fbpx

How to: Shimmer Brick

Bobbi BrownÉg Mæli MeðJól 2014JólagjafahugmyndirLúkkmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Shimmer Brick ljómapúðrin eru svona legendary vörur frá Bobbi Brown og hafa notið mikilla vinsælda hjá merkinu síðustu árin. Shimmer Brick er margskipt ljómapúður sem er hægt að nota í svo margt ekki bara í kinnarnar og mig langaði aðeins að sýna ykkur hvernig ég nota það.

shimmerbrick

Ég fékk Shimmer Brick púður úr nýju hátíðarlínunni frá Bobbi Brown til að prófa. Umbúðirnar eru bara dásamlega fallegar og ég tók smá andköf þegar ég opnaði kassann – já ér er svona skrítin. Hátíðarlínan er nú komin hjá Bobbi Brown í Lyf og Heilsu Kringlunni en það eru æðislegar pallettur, krem augnskuggar og þetta ljómandi púður – fullkomnar vörur til að gefa í jólagjöf, setja á jólagjafalistann eða kaupa til að gleðja sig sjálfa – ég er mjög hrifin af síðustu tillögunni minni. Shimmer Brick púðrið samanstendur af 5 mismunandi litum sem er hægt að nota einn og einn í einu eða bara blanda öllu saman – ég geri bæði…

Þegar ég sé vöru eins og þessa fer hausinn á mér á yfirsnúning um að finna leiðir til að nota það á óhefðbundinn hátt – þ.e. ekki eins og leiðbeiningarnar segja til um. Svo það var það sem ég gerði í gær, ég settist niður og virti þessa fallegu vöru fyrir mér, fékk hugmyndir og framkvæmdi þær – hér er útkoman :)

10464311_710166999069494_446334513601838474_n

Fyrst byrjaði ég á því að blanda öllum litunum saman með hjálp púðurbursta og setti yfir andlitið til að fá ljóma. Ég set púðrið á þau svæði andlitsins sem standa fram – ofan á kinnbeinin, meðfram nefinu, aðeins inná mitt enni og á hökuna.

shimmerbrick2shimmerbrick6

Hér fyrir ofan sjáið þið hvernig glansinn kemur út á húðinni minni – mjög heilbrigður og fallegur glans að mínu mati. Púðrið notaði ég líka til að gera létt augnförðun. Ég notaði þrjá liti til að gera einfalda augnförðun en það er mjög einfalt því litirnir tóna allir svo vel saman og þar sem þeir eru sanseraðir er auðvelt að blanda þeim saman. Dekksti liturinn er í skyggingunni, sá ljósasti í augnkróknum og gyllti liturinn yfir miðju augnlokinu.

shimmerbrick3

Að lokum setti ég smá af ljósa gull litnum yfir varirnar – varaliturinn er líka frá Bobbi Brown meira um hann seinna. Ég dúmpa bara smá af augnskugganum yfir miðjar varirnar, klemmi þeim saman svo púðrið blandist aðeins varalitnum og þannig næ ég að highlighta varirnar – gera þær meira áberandi og glansandi. Það er skemmtileg leið til að poppa aðeins uppá svona kremaða og matta varaliti án þess að gera þá of sanseraða.

shimmerbrick9

Þetta er sjúklega flott vara sem er svona einstök frá Bobbi Brown og notagildið er svo miklu meira en vörulýsingin segir til um. Ég mæli alltaf með því að þið reynið að finna nýjar leiðir til að nota snyrtivörurnar ykkar aðrar en þær sem nafnið gefur til kynna. Ége er alla vega sjúklega skotin í að nota þessa liti á augun – finnst þeir koma mjög skemmtilega út.

Það kom ekki mikið af hátíðarlínunni frá Bobbi Brown svo það er um að gera að tryggja sér vörur úr línunni sem fyrst ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ómissandi: Allure í október

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Fríða

  10. November 2014

  Er eitthver förðunarvara sem þú hefur prófað sem þú fýlar ekki? :) hehe, finnst eins og allar vörur sem þú kemur með umsögn af séu frábærar.

  • Reykjavík Fashion Journal

   10. November 2014

   Haha góð spurning og kærkomin – þú ert heldur ekki sú fyrsta sem forvitnast;) stutta svarið er að ég vil helst bara skrifa um vörur sem ég mæli með ég er jákvæð manneskja að eðlisfari og mér finnst miklu skemmtilegra að skrifa um hluti sem ég er hrifin af og get mælt með;) ef varan hentar mér sekku kemur það fram líka í textanum og þá passa ég uppá að það komi skírt fram hverjum hún hentar – það hentar ekki allt öllum og mér finnst þá gaman að reyna að leiðbeina konum að því sem hentar þeim með því að benda á kosti varanna:) ef þú lest textana mína vel ættirðu vonandi að koma auga á þetta hjá mér það vona ég alla vega því ég legg mikið uppúr því að lesendur geti séð og lesið hvort varan henti þeim og eins hvort hún geri það ekki:) en ég er fyrst til að viðurkenna það að það er auðvelt að heilla mig þegar kemur að snyrtivörum. Ég heillast alltaf sérstaklega af sögu vörunnar og pælingunni með henni – hver vara á sína sögu og ég hreinlega elska að segja frá henni. Annað sem mér finnst svo gaman að sýna er fjölbreytnin – við erum með svo frábært úrval af æðislegum vörum bæði ódýrum og svo þeim sem eru dýrari og ég hef svo gaman að segja frá þeim! Ég skrifa aldrei sjálf um allar vörur sem ég fæ – ég get það hreinlega ekki svo ég fæ mikið konur í kringum mig til að prófa og segja frá – fá annarra álit líka inná síðuna. Það hefur hitt svo á að þeim hefur alltaf líkað vörurnar vel :) fjölbreytnin verður svo aukin enn meira með gestabloggurum sem ég ætla að kynna á síðunni innan skamms og mun auka fjölbreytni og koma með sínar áherslur – ég held það verði sérstaklega gaman. En auðvitað eru alveg vörur sem ég hef prófað sem henta mér ekki þær hef ég ekki endilega skrifað um en þær henta eflaust öðrum og þá finnst mér best að láta aðra sjá um að skrifa um þær :)

   • Sigrún

    11. November 2014

    Mér myndi einmitt finnast mjög flott að sjá skrif um vöru sem henta þér ekki, er viss um að þú myndir koma því fallega frá þér og við lesendur græða á því að lesa um kosti og galla :)

    • Reykjavík Fashion Journal

     11. November 2014

     Haha gaman að heyra það:) þá er þetta greinilega eitthvað sem ég þarf að skoða með að bæta við um leið og meiri tími gefst! :D

 2. Berglind Hrönn

  10. November 2014

  Hvernig varalit ertu með á myndunum? Hann er mega flottur! :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   10. November 2014

   Hann kemur í vikunni – þetta er einn úr minni uppáhalds varalitalínu – Creamy Matte frá Bobbi Brown! ;)