fbpx

YSL gleður heppinn lesanda!

Ég Mæli MeðHúðNýjungar í SnyrtivöruheiminumYSL

Vinningurinn í gjafaleiknum er fenginn frá YSL á Íslandi. Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég fór á mjög fróðlega og skemmtilega kynningu hjá YSL í siðustu viku. Tilefnið var að kynna fyrir mér og öðrum í miðlabransanum fyrir nýjustu vörunni frá Yves Saint Laurent sem er algjörlega ný af nálinni. Varan er krem sem er þó ekki beint bara rakakrem – þá meina ég að þetta er krem sem er líka svo miklu meira en það – það gefur mikinn raka og því það má nota á hreina húð, undir förðun eða jafnvel yfir förðun til að fríska uppá áferð húðarinnar. En lesið endilega áfram til að sjá hvað það gerir meira en bara að gefa raka :)

Kremið er komið í sölu núna en það verður formlega kynnt á YSL kynningardögum sem hófust í dag í Lyf og Heilsu Kringlunni og standa út sunnudaginn – það verður boðið uppá afslátt og kaupauka, meira um það hér fyrir neðan :)

yslleikur2

Top Secrets Instant Moisture Glow frá Yves Saint Laurent

Í fyrsta lagi eru þessar umbúðir auðvitað bara trylltar og mikið vona ég að þetta svarta dramatíska lúkk sé komið til að vera í Top Secrets vöruflokknum hjá merkinu. Top Secrets býður uppá vörur sem henta öllum konum, hvernig sem húðin þeirra er og á hvaða aldri sem þær eru. Margar vörurnar eru þar til gerðar að þær fullkomna förðunina og áferð húðarinnar, þær eru svona leynitrikk merkisins sem gerir allt betra.

Formúla þessa krems er sett saman með þremur ólíkum efnum sem öll hafa sinn sérstaka eiginleika sem gerir kremið svona ótrúlega sérstakt. Það er raki sem gefur húðinni vellíðunar tilfinningu yfir allan daginn, raki sem endist í alltað 72 tíma. Það er ljómi sem hefur einhvers konar þrívíddaráhrif á húðina – við fengum að sjá öll þessi 3 efni og ég er ástfangin af ljómanum, mikið vona ég að við fáum svipaðan hughlighter frá merkinu innan skamms. Ljóminn endurkastar birtu fallega frá húðinni svo hún ljómar öll á einstakan hátt og fær yfir sig frísklegra yfirbragð. Svo er það áferðin, þessi blurr áferð sem gefur mjúka hlýju yfir allt andlitið, jafnar ójöfnur og gerir allt svo miklu fallegra.

Kremið er ólíkt öllum kremum sem ég hef séð, það er svona eins og gel en samt eins og skýjað gel og er fölbleikt gel. Það gefur húðinni góða tilfinningu og vellíðan. Ég nota það á eftir daglega rakakreminu mínu, það er svona bara vani hjá mér því ég er með svo svakalega þurra húð en algjör óþarfi fyrir þær ykkar sem eru með þurra/normal/blandaða/feita húð. Svo yfir daginn nota ég smá af því í förðunarsvampinn minn og dúmpa því yfir húðina til að gefa henni aukinn raka. Ég geri það líka bara þegar ég er búin að farða mig til að leggja lokahönd á förðunina og blörra allar ójöfnur og mýkja ásýnd húðarinnar.

yslleikur

Ég í samstarfi við YSL á Íslandi ætla að gefa einum heppnum lesanda þetta skemmtilega krem til að prófa og það sem þú þarft að gera til að vera með í leiknum er að…

1. Smella á Like takkann á þessari færslu og deila henni þannig með þínum Facebook vinum.
2. Endilega smelltu á Like takkann á síðunni hjá YVES SAINT LAURENT Á ÍSLANDI.
3. Skrifaðu athugasemd með nafni við þessa færslu og segðu frá þinni uppáhalds YSL vöru, ef þú hefur ekki prófað mikið vörurnar frá YSL geturðu t.d. sagt frá því hvaða vöru þig langar mest að prófa :)

Við höfum leikinn í gangi á meðan YSL kynningardagarnir standa yfir í Lyf og Heilsu Kringlunni eða út sunnudaginn. Endilega nýtið tækifærið og kíkið á vörurnar en það er 20% afsláttur af öllum vörum frá YSL út sunnudaginn og kaupauki fylgir með ef keyptar eru 2 vörur eða fleiri frá merkinu. Ég mæli 150% með augnskugga primernum frá merkinu, Couture Eye, hann er minn uppáhalds af öllum augnskuggaprimerum og mín uppáhalds vara frá merkinu – ég gæti án gríns ekki verið án hans ;)

Kíkið á Björgu, Ástrós og Þóru í Lyf og Heilsu og berið þeim knús og kram frá mér!

EH

Hárleyndarmálið mitt

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

183 Skilaboð

  1. Erla Dröfn Baldursdóttir

    8. October 2015

    HEf ekki prufað neina af YSL vörunum en væri svo sannarlega til íað prufa þessa :)

  2. Valgerður Fjóla Einarsdóttir

    8. October 2015

    Ein besta augnskuggapalletta sem ég hef átt er frá YSL! Annars langar mig núna ótrúlega í nýja black opium ilmvatnið frá þeim, það er himnenskt! :)

    • Amalía Rut Nielsen

      9. October 2015

      Fallegi blái maskarinn er uppáhalds <3

  3. Hilma Rós Ómarsdóttir

    8. October 2015

    Hef ekki prófað margar YSL vörur en dreymir um gullpennann!

  4. Ingibjörg Lilja Pálmadóttir

    8. October 2015

    Hef ekki prófað margar YSL vörur, en ég man eftir Babydoll maskaranum, hann var æðislegur!

  5. Viktoría Kr Guðbjartsdóttir

    8. October 2015

    Blái maskarinn nr 3 frá YSL er í miklu uppáhaldi ásamt svo mörgu öðru

  6. Auður kolbrá

    8. October 2015

    Ég held ég hafi aldrei prófað neitt frá YSL nema kannski gullpennan -en mér finnst augnskuggapalleturnar þeirra alltaf svo fallegar, held ég væri til í að prófa eina slíka einhvern daginn.

  7. Þorgerður Elísa

    8. October 2015

    Ég hef ekki prufað neina vöru fra YSL en þá , en ef ætti velja eina þá væri þetta krem efsta a lista :) hljómar alvega ótrúlega vel :) er mjög spennt fyrir þvi :)

  8. Anna Þorleifs

    8. October 2015

    Hef því miður ekki prófað neitt frá YSL ennþá, en þessi vara hljómar alveg ótrúlega spennandi! :)

  9. Kolbrún Edda Aradóttir

    8. October 2015

    Hef bara prófað bb kremið og það er æði :-)

  10. Hafdís Anna Bragadóttir

    8. October 2015

    Hef ekki prófað YSL en langar til að prófa Top Secrets BB kremið frá YSL ;)

  11. Þorgerður Elísa

    8. October 2015

    ég hef ekki en prófað neitt frá YSL, en ef ég ætti velja eitthvað eitt til að prófa væri þetta krem efst á lista. =)

  12. Viktoría Ómarsdóttir

    8. October 2015

    Hef ekki mikið profað, er spenntust fyrir kajal eyelinernum.

  13. Guðrún Svava Stefánsdóttir

    8. October 2015

    Glæra púðrið er æðislegt frá YSL :)

  14. Halldóra Hlíf Hjaltadóttir

    8. October 2015

    Það eina sem ég hef prófað frá YSL er Black Opium ilmvatnið en mig langar til að prófa fleiri vörur. Ég hef heyrt svo marga góða hluti um þessa vöru og væri mikið til í að eignast hana :)

  15. Heiða Ósk Úlfarsdóttir

    8. October 2015

    ég elska maskarana frá YSL :D

  16. Arndís Ýr Hafþórsdóttir

    8. October 2015

    Gullpenninn er uppáhals frá merkinu

  17. Ingveldur Geirsdóttir

    8. October 2015

    Gullpenninn og maskarar af ýmsum gerðum hafa reynst mér vel frá YSL. Yrði gaman að fá að prófa þetta undrakrem.

  18. Sara Lind Stefánsdóttir

    8. October 2015

    Hef ekki ennþá prófað vörur frá þeim en finnst þessi vara og augnskuggar frá þeim spennandi að prófa!

  19. Andrea Björk

    8. October 2015

    Hef prófað einn farða frá þeim sem heitir ”Le Tent Touche Eclat” og fannst hann geðveikt góður og væri til í að prófa miklu fleiri vörur frá þessu æðislega merki! :)

  20. Anna Margrét Pálsdóttir

    8. October 2015

    Ég nota YSL Forever CC light creator kremið og það er það besta í heimi! Nota líka nýja hvíta púðrið. Langar mjög mikið í gullpennann og haustpallettuna!

  21. Áróra Lind Biering

    8. October 2015

    Hef prófað nokkra maskara frá YSL, bara frábærir :-)

  22. Andrea Gísladóttir

    8. October 2015

    YSL er í miklu uppáhaldi hjá mér en gullpenninn og kiss and blush eru uppáhaldsvörurnar mínar frá merkinu :)

  23. Bára Sif

    8. October 2015

    Hef ekki prófað vörurnar frá YSL en langar að prófa einmitt þetta, bb kremið og gullpennann :)

  24. Ásrún Ásmundsdóttir

    8. October 2015

    Hef ekki prófað vörurnar frá YSL en langar mjög mikið að prófa þessa vöru og Le Teint Encre de Peau farðann :)

  25. Sandra María

    8. October 2015

    hef ekki prófað mikið frá YSL, en uppáhalds af því sem ég hef prófað er gullpenninn :)

  26. Ása rut

    8. October 2015

    Ja takk !! Bý á akureyri og það er enginn ysl sölustaðir her sem er glatað :/

  27. Hjördís Erna Heimisdóttir

    8. October 2015

    Hef ekki prófað vörurnar frá YSL en væri meira en til í að prófa þetta krem :) Gullpenninn er líka mjög spennandi :)

  28. Sigga Dóra

    8. October 2015

    Ég nota alltaf Touche eclat hyljarann/highlighterinn og elska hann,og Black opium er besta ilmvatm í heimi

  29. Karen Lind Óladóttir

    8. October 2015

    Eina sem ég hef prufað er gullpenninn og ég fíla hann í botn :)

  30. Guðrún Ösp Knarran Ólafsdóttir

    8. October 2015

    Ég hef einungis prufað eina vöru frá YSL en elska hana og væri svo til í að fá að prófa meira! :)

  31. Svanhvít Elva Einarsdóttir

    8. October 2015

    Gullpennan fékk èg einu sinni að gjöf frá vinkonu en það er eina varan sem ég hef átt og líkað mjög vel.

  32. Kristín Þóra Birgisdóttir

    8. October 2015

    Alli in one BB kremið :)

  33. Anna Sigríður Þórhallsdóttir

    8. October 2015

    Hef oftast átt gullpennann en er spennt að prufa þetta krem :)

  34. Iðunn Garðarsdóttir

    8. October 2015

    Uppáhalds varan mín frá YSL er Top Secret BB-kremið :)

  35. Sandra Vilborg Jónsdóttir

    8. October 2015

    Ég hef ekki prófað vörur frá YSL áður en ég er mjög spennt að prófa nýja glow kremið

  36. Rósa Ingólfsdóttir

    8. October 2015

    YSL COUTURE KAJAL EYE PENCIL er æði :)

  37. Sædìs Ösp Valdemarsdóttir

    8. October 2015

    Ég hef ekki prófað neina vöru frá YSL en mig hefur alltaf langað til að prófa gullpennann frá þeim. Svo hljómar þetta krem mjög spennandi fyrir húðina mína :)

  38. Anna Scheving

    8. October 2015

    Hef því miður ekkert prufað af YSL vörunum en þetta krem og gullpenninn eru ofarlega á lista sem mig langar mikið að prufa :)

  39. Rakel Dóra Sigurðardóttir

    8. October 2015

    Hef ekki prófað vörur frá þeim en væri til í að prófa þetta krem :)

  40. Elísabet Kristín Bragadóttir

    8. October 2015

    Gullpenninn og bb kremið er í uppáhaldi :)

  41. Sonja Caroline Sigurðardóttir

    8. October 2015

    Einn uppáhalds varaliturinn minn er frá YSL!
    Ég væri mikið til í að prófa þetta krem

  42. Sonja Caroline Sigurðardóttir

    8. October 2015

    Einn uppáhalds varaliturinn minn er frá YSL!
    Ég væri mikið til í að prófa þetta krem

  43. Ragna Helgadóttir

    8. October 2015

    Ég elska Fusion Ink farðann, og langar að kaupa mér gullpennann og BB kremið :) svo er ég mjög spennt fyrir þessari nýjung hjá þeim :)

  44. Vala Björg

    8. October 2015

    Gullpenninn er klassík

  45. Marta Karlsdóttir

    8. October 2015

    Hef ekki prófað neitt frá YSL, væri rosa gaman að fá þennan pakka ;)

  46. Erla Björt Björnsdóttir

    8. October 2015

    Mig hefur lengi langað til að splæsa í gullpennan en hef því miður ekki enn gert það :) Svo er þetta krem líka ofarlega á lista ásamt black opium ilmvatninu.

  47. Margrét Eir Árnadóttir

    8. October 2015

    ég hef ekki prófað margar vörur frá merkinu en mig langar rosalega að prófa blur primerinn og þetta krem

  48. Telma Hjaltalín Þrastardóttir

    8. October 2015

    Gullpenninn og bb kremið er í miklu uppáhaldi hjá mér :)

  49. Þórey Sif Þórisdóttir

    8. October 2015

    Langar mikið að prófa nýja kremið og baby doll maskarann :)

  50. Hrefna Rún

    8. October 2015

    Var að prófa BB kremið frá Top Secrets og elska það! Húðin mín hefur verið svo dull og glær undanfarið og ég held að þessi vara myndi gera henni gott!

  51. Hjördís Traustadóttir

    8. October 2015

    Já takk væri svo til í að prófa þetta krem. Hef ekki prufað mikið af vörunum en prófaði gullpennan og hann er algjör snilld.

  52. Guðlaug Katrín

    8. October 2015

    Top secret BB kremið og gullpenninn :)

  53. María Sveinsdottir

    8. October 2015

    Ég elska Top Secrets All in One BB Cream og Touche Éclat Blur Perfector sem ég nota til þess að fullkomna mína daglegu farða rútínu og gæti ekki hugsað mér hana án þeira.

  54. Hrefna Björg Örnudóttir

    8. October 2015

    Hef ekki prufað neina YSL vöru :( en þetta krem hljómar alltof vel og væri meira en til í að prufa það ! :) og BB kremið :)

  55. Sædís Sif Ólafsdóttir

    8. October 2015

    Gullpenninn og baby doll maskarinn eru uppáhalds vörurnar mínar frá YSL :)

  56. Edda Björk Vatnsdal

    8. October 2015

    Nota all in one bb kremið frá YSL og eeeelska það! :)

  57. Laufey Rún Ingólfsdóttir

    8. October 2015

    Ég elska ”töfrapennan” frá YSL. Hann er bara möst have :)

  58. Júlíana S. Andrésdóttir

    8. October 2015

    jiii langar svo að prófa þetta dásamlega krem!
    Annars hef ég góða reynslu af gamla góða gullpennanum og svo eru maskararnir frá YSL algjörlega frábærir :)

  59. Birgitta Yr Ragnarsdottir

    8. October 2015

    Mitt uppàhald er Black Opium, elska thessa lykt!! Svo er baby doll maskarinn líka Ædi :) Væri mikid til í ad prófa thetta krem :) Jà takk :)

  60. Elísa Gróa Steinþórsdóttir

    8. October 2015

    Full metal augnskuggarnir er uppáhaldsvaran mín frá YSL í augnablikinu

  61. Eva Oliversdóttir

    8. October 2015

    eeeeelska Top Secrets BB kremið! :)

  62. Birgitta Yr Ragnarsdottir

    8. October 2015

    Èg elska Black Opium lyktina!!! Besta lyktin :) svo er gullpennin snilld, hef líka àtt baby doll maskarann og fannst hann mjög gódur :) Langar mikid Til ad prófa thessa nyjung :) Jà takk :)

  63. Eva Oliversdóttir

    8. October 2015

    eeeelska Top Secrets BB kremið! :)

  64. Ösp Jónsdóttir

    8. October 2015

    Babydoll maskarinn er mjög góður og svo er ég allveg fallin fyrir Black Opium ilmnum :)

  65. Íris Beneditksdóttir

    8. October 2015

    Gloss Volupté glossin frá þeim eru frábær sem og BB kremið!!:)

  66. Elínbjörg Ellertsdóttir

    8. October 2015

    Hef ekki prufað YSL vörurnar en langar rosalega til að prófa bæði þessa vöru og svo BB kremið frá þeim =)!

  67. Sara Rún

    8. October 2015

    Hef ekki prufað YSL vörurnar en væri æðislega til i að prufa BB-kremið sem allir eru að rave-a um og þetta top secret instant glow rakakremið!!

  68. Alma Pálmadóttir

    8. October 2015

    Vá, væri til að prófa! Ég hef ekki mikið notað YSL en ég á einn frábærann varalit frá þeim sem ég elska! <3

  69. Erla Guðjónsdóttir

    8. October 2015

    Ég missti töluna á hve marga touche eclat matt touch primer-a frá YSL ég keypti í röð, notaði hann á hverjum degi í mörg ár. Grét næstum því þegar ég komst að því að hann væri ekki lengur til!

  70. Þórveig Hulda Frímannsdottir

    8. October 2015

    Bb kremið og touche eclat farðinn❤️

  71. Vala Karen Viðarsdottir

    8. October 2015

    Gullpenninn klárlega!

  72. Hrafnhildur Baldursdóttir

    8. October 2015

    Black Opium er BESTA ilmvatn sem eg hef keypt mer lengi! Annars elska eg lika varalitina frá YSL og kaupi reglulega nýja liti!

  73. Hrönn Guðmundsdóttir

    8. October 2015

    Vá hvað ég væri til í þetta krem!! Langar líka að prófa Couture Kajal blýantinn frá þeim og Parisienne ilmvatnið :)

  74. Guðbjörg

    8. October 2015

    Ég á gullpennan sem að hefur bjargað mér eftir margar andvökunætur síðasta ár

  75. Laufey Óskarsdóttir

    8. October 2015

    Já takk…hef átt gullpennann sem var draumur í dós. Væri sko alveg til að prófa þetta krem auk BB kremsins sem ég hef heyrt að sé alveg frábært

  76. Elísabet Góa Guðjohnsen

    8. October 2015

    Ég hef ekki prófað neina vöru frá YSL en langar að prófa gullpennann frá þeim. Svo hljómar þetta krem mjög spennandi ☺️

  77. María Sveinsdóttir

    8. October 2015

    Ég elska Top Secrets All in One BB Cream og Touche Éclat Blur Perfector og nota til þess að fullkomna daglegu förðunar rútínuna mína og gæti ekki verið ánægðari.

  78. Kristín

    8. October 2015

    Ég á gullpennann og meik frá ysl, elska þessar vörur

  79. Harpa María Jörgense

    8. October 2015

    Þetta er akkúrat kremið sem mig langar svo ótrúlega mikið í fyrir svakalega þurru húðina mína, mjög spennt að prófa það. Annars er mín uppáhalds vara frá YSL BB kremið og krem bronserinn. :-)

  80. Elísabet Anna Hermannsdóttir

    8. October 2015

    Hef ekki prufað neina en væri mikið meira en til í að prufa þessa vöru :)!

  81. Karitas Guðrún Pálsdóttir

    8. October 2015

    Hef ekki prófað YSL vörur en væri mjög sátt að fá að prófa þetta krem :)

  82. Sandra Finns

    8. October 2015

    Þetta verð ég að prófa. En uppáhalds YSL varan mín er gullpenninn góði :-)

  83. Sveinbjörg Ósk Kjartansdóttir

    8. October 2015

    Hef ekki prófað neina ysl vöru þar sem þær eru ekki seldar hér á landsbyggðinni en hefur langað að prófa gullpennann og þetta krem svo eitthvað sé nefnt :D

  84. Kara Gunnarsdóttir

    8. October 2015

    Ég á varalit frá YSL sem er frábær! Og langar rosalega mikið að prufa fleiri vörur frá YSL, séérstaklega þessa vöru ef heyrt svo ótrúlega margt gott um hana og einnig hversu margir eru ánægðir með þessa snilldar vöru! Væri rosalega þakklát að fá þennan að gjöf!

  85. Heiða Björk Birkisdóttir

    8. October 2015

    Top secrets BB kremið er eitthvað sem ég get ekki verið án en svo á ég líka augnskuggaprimerinn og hann er æði ;)

  86. Rut R.

    8. October 2015

    Ójá takk!!! :)
    Ég hef ekki prófað margar YSL vörur, en ég var mjög hrifin af volume maskaranum í fjólubláu. Svo hef ég prufað gull pennann og hann var æði.

  87. Ármey Óskarsdóttir

    8. October 2015

    Væri til í að prufa þessar vörur :) hef bara verið með ilvatn frá þeim :)

  88. Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir

    8. October 2015

    Ég er hrikalega spennt fyrir þessum vörum! Ég á Black Opium ilmvatnið og finnst það æði! Fallegar umbúðir og mjög svo spennadni vörur!

  89. Bylgja Ösp pedersen

    8. October 2015

    Ég held aldrei prófað ysl vörurnar en mig hefur alltaf langað til að prófa púðrin og bb kremin, og ég er rosalega spennt fyrir þessu kremi :D

  90. Elín Helga Sveinsdóttir

    8. October 2015

    Ég hef aldrei prófað vöru frá YSL en mig dreymir um að prófa þetta krem :)

  91. Guðný Ásta Ragnarsdóttir

    8. October 2015

    Ég bæði á og hef átt hinar ýmsu YSL vörur og er mjög ánægð með merkið. Uppáhaldsvaran frá þeim síðustu mánuðina hefur verið Black Opium ilmvatnið. Þar sem ég er með mjög þurra húð og fullt af línum er ég spennt fyrir hvort þessi nýjung myndi henta mér.

  92. Signý Lìndal

    8. October 2015

    Mig langar mikið að pròfa gullpennan, babydoll maskarann, bb krem og að sjàlfsögðu þetta krem:)

  93. Hjördís Hera Hauksdóttir

    8. October 2015

    Shocking maskarinn er í miklu uppáhaldi! Gerir mikið fyrir mín litlu augnhár!

  94. Sigfríður Guðjónsdóttir

    8. October 2015

    Á frábæran eye primer frá YSL en væri svo til í að prófa þetta undrakrem :-)

  95. Rósa

    8. October 2015

    Ég held ég hafi ekki prófað neinar vörur frá YSL, en er mjög spennt fyrir báðum þessum vörum og hef líka heyrt góða hluti um Babydoll maskarann og gæti alveg hugsað mér að fá mér einn slíkan :)

  96. Hanna Lea Magnúsdóttir

    8. October 2015

    Vá væri dásamlegt að fá að prófa þetta krem :) En hef ekki prófað neinar vörur frá YSL, held að mig myndi mest langa að prófa fræga gullpennan ;)

  97. Nanna Birta Pétursdóttir

    8. October 2015

    Kiss & Blush nr 9 og Babydoll maskarinn er must have í snyrtibuddunni minni :)

  98. Eydís Lilja Kristínardóttir

    8. October 2015

    Ég hef ekki prófað neina af vörunum frá YSL en ég færi svo sannarlega til í að fá þetta krem! Þetta er einmitt það sem mig vantar.
    Gangi öllum vel í leiknum :)

  99. Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir

    8. October 2015

    Ég hef ekki prófað neina vöru frá YSL en mig langar rosalega að prófa Black Opium palletuna og ilmvatnið ! Væri auðvitað líka rosa gaman að fá að prófa þetta krem frá YSL :)

  100. Una Steingrimsdottir

    8. October 2015

    Uppáhalds YSL vörurnar mínar eru BB kremið og Babydoll Kiss&Blush kinnaliturinn, nota þetta tvennt daglega!

  101. Rósa Atladóttir

    8. October 2015

    Nýjasta YSL uppljómunin mín er klárlega Top secret bb kremið – hágæðavara og ljósasti liturinn virkar meira að segja fyrir albínóa eins og mig sem er nokkuð vandfundið í dag.
    Gullpenninn er svo klassíker sem ég kaupi aftur og aftur og aftur…

  102. Kristín Heiða Magnúsdóttir

    9. October 2015

    Ég hef prófað maskara frá þeim og finnst hann æði, ég hef einnig heyrt mjög góða sögur um gullpennan. En mest myndi mig langa að prufa Top secret kremið, ég skoðaði það í dag og það er æðisleg áferðin á því, mig myndi helst langa að gefa mömmu þetta krem fyrir að vera alltaf mér til staðar og stuðnings í gegnum veikindin mín síðastliðin 3 ár, því það er alls ekki sjálfgefið að eiga svona góða að <3

  103. Heiða Rut Halldórsdóttir

    9. October 2015

    Ég hef ekki prófað neina af YSL vörunum en mig langar rosalega mikið að prófa þær og þá sérstaklega þessa!! :)

  104. Klara Valgerður Brynjólfsdóttir

    9. October 2015

    Kajal blýanturinn er algjört uppáhald!!!

  105. Sædís Bjarnadóttir

    9. October 2015

    Elska black opium ilmvatnið en hef aldrei látið vaða að kaupa það ! Svo langar mig rosaleg að prófa kremið í svörtu túpunni og líka bb kremið frá þeim í hvítu túpunni !! :D

  106. Sigurlinn Kjartansdóttir

    9. October 2015

    Hef bara prófað gullpennan og hann er æði :) og hlakka mikið til að prófa þetta dásamlega krem <3

  107. Berglind

    9. October 2015

    Vá ég á margar uppáhalds YSL vörur – Gullpenninn, maskarinn, Le Teint makeup-ið er dásemd svo ekki sé minst á naglalökkin sem eru æði – Hlakka til að prófa þetta krem :-)

  108. Herdís Harpa Jónsdóttir

    9. October 2015

    Uppáhalds vörurnar mínar eru gull maskarinn Mascara Volume Effet Faux Cils og gull penninn Touche Éclat.

  109. Ragnheiður Jónsdóttir

    9. October 2015

    Elska BB-kremið ALL-IN-ONE, langar að prófa fleiri vörur

  110. Fjóla Hrönn Guðmundsdóttir

    9. October 2015

    Elska YSL vörurnar og uppáhaldið mitt þessa dagana er Touche Éclat Blur Primerinn, Teint Touche Eclat farðinn, Touche Eclat penninn, Augn primerinn, Babydolll maskarinn og Top Secrets BB kremið. Er svo að bíða eftir að hvíta blurr púðrið komi aftur :) Er mjög spennt fyrir þessu nýja kremi, þarf einmitt á svona aukarakagjafa að halda fyrir mína húð og eitthvað til að fríska hana yfir daginn :)

  111. Erna Stefánsdóttir

    9. October 2015

    Gullpennin er klárlega í uppáhaldi og búinn að vera í mörg ár

  112. Kolbrun kjartansdóttir

    9. October 2015

    hef ekki prófað neinar vörur frá þeim, fyrir utan 1 varalit. Langar mest að prófa töfrapennann/hyljarann frá þeim.

  113. Svanhildur

    9. October 2015

    Uppáhalds YSL varan mín er án efa Top Secrets BB kremið, það er alger snilld :)

  114. Þorbjörg Matthíasdóttir

    9. October 2015

    Uppáhaldsvaran mín er að sjálfsögðu touche eclat hyljarinn. En ég er hins vegar súperspennt að prófa fleiri vörur. Auk þess elska ég hönnunina á umbúðunum hjá þeim. Alltaf svo elegant og töff!

  115. Halla Dröfn

    9. October 2015

    Nota nú ekki mikið af snyrtivörum dagsdagleg en gott dagkrem og gullpenninn eru algert must í amstri dagsins :)

  116. Aðalheiður L. Aðalsteinsdóttir

    9. October 2015

    já takk ég væri til í að prófa þessar vörur .. ;)

  117. Hrund Valsdóttir

    9. October 2015

    Ég hef ekki prófað mikið af YSL vörunum en ljómapenninn er auðvitað einn sá þekktasti í heiminum og algjörlega frábær! Ég hef lika prófað Top Secrets BB kremið og það er það allra besta :) Mikið væri nú gaman að vinna þennan gjafapoka – þetta krem hljómar mjög spennandi! :D

  118. Matthildur Víðisdóttir

    9. October 2015

    Vörurnar frá YSL eru svo dásamlegar, eru í miklu uppáhaldi hjá mér❤️ Mín uppáhalds vara er án efa Top secrets BB kremið ❤️ Ég væri svo sannarlega til í að prófa nýja Instant Glow

  119. Margrét Guðmundsdóttir

    9. October 2015

    klárlega gullpenninn, á hann alltaf til í snyrtibuddunni :)

  120. Þórdís Lind Leiva

    9. October 2015

    Mitt allra uppáhalds er meikið frá YSL sem heitir Le Teint Encre De Peau og væri frábært að fá svona pakka :)

  121. Bryndís Svavarsdóttir

    9. October 2015

    Gullpenninn :)

  122. Guðný Björg Briem Gestsdóttir

    9. October 2015

    Gullpennin hefur alltaf verið í uppáhaldi :)

  123. Halla Björg Harðardóttir

    9. October 2015

    Matt sólarpúður frá YSL er uppáhaldið mitt :)

  124. Linda

    9. October 2015

    Ég á gullpennann alltaf til og svo eru Forever Youth Liberator kremin í miklu uppáhaldi;)

  125. Ólöf Ragna

    9. October 2015

    Black Opium er sennilega með uppáhalds ylmvötnunum mínum þannig ætla aðsegja það :)

  126. Thelma Rún

    9. October 2015

    Ég elska maskarann frá YSL <3

  127. Elísabet Guðmundsdóttir

    9. October 2015

    YSL Fusion ink farðinn er minn uppáhalds! <3

  128. Karen Björg Jónsdóttir

    9. October 2015

    Langar rosalega að prufa ysl bb kremið

  129. Harpa Lind Jósefsdóttir

    9. October 2015

    Hef ekki prufað neitt frá YSL áður en þetta krem er efst á listanum :)

  130. Sóley Ásgeirsdóttir

    9. October 2015

    Hef aldrei prófað neitt svo ég er mjög spennt fyrir þessu! :D

  131. Þóra Margrét Jónsdóttir

    9. October 2015

    Ég hef ekki prófað mikið en gullpennan t.d. Ég er hinsvegar sjúk í að prófa augnskuggapallettuna Black Opium!

    kkv.Þóra

  132. Lena maría brynjarsdóttir

    9. October 2015

    Hef ekki prófað mikið af vörum frá ysl enn langar gríðarlega mikið að prófa þetta krem er búin að heyra snilldir um það

  133. Lena maría brynjarsdóttir

    9. October 2015

    Hef ekki prófað mikið af vörum frá ysl enn langar gríðarlega mikið að prófa þetta krem er búin að heyra snilldir um það

  134. Snæbjört

    9. October 2015

    Væri svo ótrúlega til í að prófa þetta! Elska top secret BB kremið það er svo fallegt! Svo er nýja blurrpúðrið hjá þeim snilld :)

  135. Guðbjörg Sævarsdóttir

    9. October 2015

    Ú nice, ég elska YSL.. En í allra uppáhaldi er cc kremið og bb kremið :) og þessi nýji augabrúna maskari!

  136. Maren S. Benediktsdóttir

    9. October 2015

    Elska vörurnar frá YSL. Hef átt margar, í augnablikinu eru BB kremið og gullpenninn í uppáhaldi. Langar mikið að prófa þetta nýja Top Secret krem!

  137. Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir

    9. October 2015

    Ég hef ekki prófað vörur frá YSL. En ég hef heyrt mjög góða hluti um þessar vörur.

  138. Fanný Adela

    9. October 2015

    Ég hef ekki ennþá prófað neinar vörur frá YSL, en ég er ótrúlega spennt að prófa þetta nýja krem! :)

  139. Fanný Adela

    9. October 2015

    Ég hef ekki ennþá prófað vörur frá YSL, en ég er ótrúlega spennt að prófa nýja kremið ! :)

  140. Emilía Einarsdóttir

    9. October 2015

    Held að flest allir beauty snappararnir sem ég er með séu að prófa þetta og so far lookar þetta ótrúlega vel! Væri æði að fá að prófa!!

  141. Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir

    9. October 2015

    Ég er sjúklegt fan af öllu frá YSL og ekki skemmir að ég var að horfa á myndina um YSL sjálfan og er mjög inspíreruð þessa dagana :)

  142. Kristín Ösp

    9. October 2015

    Elska maskaran minn ásamt meikinu mínu en það er einmitt silkiáferð á því :) þetta væri fullkomin viðbót ;)

  143. Birna Sigurbjartsdóttir

    9. October 2015

    Ég hef prófað maskara og gullpennann frá YSL
    Báðar vörunar ÆÐIS! ♥

    Væri yndilegt að fá að prófa þetta ✽ ✽

  144. Þórunn Perla

    9. October 2015

    Hef ekki prófað neitt frá YSL en langar rosalega að prófa þetta og eitthvað fleira frá þeim:)

  145. Sigrún Rós Dofradóttir

    9. October 2015

    Nú á ég ekki mikið frá YSL en allar þær vörur sem ég hef prófað frá þessu merki hafa komið mér svakalega á óvart og útkoman alltaf mikið betri en ég var að búast við!
    Babydoll maskarinn er besti maskari sem ég hef nokkurn tíman prófað og fullkominn fyrir mín augnhár, lengir þau svakalega og þykkir finnst mér líka án þess að augnhárin klessast. Gullpenninn er í miklu uppáhaldi hjá mér líka og líður ekki dagur sem ég nota hann ekki enda hefur hann algjörlega bjargað mér!

  146. Indiana Svala Ólafsdóttir

    9. October 2015

    Hef ekki profað neinar en langar mjög að profa instant moisture glow kremið

  147. Inga Birna

    9. October 2015

    Hef bara prófað einn hyljara frá YSL sem var mjööög góður en mig langar rosalega mikið að prófa nýja kremið! :)

  148. Anna María Sigurðardóttir

    9. October 2015

    Hef ekki prófað neina vöru frá YSL en er mjög spennt fyrir Black Opium og þessari vöru :)

  149. Eyrún Sævarsdóttir

    9. October 2015

    Ég eeelska Black Opium ilmvatnið frá YSL og held ég bara að þetta sé besta ilmvatnið af öllum sem ég hef keypt um ævina! ❤️

  150. Kristín Hrönn Hreinsdóttir

    9. October 2015

    Hef ekki prófað þessar vörur en líst vel á þennan pakka :)

  151. Særún Magnea Samúelsdóttir

    9. October 2015

    Varalökkin eru æði og ég er spennt að prófa þetta nýja krem

  152. Guðfríður Daníelsdóttir

    9. October 2015

    Mín uppáhalds vara er Touch Éclat og black opium :)

  153. Guðfríður Daníelsdóttir

    9. October 2015

    Mín uppáhalds vörur eru Touche Eclat penninn og Black opium. En nota samt fullt af fleiri vörum frá þeim og er alltaf ánægð með það sem ég prófa :)

  154. Ásdís Ólafsd

    9. October 2015

    Td finnst mér gullpenninn vera snilld:)

  155. Ásdís Ólafsdóttir

    9. October 2015

    Gullpenninn er æði:)

  156. Þórdís.

    9. October 2015

    Hef notað gullpennan í mörg ár frá þeim, ómissandi í snyrtiveskið, líka top secret kremið sem þú notar yfir nóttina, þegar þú vilt fá extra boost í húðina:-)

  157. Auður Eufemía Jóhannsdóttir

    9. October 2015

    Ég á mjög erfitt með að velja uppáhalds vöru frá YSL, elska þetta merki og er svo ánægð með allt, maskararnir hafa samt alltaf verið í miklu uppáhaldi, augnskuggarnir eru svo góðir, gullpenninn er æði , meikin góð og augnblíantarnir þeir bestu

  158. Unnur Kristjánsdóttir

    9. October 2015

    Hef prófað gull pennann og varð ekki fyrir vonbrigðum með hann, þvert á móti. Er virkilega spennt fyrir þessu nýja og dramatíska kremi. Ég er með mjög viðkvæma og þurra húð sem þarf hágæða krem, en ég þarf reglulega að skipta um krem því einhverra hluta vegna breytast þarfir húðarinnar svakalega vegna breytinga í veðri. Núna er ég desperate, byrjað að klæja og áferðin allt annað en góð, og er ég viss um að þetta krem sé svarið akkurat núna! :)

  159. Ester Ösp

    10. October 2015

    BB kremið er algert must í minni rútínu!

  160. Nanna Eir Einarsdóttir

    10. October 2015

    YSL bestu maskarar í heimi!!

  161. Kolbrún Hlín Stefánsdóttir

    10. October 2015

    hef bara prufað varalitina og á augnskuggana og hafa reynst vel

  162. Birgitta Laxdal Birgisdottir

    10. October 2015

    Ég elska Fusion Ink farðann, og langar að kaupa mér gullpennann ásamt mörgu öðru. Ég er líka mjög spennt fyrir þessari nýjung hjá þeim :)

  163. Guðbjörg Úlfarsdóttir

    10. October 2015

    Hef ekki prufað margar vörur frá YSL en hef prufað Gullpennann og hann er æði :-)

  164. Thorunn Helga Thordardottir

    10. October 2015

    á engar vörur – en madre mia hvað mig langar í black opium!

  165. Linda Sæberg

    10. October 2015

    Gullpenninn er fab!
    En mig langar alveg hræðilega mikið að prófa þessa bjútí :)

  166. Arney Eir Einarsdóttir

    10. October 2015

    Gullpenninn er í uppáhaldi!

  167. Sandra B

    10. October 2015

    Hef ekki pròfa þetta merki àður en heyrt svo margt gott um það og langar að pròfa..

  168. Unnur Guðjónsdóttir

    10. October 2015

    Uppáhalds YSL varan mín er án efa gullpenninn frægi ;)

  169. eyrún hrefna

    10. October 2015

    Hef ekki prófað miki af YSL en er til í allt!

  170. Kolbrún Ósk Ómarsdóttir

    10. October 2015

    Ég hef ekki prófað neina væru frá YSL en þessi er
    klárlega ein sem ég mundi vilja prufa fyrir mína ofur þurru húð

  171. Halldóra Vídisdóttir

    10. October 2015

    Maskararnir og gullpenninn eru uppáhalds ..

  172. katrin

    10. October 2015

    ekki prófað en já takk :)

  173. Karitas

    10. October 2015

    Langar að prófa gullpennann :)

  174. Ásta Björk Halldórsdóttir

    10. October 2015

    BB kremið er algjörlega uppáhalds! gæti ekki án þess verið :), svo er black opium líka í miklu uppáhaldi, enda æðisleg lykt!

  175. Ingibjörg Ösp Magnúsdóttir

    11. October 2015

    Hef bara prófað gullpennann og hann er æði. Langar að prófa nýja kremið, augnskuggaprimerinn og nýja púðrið:)

  176. Sunnam María Jónasdóttir

    11. October 2015

    Babydoll maskarinn er minn go to maskari elska hann. Langar mikið að prófa bb kremið top secrets og þetta nýja rakakrem

  177. Sóley Þöll Bjarnadóttir

    11. October 2015

    Babydoll maskarinn er í miklu uppáhaldi :)

  178. Karen María Magnúsdóttir

    11. October 2015

    Hef átt og notað gullpennan lengi, hann stendur alltaf fyrir sínu.
    Þessi vara hljómar hrikalega vel fyrir mína þurru og leiðinlegu húð :) :)

  179. Ásthildur Elín

    11. October 2015

    Hef heyrt svakalega góða hluti um BB kremið frá þeim og hef langað í það lengi en væri auðvitað til í að prófa þetta! :D

  180. Rósa Margrét Húnadóttir

    13. October 2015

    Mín uppáhalds YSL vara er all in one BB creme!!! Finnst líka penninn frábær til að fela bauga og bara almennt ánægð með það sem ég hef prófað frá þessu gæðamerki. Kær kveðja, Rósa