fbpx

Viltu prófa nýju Revitalift Laser línuna frá L’Oreal

Húð

Í vikunni var að koma ný snyrtivörulína á markaðinn frá L’Oreal. Nafn línunnar er tilkomið vegna þess að árangur á húðinni sem næst með því að nota vörurnar á að líkja eftir laseraðgerðum. Eftir notkun á línunni eiga fínar línur að minnka, húðin verður stinnari og andlitsdrættirnir skýrari.

Vörurnar innihalda Pro-Xylane sem örvar og styrkir frumur húðarinnar svo hún verður stinnari, mýkri og yfirborðsfallegri en áður. Einnig er í þeim Hyaluonic Acid sem er rakamikið efni sem fer hratt inní húðina og lagar hana innan frá. Efnið dregur fyrr úr fínum línum en önnur efni.

Línan samanstendur af rakakremi, augnkremi og serumi. Til að fá sem bestar niðurstöður er mælst til að nota alla línuna kvölds og morgna – á hreina húð – munið að serumið og kremið á að sjálfsögðu að bera niður á háls líka.

Skv. því sem ég hef lesið mér til um þá hæfir línan konum 35 ára og eldri – en það miðast að sjálfsögðu líka við ástand húðarinnar.

Hér með auglýsi ég eftir konum sem eru tilbúnar til að prófa kremin. Mig langar að biðja áhugasamar um að senda mér línu á ernahrund@trendnet.is með nafni og aldri. Ég ætla að setja saman smá hóp af konum og reyna að ná dáldið breiðum aldri. Þær sem ég hef svo samband við fá alla línuna að gjöf, smá upplýsingar um notkun á vörunum og prófa hana í 4 vikur kvölds og morgna. Að lokum senda þær mér svo smá texta um hvað þeim fannst um kremið og hvort þeim fannst þær sjá árangur:) Textinni birtist svo hér nafnlaust en ég væri til í að fá að taka fram aldurinn á konunni sem prófaði – ef einhverjar eru til þá væri náttúrulega skemmtilegt að hafa fyrir og eftir myndir;)

Mig hefur lengi langað að prófa að gera eitthvað svona – fá lesendur til að prófa og segja sína skoðun svo ég er sjálf ótrúlega spennt fyrir þessu. Ég hef stundum pælt í því hvernig ég get með sem bestu móti náð til eldri lesenda minna – því að sjálfsögðu skiptir engu máli hvað mér finnst um krem sem eiga að vinna gegn öldrun húðar. Þegar ég prófa svona krem þá finn ég að sjálfsögðu hvort þau hafi strekkingaráhrif á húðina en ekki meira en það. Þess vegna hef ég fengið mömmu eða tengdó til að segja mér sitt álit en nú er kominn tími til að taka þetta alla leið;)

Ég hvet áhugasamar til að hafa samband!

EH

Miðnæturopnun Smáralindar í myndum

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Bryndís S. Guðmundsdóttir

    20. June 2013

    Sæl

    Ég er 58 ára gömul og vildi gjarnan taka þátt í tilrauninni. B.kv. Bryndís

    • Sæl Bryndís! Því miður þá er ég nú þegar búin að setja saman hóp kvenna sem ætla að prófa kremið fyrir síðuna. En takk kærlega fyrir að sína þessu áhuga:):)