fbpx

Videoumfjöllun – Liquid Halo HD Foundation

Ég Mæli MeðFarðarFörðunarburstarHúðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMitt MakeupMyndböndNýjungar í SnyrtivöruheiminumSmashboxSýnikennsla

Ég er í skýjunum yfir frábærum viðtökum sem videoumfjallanirnar mínar hafa fengið. Ég er alsæl með móttökurnar og hef nú þegar tekið upp þrjú myndbönd í viðbót sem munu birtast næstu daga. Hér fyrir neðan sjáið þið umfjöllun um nýjan farða frá Smashbox.

Farðinn heitir Liquid Halo HD Foundation og ég leyfi nú sjálfri mér að taka við…

Ég klúðraði aðeins fyrir og eftir myndatökunni svo ég ákvað að skjáskot úr myndbandinu yrðu að duga. Persónulega sé ég mikinn mun – sérstaklega á áferð húðarinnar. Muninn sjáið þið líka mjög vel í upphafi myndbandsins og í lok þess.

Farðinn er fáanlegur í 5 mismunandi litatónum og mig langar að endurtaka hér það sem ég segi í myndbandinu um farðann. Hann inniheldur gelhúðuð pigment sem leggjast yfir húðina ykkar og jafna áferðina – svipað og primerinn gerir. Farðinn inniheldur einnig nýja ljósendurkaststækni sem gerir það að verkum að birta í kringum húðina ykkar endurkastast á náttúrulegan hátt af andlitinu svo húðin fær þennan náttúrulega ljóma.

Ég myndi segja að farðinn gefi miðlungs þekju en hana er einfalt að byggja upp og svo getið þið að sjálfsögðu bætt bara við smá hyljara þar sem ykkur finnst þurfa.

Eins og ég segi í myndbandinu þá er ég mjög hrifin af fljótandi farða – mér finnst útkoman alltaf vera svo náttúruleg og ég á auðveldara með að stjóran útkomunni. Ég er með umfjöllun um mína uppáhalds fljótandi farða í undirbúningi – hún mun birtast hér innan skamms.

Hér sjáið þið umfjöllunina um Halo kinnalitinn frá Smashbox.

Ég mæli með því þið sem þurfið á nýjum farða að halda fyrir veturinn eða eruð hrifnar af því að prófa nýjar vörur – kíkið á þennan farða. Hann er alveg málið!

EH

Stórt hár

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

13 Skilaboð

  1. loa

    11. September 2013

    Snilld:)

  2. Elísabet H

    11. September 2013

    Snilld :) Takk f. þetta. Ég sé hvergi linkinn um kinnalitinn, getur verið að þú eigir eftir að setja hann inn? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      11. September 2013

      Jú rétt! – hann var bara kominn undir myndbandið inná Youtube ekki hér – búin að laga það og takk fyrir ábendinguna*

  3. Theodóra Mjöll

    11. September 2013

    Snillingur! Prófa þetta meik næst :)

  4. Lilja

    11. September 2013

    flott umfjöllun! hvernig er það samt fyrir okkur þurru dömurnar, er hægt að nota primer yfir rakakrem?

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. September 2013

      Takk fyrir það! – Já leyfðu bara rakakreminu að fara vel inní húðina – bíða í nokkrar mínútur á milli :)

  5. Rakel

    12. September 2013

    Flott umfjöllun! Ert þú að nota ljósasta litinn af meikinu?

  6. Karen

    12. September 2013

    Ef maður er með þurra húð ætti maður þá að nota primer og farða? Eða dugar primerinn einn og sér?

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. September 2013

      Neibb – alltaf bæði – þú færð engann raka úr primernum. Notið alltaf rakakrem undir – sérstaklega ef þú ert með þurra húð ;)

  7. Karen

    12. September 2013

    úps átti að vera primer og krem ekki farði hehe

  8. Rakel

    28. November 2013

    þú ert alveg frábær, ég dýrka videoin þín!
    var að spá, veistu hvað þessi farði kostar? :-)

    • Reykjavík Fashion Journal

      28. November 2013

      Ahh ég man það ekki… ég skal tékka á því næst þegar ég kíki inní hagkaup ;) En takk kærlega fyrir ;D