fbpx

Verndarhendur

Nýtt í FataskápnumShop

Ég átti alltaf eftir að velja mér afmælisgjöf frá tengdamóður minni hana valdi ég í dag. Verndarhendurnar frá Vík Prjónsdóttir eða Healing Hands urðu fyrir valinu. Dásamlega hlýr trefill sem mun vera mikið notaður á næstu dögum í kuldanum hér í höfuðborginnni.
Vörurnar frá Vík Prjónsdóttur eru hver annarri fallegri og þær eru svo hlýjar og vel gerðar. Ég er ótrúlega skotin prjónaheilgallanum á börn sem heitir Kópurinn. Litla kúti yrði nú aldrei kalt í þessum hér;)Ég er mjög ánægð með valið á bláa litnum mér finnst hann passa mér fullkomlega og þegar maður er með svona fallegan trefil um hálsinn þá passar hann við allar yfirhafnir.

EH

Grace Kelly & Flora by Gucci

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Elísabet Gunn

    21. November 2012

    Æðislegur ! Kópurinn er líka dásamlegur í íslenska kuldann.

  2. Svana

    21. November 2012

    Minn bleiki er einmitt búinn að vera ofnotaður undanfarið eitt og hálft ár, en rosa góða vörurnar frá þeim:)

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. November 2012

      ohh – ég hlakka til að ofnota minn! Þetta er einmitt svona flík sem endist ábyggilega ótrúlega vel og er alltaf fullkomin við allt:)

  3. Helga

    21. November 2012

    Ótrúlega flottur. Kostar hann ekki eitthvað um 12-13.000 kr?

  4. Rakel

    21. November 2012

    Hún Svana mín elskulega gaf mér einmitt einn verndarvæng í afmælisgjöf og hann er algjörlega uppáhalds! :)