fbpx

Video: Dásamlegt húðdekur!

Blue LagoonÉg Mæli MeðFallegtHúðLífið MittSnyrtivörurSýnikennsla

Þetta er síðasti dagurinn fyrir nýja vinnuviku eftir langa helgi. Ég efast um að þið séuð búin að halda ykkur inni síðustu daga og því á húðin skilið smá hvíld og smá dekur til að fríska sig upp eftir heita daga. Ég ákvað að setja saman smá dekurvideo eða kannski eins konar heimaspa fyrir húðina – bæði andlit og hendur.

Eitt tips stillið endilega á HD upplausn þegar þið horfið á videoið til að það sé í sem bestum gæðum.

Hér sjáið þið aðeins betur vörurnar sem ég nota í videoinu.

Ef ég ætti að velja eina vöru af þessum sem ég er með í videoinu fyrir ykkur til að prófa þá væri það án efa Algae þörungamaskinn hann er dásamlegur og vara sem ég myndi mæla með fyrir allar húðtýpur.

„Þörungurinn sem inniheldur fjölsykrur, fitusýrur, vítamín og steinefni. Hann hefur rakagefandi, mýkjandi og nærandi eiginleika fyrir húðina auk þess sem hann styrkir náttúrulegt varnarkerfi hennar.“ 

Tekið af heimasíðu Blue Lagoon.

Rakakremið sem ég nota í lok færslunnar er bara fyrir þurra og mjög þurra húð og ef þið eruð með blandaða eða feita húð myndi ég velja annað krem fyrir ykkur. Hreinsivörurnar sem ég nota henta betur normal og blandaðri húð. Mér finnst þetta mjög góðar vörur og því nota ég þær með öðrum en mér finnst stundum eins og þær gefi mér ekki nógu mikinn raka sem ég þarf á að halda.

Hér er ég nú búin að gefa ykkur fullkomna uppskrift af góðu heimadekri sem þið eigið nú allar að leika eftir einu sinni í viku. Þið getið auðvitað notað sömu uppskrift með vörum sem leynast í ykkar snyrtiskáp.

EH

Vörurnar sem eru taldar upp í þessar færslu fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og allar veiti ég hreinskilið álit á vörunum í bæði videoinu og í færslunni sjálfri.

Staðalbúnaður helgarinnar!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna greta

    9. June 2014

    Ædislegt vidjó! Frodlegt og skemmtilegt :)
    Tad eina sem vantadi var bara nyji varasalvinn fra blaa loninu en hann er ædi! :)

    • Já hann var ekki kominn þegar ég tók þetta upp (dáldið langt síðan;)). Er búin að testa hann útí búð bara – virkilega flott vara! :)