skugga að allt sé í lagi geta stundum látið ginna sig. Jább nú er ég hætt – hugsið ykkur hvað þetta er kaldhæðið hvað er langt síðan ég varaði ykkur við eftirlíkingum en samt fell ég sjálf fyrir þeim. Það gat líka ekki annað verið en að þetta væri fake – ég hef aldrei heyrt neinn slæman hlut um þessar pallettur ;):)

Ég get ekki líst því hvað ég er fúl yfir þessu þar sem ég borgaði fullt verð fyrir hana  (sem ég taldi eitt merki þess að hún væri alvöru) – þessi verður ekki keypt í gegnum netið aftur, ég fær einhvern til að kaupa hana fyrir mig í Sephora í USA bara. En litirnir eru fáránlega líkir, eiginlega bara alveg eins – það er reyndar smá litamunur á myndunum (þeir eru ekki svona fjólubláir.

Takk fyrir skjót viðbrögð stelpur – þið eruð snillingar;)

Hér er svo pistillinn eins og hann birtist fyrr í dag….

Það kemur ótrúlega oft fyrir að ég fari að ykkar ráðum og kaupi mér snyrtivörur sem þið mælið með. Sú nýjasta er þessi hér fyrir neðan.urban4Eftir að þið höfðuð lofað þessa hástert þegar ég kallaði eftir tilnefningum fyrir bestu snyrtivörur síðasta árs og þegar það munaði litlu á að þessir augnskuggar yrðu valdir þeir bestu varð ég bara að prófa. Ég hef aldrei prófað neinar vörur frá Urban Decay kannski bara af því þær eru ófáanlegar hér á Íslandi. En ég sló til og fann síðu sem var að selja Naked augnskuggapalletturnar. Mér leist langbest á pallettu nr. 2 og keypti hana því.urban3Hún lá reyndar alltof lengi í óopuðum pakka þar sem hún kom stuttu áður en ég fór til Kaupmannahafnar og því gafst mér ekki tækifæri til að prófa hana almennilega fyr en í gærkvöldi.

Ég verð að fá að vera hreinskilin en ég varð fyrir smá vonbrigðum og því langar mig aðeins að kasta á ykkur sem þekkja vörurnar smá spurningu – eiga augnskuggarnir að vera svona harðir?

Ég er eiginlega á því að þeir séu jafnvel bara gamlir og hafi harðnað því ég átti í svo miklum erfiðleikum með að nota augnskuggana. Augnskuggarnir voru svo harðir að ég átti erfitt með að fá lit í burstann og þurfti að losa þá til með endanum á burstanum til að ná pigmentunum upp – þetta átti þó aðallega við möttu augnskuggana.

Hins vegar finnst mér litirnir sem eru alveg ótrúlega flottir og þetta er rosalega eiguleg palletta. Þegar ég nota augnskugga þá nota ég aldrei augnskuggagrunn undir af því ég vil bara sjá hvað þeir geta. Ég ætla þó að prófa það næst til að sjá hvort ég fái mögulega þéttari lit eða þá að nota kremaugnskugga undir til að litirnir verði líka aðeins sterkari.

Hér sjáið þið alla vega útkomuna hjá mér. Í staðin fyrir að vera með eyeliner þá notaði ég svarta matta augnskuggann og mér finnst hann bara alls ekki nógu þéttur því miður.

urban2 urban

Svo ég kasti aftur á ykkur spurningunni til ykkar sem hafið reynslu af augnskuggunum – er þetta eðlilegt og ef svo er hvernig notið þið þá?

Ég fór aðeins á google áðan til að skoða farðanir og swaps af litunum og þetta passar ekki alveg ;)

Kannski er þetta síðan bara rugl í mér og ég þarf bara að gefa mér betri tíma til að prófa þá. En ég hef alla vega það fyrir reglu að gefast aldrei uppá snyrtivörum fyr en eftir nokkrar tilraunir – mér finnst það ágæt regla. Eins og með allt sem er nýtt þá þarf maður kannski bara að venjast og læra að nota það :)

EH

Vogue

Skrifa Innlegg

28 Skilaboð

      • Reykjavík Fashion Journal

        5. February 2014

        Neii!!! ég er brjáluð! Takk kærlega fyrir þetta Agata – magnað að sjá þetta video þessi sem er fake er nákvæmlega eins og mín. Ég er samt alveg rosalega pikkí og tékka allt fram og tilbaka áður en ég kaupi eins og ég hef meirað segja skrifað um. Ég var sannfærð um að ég væri að kaupa ekta eftir að hafa legið yfir ýmsum myndum og umsögnum og allt og fór eftir öllum mínum reglum um netverslanir.

    • Reykjavík Fashion Journal

      5. February 2014

      Veistu það mín er alveg nákvæmlega svona (litamunurinn er bara útaf lýsingunni) En það sést svo vel á öllu sem konan bendir á í videoinu sem agata setur inn að þetta er greinilega fake – alveg staðfestingin!

      Takk fyrir skjót viðbrögð þið eruð snillingar!

  1. Inga

    5. February 2014

    Þetta er alveg uppáhalds augnskuggarnir mínir og mér finnst þeir alls ekkert harðir og auðvelt að fá lit í burstana, kemur jafnvel of mikið stundum ;-) En mér finnst þetta líka pínu skrýtnir litir í palettunni – kannski er bara lýsingin á myndinni þannig hjá þér en þetta er ekki líkt mínum litum :-S Þeir eru t.d ekki svona fjólubláir næst aftasti liturinn og fimmti liturinn en eins og ég sagði kannski er það bara lýsingin.

  2. Inga

    5. February 2014

    Mín palletta málar mig liggur við sjálf, augnskuggarnir eru mjög mjúkir og gefa góðan og þéttan lit. Viltu prófa mína til að bera saman? :)

  3. Harpa

    5. February 2014

    Á hvaða heimasíðu pantaðiru þetta? Mér finnst mjög líklegt að þetta sé fake palletta :/

    • Reykjavík Fashion Journal

      5. February 2014

      Júbb þessi er fake, ég lét plata mig – hvet ykkur sem eruð búnar að senda mér athugasemd að lesa textann sem ég setti efst í færsluna – er mjög þakklát skjótu viðbrögðunum ykkar – ég trúði þessu heldur ekki ;) En ég man ekki hver síðan var ég þarf að fletta þessu upp í emailinu hjá mér. En lúkkaði algjörlega ekta en þessa kaupi ég ekki aftur svona útí loftið það er alveg á hreinu!

  4. Hafdís

    5. February 2014

    Hefurðu ekki bara keypt fake? Mér finnst litirnir líka virka eitthvað öðruvísi

    • Agata

      5. February 2014

      Án þess að eiga þessa pallettu (en langar mjööög) verð ég að vera sammála þér. Þessir fjólubláu virðast engan veginn passa inní.. virka meira brúnir þar sem ég sé á pinterest td

  5. Eva

    5. February 2014

    Þetta er allt odruvisi en naked 2 palletan sem ég á, það eru engir fjólubláir litir i henni

  6. Eydís Sigrún Jónsdóttir

    5. February 2014

    Mæli með Beauty Bay ef þú ætlar að panta aftur :) Það er alveg legit síða með frírri world wide shipping :) Fúlt að lenda í þessu en Naked palletturnar eru almennt frábærar vörur!

    • Reykjavík Fashion Journal

      5. February 2014

      Já mega! Ég einmitt trúði þessu ekki og ákvað því að leita til lesenda :D:D eins og alltaf þá komið þið mér til bjargar*** ómetanlegar alveg hreint!

  7. Jóna

    5. February 2014

    Ég passa mig einmitt að kaupa bara svona hluti í verslunum sem eru viðurkenndir söluaðilar vörunnar, tek enga áhættu með snyrtivörur enda með mikið psoriasis og oft með bletti í andlitinu.
    Þótt varan sé á svipuðu verði og hún er á þá bara tek ég samt enga sénsa, það er líka alveg ástæða fyrir að þessar vörur eru bara seldar á viðurkenndum sölustöðum.

  8. Kristín Rún

    5. February 2014

    Mæli með http://www.beautybay.com – Panta bara þaðan svona hágæða snyrtivörum, treysti ekki Amazon eða Ebay ;)

  9. eva

    5. February 2014

    geturu sagt mér hvaðan þú keyptir þína ? er ansi hrædd um að mín sé líka plat :(

    • Reykjavík Fashion Journal

      5. February 2014

      ohh nei ég man það ekki – þarf að leita betur að kvittuninni í emailinu mínu. Tékkaðu á myndbandinu sem Agata vísar í hér fyrir neðan það sést ótrúlega vel á því – ég var alveg viss um að þetta væri alvöru þangað til ég horfði á það – ég vildi alla vega ekki trúa öðru. Hugsa sér hvað eftirlíkingarnar eru orðnar góðar!

  10. Selma

    5. February 2014

    Ég mæli hiklaust með eyeshadow primer potion frá þeim.
    Það mjög góður grunnur, augnskugginn haggast ekki. ;)

  11. Berglind

    6. February 2014

    Ég veit þú veist núna að þeir eru fake en mér finnst Urban vera með langbestu augnskuggum sem ég á. Þeir eru svo mjúkir, auðveldir í notkun og litirnir flottir! Myndi pottþétt fá mér alvöru augnskuggana einn daginn! :)

  12. Helga Finns

    6. February 2014

    keyptiru þá af aliexpress? geturu sagt okkur hvar þu keyptir þá svo við getum forðast þá síðu? Þurftiru ekki að prenta út kvittun fyrir tollinn? stendur ekki hvaðan hún er á henni?

    • Reykjavík Fashion Journal

      6. February 2014

      Ónei það gerði ég ekki – forðast þá síðu eins og heitan eldinn. En nei ég þurfti ekki að prenta kvittun fyrir tollinn – stundum fæ ég sendingarnar bara óvænt heim. Þessi pakki kom frá USA ;) En stelpurnar eru að benda á síðu sem heitir beautybay.com sem er alvöru sem ég ætla að nýta mér héðan í frá :)

  13. karen

    16. June 2017

    dyfðu i augnskuggana og spreyjaðu svo sma vatni a burstann þinn, þa færðu þetta liti ! flottir litir i þessari palettu ! :D finnsst naked 2 alvöru ekkert spes.