fbpx

Varalitadagbók #25

Bobbi BrownÉg Mæli MeðKæra dagbókNýtt í snyrtibuddunni minniTrendVarir

Kæra dagbók og lesendur, í dag langar mig að sýna ykkur einn alveg dásamlega fallegan og ekta 90’s og Kylie Jennar varalit – eða er það ekki liturinn sem allir vilja í dag ;)

Varaliturinn er úr uppáhalds varalitalínunni minni – þessir litir eru sko uppáhalds uppáhalds, áferðin, endingin, litirnir – allt fær fyrstu einkunn í mínum bókum og ég held þetta sé litur númer 7 í safninu af Creamy Matte varalitunum frá Bobbi Brown.

warmnude

Varaliturinn er hlýr og brúntóna, liturinn er sérstaklega þéttur og flottur eins og þið sjáið vel á myndinni en hann er samt alls ekki þykkur eða of þungur á vörunum – það er enginn svona týpískur varalitabragur yfir þessum fallega lit.

warmnude4

Creamy Matte Lipstick í litnum Warm Nude frá Bobbi Brown

Hér sjáið þið litinn sjálfan sem kemur í klassískum svörtum umbúðum með hvítu Bobbi Brown logo-i. Lagið á varalitnum er kúpt og hann er skáskorinn, liturinn er ekki svona mótaður eins og flestir varalitir en þetta er einn af kostunum við þennan varalit – eða það finnst mér alla vega. Mér finnst þægilegra að bera svona varaliti á varirnar heldur en þessa típísku – ég næ að móta varirnar miklu betur og með varalitnum sjálfum.

warmnude3

Þetta er hinn fullkomni 90’s varalitur og með því að lýsa varalitinn upp með hjáp highlighters eða gloss þá náið þið vörunum hennar Kylie Jenner á einfaldan hátt. Ég hef áður sýnt ykkur varalitinn HÉR en þá var ég aðeins búin að gefa vörunum ljóma.

Varaliturinn er í Smokey Nudes línunni frá Bobbi Brown en ásamt þessum lit eru þrír aðrir mattir nude litir í línunni sem þið ættuð að kíkja á ef ykkur vantar nýja nude lit ;)

FACEBOOKSÍÐA BOBBI BROWN Á ÍSLANDI

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Viltu hárréttan lit af farða?

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Sigrún Kristín

    19. November 2014

    Æðislegur litur og fer þér vel! Er s.s liturinn á þér : Warm Nude? Hann virkar svo miklu ljósari/bleikari varaliturinn sjálfur :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      19. November 2014

      Já ég er með warm nude litinn (það er nafnið;)) Já ég kenni flassinu um – ég reyndi að dekkja myndina af litnum en hann er svona brúnn eins og á vörunum mínum :D