Ég er gjörsamlega heilluð af plómulituðum varalitum og ég hef verið það allt síðan ég prófaði þannig litaðan varalit í fyrsta sinn. Einn af mínum uppáhalds litum Midnight Plum frá Maybelline er því miður hættur og ég er búin að syrgja hann smá ég er alveg fullkomlega hreinskilin með það því það var svona liturinn sem lét mig verða ástfangna af plómulituðum varalitum. En ég vissi bara ekki hvað væri að koma í staðin en ég hef fundið ást á nýjum varalit frá Maybelline og þessi er sko glænýr og þið sáuð hann fyrst í maskarafærslunni minni um Lash Sensational maskarann.
Liturinn er eiginlega svona bleik plómulitaður og litapigmentin í honum eru mjög falleg. Ég hef alltaf kunnað vel við varalitaformúlu Maybelline, hún endist bara fínt og það er auðvitað hægt að auka endinguna með varablýant en ég geri það reyndar ekki hér. Ég elska líka ljómann sem varirnar mínar fá en formúlan er mjög rakagefandi og létt og það er lítið mál að bera þá á varirnar.
Color Sensational Plum Passion nr. 365 frá Maybelline
Liturinn er gjörsamlega fullkominn fyrir sumarið fyrir okkur sem viljum svona fallega plómutóna. Ég skartaði honum fyrst á einum af þessum fyrstu björtu dögum okkar hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara eitthvað við sólina sem fær mig til að vilja skarta fallegum sumarlegum varalit og senda risastórt bros útí heiminn – að vera með flottan varalit gerir mann ósjálfrátt bara glaðari hvað ætli það sé :)
Þessi flotti litur ætti nú að vera kominn á alla sölustaði Maybelline eða rétt að detta þar í hús ásamt þremur öðrum mjög fallegum litum sem ég verð nú að segja ykkur betur frá seinna – en þessi er möst í mína snyrtibuddu í sumar!
EH
Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL
Skrifa Innlegg