Það er að taka mig aðeins lengri tíma en síðast að koma mér í gang aftur – þetta var kannski það sem fólk var að tala um að væri helsta breytingin með barn númer 2 – maður á annað fyrir svo tíminn er ekki alveg jafn mikill og áður. En við erum að komast á mjög gott ról núna – ég og strákarnir mínir þrír.
Það er aðeins of langt síðan það kom nýtt innlegg í varalitadagbókina en þegar ég fékk skemmtilega vöru frá merkinu The Balm þá var kominn tími til að skella í eina svona færslu.
Liturinn er mattur varalitur eða varagloss eins og hefur verið svakalega vinsælt undanfarið þökk sé dömum eins og Gigi Hadid og Kylie Jenner. Ég valdi mér eins konar nude plómulit sem er mjög klassískur og flottur og passar bara við einfalda förðun eins og þið sjáið hér eða við enn meiri förðun!
Hér sjáið þið vöruna sjálfa – Meet Matt(e) Hughes í litnum Charming, varaliturinn fæst HÉR inná vefversluninni LINEUP.IS þar sem þið fáið líka aðrar vörur frá merkinu The Balm :)
Umbúðir litarins minna helst á gloss, liturinn er borinn á með svampbursta og það er passlegt magn af lit á burstanum svo það fer ekki allt út um allt þegar liturinn er borinn á varirnar. Það tekur litinn svo nokkrar sekúndur að þorna alveg en þegar það er komið þá haggast hann ekki. Liturinn fannst mér endast ágætlega hann dofnaði svona aðeins alveg í miðju varanna þegar leið á daginn en þá bætti ég bara aðeins á varirnar. Ég kann þó alveg sérstaklega vel að meta það hvað liturinn þekur alveg svakalega vel án þess að verða of þykkur og ég finn ekkert fyrir litnum á vörunum.
Þetta er fyrsta varan frá merkinu sem ég prófa og mér líst bara nokkuð vel á þetta merki. Vörurnar eru ódýrar, skemmtilegar og einfaldar í notkun. Ég fékk svo tvö önnur púður frá merkinu til að prófa – bronzer og highlighter sem ég hlakka til að sýna ykkur innan skamms.
EH
Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg