fbpx

Video: Augnhárasýnikennsla með Tanya Burr

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Eins og hefur nú þegar komið hér margoft fram þá bauðst mér að fara til London í október til að vera viðstödd þegar nýjum gerviaugnhárum var launchað þar í landi og augnhárin eru væntanleg í sölu á Íslandi á næstunni. Lofa að láta vita þegar þau eru komin í búðir;) Augnhárin eru frá ofurskutlunni Tanyu Burr sem er einn þekktasti bloggari og vloggari í Bretlandi (vloggari er video bloggari). Hún er ótrúlega vinsæl og ég vissi fátt meira um hana en að hún væri mágkona minna uppáhalds Pixiwoo systra – en ef eitthvað er þá er Tanya vinsælli en þær ekki það að ég vissi að það væri hægt!

En ferðin fólst í því að hitta þessa dömu og fá að fræðast aðeins um hana og augnhárin svo fékk ég líka boð í launch partý um kvöldið á Sanderson hótelinu í London. Þar var ótrúlega mikið af frægu bresku fólki – ég komst að því eftir partýið, t.d. Zoe Sugg en ef ég hefði vitað hver hún væri hefði ég án efa nælt mér í selfie með henni líka. Það var alveg þannig fólk þarna að papparazzi ljósmyndarar stóðu vörð um inngang hótelsins og biðu eftir stjörununum – ég hef aldrei séð svoleiðis fólk in action en það var alveg magnað og mikið vorkenndi ég fólkinu sem lenti í þeim… En það var æðislegt að hitta þessa flottu konu sem er að gera svo góða hluti en ekki fyrir svo löngu síðan sendi hún frá sér fyrstu snyrtivörurnar sínar sem eru naglalökk og glossar sem fást því miður ekki hér en ég er svakalega hrifin af glossunum – þau eru æði!

_MG_3919Við „vinkonurnar“ eftir viðtalið.

En að augnhárunum sem verða fáanleg hér á Íslandi. Þau eru sex talsins og þar af eru fjögur heil augnhár, ein hálf og svo er pakki af stökum augnhárum sem innihalda þrjár stærðir – small, medium og long. Augnhárin eru 100% human hair en auðvitað Cruelty Free. Ég komst að því um daginn að svona Human Hair augnhár eru sumsé gerð úr afgöngum frá hárkollugerðum þar sem er sumsé verið að nota hár sem hefur fengist gefins t.d. í tengslum við góðgerðarmál. Ég veit ekki alveg hvort það eigi við um þessi hár en ég veit að þau eru cruelty free svo það má vel vera – mig langaði bara að koma þessu svona að því ég hef sjálf mikið pælt í þessu og ég veit að fleiri hafa gert það.

Augnhárin koma í mismunandi lögum og henta því mismunandi umgjörð augna, sum ýkja hringlótta áferð augnanna og sum henta frekar þeim sem vilja möndlulaga umgjörð en þá fer það eftir lengd háranna. Hárin sem speglast um sig miðja eru sumsé stutt og lengjast smám saman, eru lengst yfir miðju auganu og styttast svo henta hringlaga augnaumgjörð. Hár sem eru svo styst í innri agunkróknum og lengjast svo þegar nær dregur ytri augnkrók henta þeim sem vilja möndulaga augnumgjörð. Þið getið svo mótað ykkar eigin augnhár með hjálp stöku augnháranna en Tanya var einmitt með þau þegar ég hitti hana – ég hefði aldrei giskað á að hún væri með þessi stöku þau komu svo vel út!

_MG_3937

Eigum við að ræða eitthvað þessa húð! Konan er bara gordjöss:)

En hér sjáið þið úrvalið af augnhárunum….

tbaugnhár4

p.s. maskarinn sem ég nota í videoinu er So Couture frá L’Oreal.

Augnhárin heita í takt við pælinguna á bakvið hvert þeirra. Tanya sagði mér að hún legði áherslu á að augnhárin hentuðu sem flestum konum. Ég verð að segja að fyrir mitt leiti þá eru þetta mjög tímalaus og vel gerð augnhár sem flestar konur ættu að fýla. Ég er sérstaklega hrifin af Pretty Lady augnhárunum sem ég prófaði um daginn því þau þykkja svo og þétta ásýnd minna augnhára án þess að það komi gervilega út. Augnhárin eru mjög létt og það er þægilegt að hafa þau á sér. Oft finnst manni augnlokin þyngjast með augnhárum á en mér líður alls ekki þannig með þessi og þau hafa staðist allar mínar prófanir og mælingar.

Að sjálfsögu setti ég saman smá sýnikennslivideo þar sem ég segi meira frá augnhárunum – hverju og einu þeirra og segi aðeins meira frá því sem Tanya gerði í tengslum við hönnun þeirra – endilega kíkið á!

Ég er mjög hrifin af þessum Everyday Flutter augnhárum sem ég er með í videoinu og ég var með þau allan daginn, ég fékk mikið af hrósum fyrir augnhárin mín og ekkert allir sem fóru beint í það að halda að þetta væru gerviaugnhár sem er ánægjulegt og sérstaklega þegar ég var bara svona… enginn eyeliner og enginn augnskuggi. Bara au natural – tja fyrir utan gerviaugnhárin ;)

tbaugnhár

Ég er alveg in love af þessum og eins og ég segi í videoinu þá eru þessi hálfu tilvalin fyrir brúðir framtíðarinnar en ég ætla alla vega að bjóða mínum brúðum uppá þau – en bara svo ég komi því að þá er ég byrjuð að taka bókanir fyrir næsta sumar svo ef þið viljið spyrjast fyrir um hvernig ég hátta hlutunum og fá verð sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is.

En í dag ætla ég að fagna komu þessara flottu augnhára til landsins og kynna þau fyrir flottum sminkum, bloggurum og miðlum seinna í dag með flottu teymi kvenna – ég get ekki beðið og ég lofa að sjálfsögðu myndum!

En lofa góðum upplýsingum um sölustaði þegar þau eru komin í búðir;)

EH

p.s. myndirnar af Tönyu tók vinkona mín og bjargvættur ferðarinnar og partýsins Íris Björk <3

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ragnheiður Lilja prófar hátíðarpallettu frá One Direction

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Sigrún

    28. November 2014

    Mæli ekki með naglalökkunum – keypti þau úti um daginn og þau eru vægast sagt hryllingur að setja á :/

    • Reykjavík Fashion Journal

      28. November 2014

      Sammála þau eru erfið í ásetningu því burstinn er alltof mjór… En formúlan er falleg og endingargóð ég hef bara notað bursta úr öðru gömlu lakki sem ég hreinsaði í þau – en það er smá vesen og kannski ekki eh sem allir nenna að standa í og ættu vara ekki að þurfa þess;)

      En glossin eru æði! Splæstu frekar í þau næst!

      • Sigrún

        28. November 2014

        – Ætla að athuga með að prófa þetta með að nota annan bursta, svona fyrst maður er með þrjá splunkunýja og flotta liti :)

  2. María

    8. December 2014

    Hvar fást Tanya Burr augnhárin?