fbpx

Victoria Beckham – Rúllukragar og Andstæður

FallegtFashionStíllTrend

Victoria Becham var alltaf uppáhalds kryddpían mín og ég var alltaf hún þegar við vinkonurnar hermdum eftir þeim þegar við vorum yngri. Alveg þangað til ég fattaði að hún fengi ekki að syngja neitt svo ég fékk aldrei að gera neitt – þá skipti ég stundum yfir í Emmu.

Ég er alltaf ótrúlega spennt yfir sýningunum hennar Victoriu – ætli það sé ekki einmitt vegna þessara sterku tengsla sem manni finnst maður hafa til hennar vegna þess að maður nánast ólst upp við að hlusta á tónlist Kryddpíanna. Alla vega er ég nú samt þeirrar skoðunar að hún ætti bara að vera í tískubransanum hinar geta séð um músíkina. Því hún slær í gegn aftur og aftur og nýjasta collectionið hennar er ótrúlega flott.

Mér finnst þær sýningar sem ég er búin að skoða núna síðan tískuvikan í New York hófst eiga það sameiginlegt að í nánast öllum þeim koma fram fyrirsætur í ullarkápum með leðri í en ólíkt því sem var síðasta vetur þá eru kápurnar ekki mest megnis með leðurermum heldur eru leðurstykki hér og þar eins og hér hjá Victoriu er neðsti hluti kápunnar á mynd nr. 2 úr bláu leðri. En blátt leður var áberandi í sýningunni ég hef ekkert á móti því enda á ég inní skáp frekar flottar bláar leðurstuttbuxur – vintage að sjálfsögðu sem smellpassa við þetta trend ég þarf bara að losa mig við meðgöngukílóin fyrst svo ég passi í þær aftur:) Annað sem var áberandi í sýningunni var rúllukragi, þá helst peysur með rúllukraga. Eitt stakk rosalega í augun það var þessi stórfurðulegi páskaguli litur sem birtist allt í einu inní miðri sýningu og fór alls ekki með hinum flíkunum. Ég skildi ekki alveg pælinguna þar þó svo flíkurnar pössuðu vel með hinum – það hefði þá kannski mátt hafa aðeins meira í þessum lit svo hann hefði ekki virkað svona eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Lúkkið á fyrisætunum – hár og förðun – var flott og einfalt en ég hef séð betri myndir af hönnuðinum:)

Hvernig líst ykkur á?

EH

Ný Mubla

Skrifa Innlegg