fbpx

Trend: Marmaraaugnskuggar

AugnskuggarLúkkMake Up StoremakeupMakeup ArtistTrend

Þó nokkrar bloggsystur mínar sem eru líka undir Trendnet eru búnar að skrifa um marmaratrendin í innanhúshönnun. Þetta trend ætlar greinilega að vera mjög vinsælt og því ekki skrítið að fleiri geirar tískuheimsins sæki í það.

Nýlega komu glæsilegir augnskuggar í Make Up Store og ég kíkti á Steinunni mína í Smáralindinni í gær til að skoða þá betur – ég varð ekki fyrir vonbrigðum og hlakka mikið til að prófa þá sjálf!

IMG_4265-800x600 make-up-store-eyeshadows-4

Ég á þennan hér fyrir ofan en hann kom í einni af línunum í Make Up Store síðasta haust – virkilega skemmtilegur litur og ég þarf að bæta fleirum í safnið hjá mér.

1656220_10151977156109010_670958236_n 1510808_10151995445884010_63416321_n

Hér sjáið þið nokkra liti. Það er auðvitað hægt að nota þá þannig að þið blandið litinum saman en svo getið þið líka notað bara einn og einn lit. Þá eruð þið kannski með flatan augnskuggapensil (til hellingur í Make Up Store) til að ná litunum upp og bera á augnlokið og nota svo kannski annan bursta til að blanda litunum saman.

Með þessum augnskuggum má klárlega segja að þið eruð að fá fleiri augnskugga fyrir minni pening því eins og þið sjáið þá eru sirka 4 litir í hverjum augnskugga ;)

1609891_10151977156194010_500392302_n

Hér fyrir neðan sjáið þið nokkrar nýjar vörur frá Make Up Store m.a. augnskugga, skemmtilegan gloss og nýja maskarann sem

58409_10151981002124010_698106674_n

Ég fékk svo leyfi hjá henni Steinunni Eddu verslunarstjóra Make Up Store til að birta tvö förðunarlúkk sem hún hefur gert í vinnunni með marmaraaugnskuggunum – mjög skemmtilegt hjá henni. 1655975_10151995474684010_1565594718_n 1620913_10151982378219010_1144659202_nVirkilega fallegar augnfarðanir og fallegt hvernig hún gerir sérstaklega á neðri myndinni með tveimur mismunandi litum. Notar líka hárrétta litasamsetningu til að gera augun sín svona fallega blá :)

Skv. Facebooksíðu Make Up Store eru skuggarnir á 3990 ;)

Mæli með heimsókn í Smáralindina!

EH

Ómálaðar

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Klara

    4. February 2014

    Vá SJÚKLEGA flottir! Yrði gaman að sjá þig gera look með þessum :) Þar sem ég er sjálf að fara að ferðast mikið næstkomandi mánuði er ég alltaf að pæla í snyrtivörum sem eru með marga notkunarmöguleika og ég get séð fyrir mér að það væri hægt að skapa mörg look með einum svona, am I right?! :) Hugmynd að bloggi: Fjölnota snyrtivörur fyrir þá sem þurfa að travel light!

  2. Þóra Birna

    4. February 2014

    Ohhmygod!, á Amarillo en þarf klárlega að eignast hina!

  3. Helga Finns

    5. February 2014

    Anna k. Ég held að Mac. Amber lights sé nærri lagi og jafnvel Mac woodwinked á þá báða og þeir eru mjög þéttir í sér báðir og gefa góðan lit og glans.