Vinningurinn í gjafaleiknum er fenginn frá YSL á Íslandi. Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Ég fór á mjög fróðlega og skemmtilega kynningu hjá YSL í siðustu viku. Tilefnið var að kynna fyrir mér og öðrum í miðlabransanum fyrir nýjustu vörunni frá Yves Saint Laurent sem er algjörlega ný af nálinni. Varan er krem sem er þó ekki beint bara rakakrem – þá meina ég að þetta er krem sem er líka svo miklu meira en það – það gefur mikinn raka og því það má nota á hreina húð, undir förðun eða jafnvel yfir förðun til að fríska uppá áferð húðarinnar. En lesið endilega áfram til að sjá hvað það gerir meira en bara að gefa raka :)
Kremið er komið í sölu núna en það verður formlega kynnt á YSL kynningardögum sem hófust í dag í Lyf og Heilsu Kringlunni og standa út sunnudaginn – það verður boðið uppá afslátt og kaupauka, meira um það hér fyrir neðan :)
Top Secrets Instant Moisture Glow frá Yves Saint Laurent
Í fyrsta lagi eru þessar umbúðir auðvitað bara trylltar og mikið vona ég að þetta svarta dramatíska lúkk sé komið til að vera í Top Secrets vöruflokknum hjá merkinu. Top Secrets býður uppá vörur sem henta öllum konum, hvernig sem húðin þeirra er og á hvaða aldri sem þær eru. Margar vörurnar eru þar til gerðar að þær fullkomna förðunina og áferð húðarinnar, þær eru svona leynitrikk merkisins sem gerir allt betra.
Formúla þessa krems er sett saman með þremur ólíkum efnum sem öll hafa sinn sérstaka eiginleika sem gerir kremið svona ótrúlega sérstakt. Það er raki sem gefur húðinni vellíðunar tilfinningu yfir allan daginn, raki sem endist í alltað 72 tíma. Það er ljómi sem hefur einhvers konar þrívíddaráhrif á húðina – við fengum að sjá öll þessi 3 efni og ég er ástfangin af ljómanum, mikið vona ég að við fáum svipaðan hughlighter frá merkinu innan skamms. Ljóminn endurkastar birtu fallega frá húðinni svo hún ljómar öll á einstakan hátt og fær yfir sig frísklegra yfirbragð. Svo er það áferðin, þessi blurr áferð sem gefur mjúka hlýju yfir allt andlitið, jafnar ójöfnur og gerir allt svo miklu fallegra.
Kremið er ólíkt öllum kremum sem ég hef séð, það er svona eins og gel en samt eins og skýjað gel og er fölbleikt gel. Það gefur húðinni góða tilfinningu og vellíðan. Ég nota það á eftir daglega rakakreminu mínu, það er svona bara vani hjá mér því ég er með svo svakalega þurra húð en algjör óþarfi fyrir þær ykkar sem eru með þurra/normal/blandaða/feita húð. Svo yfir daginn nota ég smá af því í förðunarsvampinn minn og dúmpa því yfir húðina til að gefa henni aukinn raka. Ég geri það líka bara þegar ég er búin að farða mig til að leggja lokahönd á förðunina og blörra allar ójöfnur og mýkja ásýnd húðarinnar.
Ég í samstarfi við YSL á Íslandi ætla að gefa einum heppnum lesanda þetta skemmtilega krem til að prófa og það sem þú þarft að gera til að vera með í leiknum er að…
1. Smella á Like takkann á þessari færslu og deila henni þannig með þínum Facebook vinum.
2. Endilega smelltu á Like takkann á síðunni hjá YVES SAINT LAURENT Á ÍSLANDI.
3. Skrifaðu athugasemd með nafni við þessa færslu og segðu frá þinni uppáhalds YSL vöru, ef þú hefur ekki prófað mikið vörurnar frá YSL geturðu t.d. sagt frá því hvaða vöru þig langar mest að prófa :)
Við höfum leikinn í gangi á meðan YSL kynningardagarnir standa yfir í Lyf og Heilsu Kringlunni eða út sunnudaginn. Endilega nýtið tækifærið og kíkið á vörurnar en það er 20% afsláttur af öllum vörum frá YSL út sunnudaginn og kaupauki fylgir með ef keyptar eru 2 vörur eða fleiri frá merkinu. Ég mæli 150% með augnskugga primernum frá merkinu, Couture Eye, hann er minn uppáhalds af öllum augnskuggaprimerum og mín uppáhalds vara frá merkinu – ég gæti án gríns ekki verið án hans ;)
Kíkið á Björgu, Ástrós og Þóru í Lyf og Heilsu og berið þeim knús og kram frá mér!
EH
Skrifa Innlegg