fbpx

Varalitadagbók #24

DiorÉg Mæli MeðFallegtLífið MittMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Ég fékk nokkrar fyrirspurnir útí varalitinn sem ég skartaði í útgáfuhófinu hjá mágkonu minni – ég var þarna að farast úr ömurlegri flensu og liturinn bjargaði svo sannarlega litarhaftinu þennan daginn. Þar sem það var komið alltof langt frá síðustu færslu í varalitadagbókina er þessi fíni litur frá Dior næstur þar :)

diorbaume6

Hér erum við mágkonurnar – ég fékk líka nokkrar spurningar um hvaða lit Rannveig væri með og hún er með varalit frá N°7 í litnum 30-Sweet lips – ég er hins vegar með Dior Rouge Baume í litnum Spring.

diorbaume5

Dior Rouge Baume litirnir eru sannkölluð himnasending fyrir konur eins og mig sem eru með stanslausan varaþurrk allan ársins hring en vilja samt vera með fallega liti á vörunum.

Rouge Baume litirnir eru svona sambland af varanæringu og varalit. Varalitirnir voru að koma núna endurbættir í sölu hjá merkinu en nú er búið að bæta við Cristal oil sem nærir varirnar að sjálfsögðu enn meira. Þetta er svona sheer varalitur eða tinted varasalvi – en samt ekki því þetta er óskaplega falleg vara sem er búin að vera í stöðugri notkun hjá mér síðustu daga.

diorbaume2

Liturinn er einstaklega fallegur – spring er litur sem á vel við svona í upphafi vetrar. En mér finnst þessi litur fullkominn fyrir mig dags daglega og svo er líka svo einfalt að setja hann á sem einfaldar ásetningu þegar maður er ekki beint með spegil fyrir framan sig allan daginn ;)

diorbaume4

Það eru til fullt af öðrum litum í nýju baume línunni en þar á meðal er einn alveg sjúkur nude varalitur sem Natalie Portman er með í auglýsingunni fyrir Diorskin Star farðann… – sá litur er nr. 128 og heitir Star.

natalie-portman-dior-publicité-2014

Góð næring og léttur lituri er varaliturinn í dagbókarfærslu dagsins – þessi verður mikið notaður í vetur og nýlega eignaðist ég nýjan lit í línunni sem er meira útí bleikt sem verður án efa í jafn mikilli notkun. Dior Rouge Baume varalitirnir eru svona ekta vara fyrir þær ykkar sem vantar góða næringu á daginn en viljið hafa lit á þeim – mæli með ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Brúðkaupspælingar: Frozen

Skrifa Innlegg