fbpx

Brúðkaupspælingar: Frozen

BrúðkaupFashionLífið MittTrend

Dálæti sonarins á teiknimyndinni Frozen nær engri átt, hann gat talið upp allar persónur myndarinnar með nafni og bent á þær á mynd áður en hann sagði sitt eigið. Hann endurskírði kisuna okkar Önnu (hún hét Mía) og þegar hann var spurður „hvað heitir þú?“ var svarið „Anna“ – það er nú eiginlega alveg stórkostlega magnað hvað ein teiknimynd getur haft svona sterk áhrif á einn lítinn stubb sem er ekki einu sinni orðinn tveggja ára – þetta hófst allt fyrir löngu síðan.

Það var því ekki skrítið þegar Aðalsteinn stakk uppá því að ég myndi klæðast Elsu kjól í brúðkaupinu okkar á næsta ári… – ég veit nú ekki alveg með það en sonurinn myndi geisla af hamingju. En ég fæ oftast að heita Elsa þegar hann skipar okkur foreldrana í hlutverk karaktera í myndinni – stundum fæ ég þó að vera Ólafur :)

Kjóllinn sem Aðalsteinn var að stinga uppá var frumsýndur á brúðar tískuvikunni í New York ekki fyrir svo löngu – afsakið en það tók mig bara smá tíma að átta mig á því að það er til sérstök tískuvika fyrir brúðir – hverjum hefði dottið það í hug! Kjóllinn heitir Elsa og var hannaður af tískuhúsi sem kallast Alfred Angelo.

o-ALFRED-ANGELO-FROZEN-DRESS-facebook Girls-AlferedAngeloDisney-Elsa_E8Q0435-rtchd Elsa-Wedding-Dress-2 a9d0d7bbdb5d55ec16a418a744378bca Elsa Bridal Gown by Alfred Angelo Disney Weddings frozen-wedding-dress-unveiled-by-alfred-angelo-new-1 Elsa Bridal Gown by Alfred Angelo Disney Weddings alfred-angelo-wedding-dress12

Tískuhúsið gerir mikið úr því að gera svona brúðarkjóla innblásna frá prinsessukjólum sem sjást í teiknimyndum en margir spá því að þessi kjóll verði sá vinsælasti úr ævintýralínunni þeirra en hann fer í sölu í janúar. Ætli það séu fleiri eins og ég með börn sem eru forfallnir aðdáendur og unnusta sem stinga uppá þessu :)

Fléttutrendið sem geysar yfir tengja margir miðlar við myndina svo ætli þetta brúðarkjólatrend sé eitthvað sem maður ætti alvarlega að pæla í að sækja innblástur til. Yngsti herramaðurinn á heimilinu yrði alla vega í skýjunum :)

EH

Förðunartrend: berjalitaðar varir

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sandra

    20. October 2014

    Jii mér finnst hann æðislegur! :)