fbpx

Vantar þig förðun fyrir kvöldið?

LúkkmakeupMakeup ArtistNáðu LúkkinuNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSmashbox

Ef svo er þá mæli ég með því að þið kíkið inní Hagkaup Kringlunni á annarri hæð. Núna stendur yfir sérstök kynningarvika hjá Smashbox, fram til 17. júní. Merkið er ennþá tiltölulega nýtt svo ef þið hafið ekki enn prófað vörur frá merkinu þá mæli ég með því að þið notið tækifærið og fáið ráðleggingar og fræðslu frá förðunarfræðingum Smahsbox. Það eru fullt af spennandi nýjungum – CC krem, æðisleg sumarlína og sniðugar gjafaöskjur.

Smashbox er þekkt í heimi förðunarfræðinga fyrir að vera leiðandi á markaðnum þegar kemur að primerum. Merkið býður uppá frábært úrval af primerum. Það eru til primerar sem gefa húðinni ljóma, draga úr roða, fylla uppí hrukkur og draga úr þreytu í kringum augun. En sá allra besti að mínu mati er Photo Finish primerinn sem gerir andlitið þitt að hinum fullkomna hvíta striga til að farða yfir – yfirborð húðarinnar verður silkimjúkt og jafnt.

Ég er einmitt búin að fá CC kremið frá Smashbox og er að prófa og sjá hvernig mér líst á. Ég hef notað BB kremið frá merkinu og ég er að reyna að átta mig sjálf á muninum. Í Kringlunni ætla förðunarfræðingar frá Smashbox meðal annars að kynna viðskiptavinum fyrir þessum stafrófsnýjungum og útskýra muninn. Þær ætla einnig að bjóða nokkrum heppnum í makeupstólinn og leyfa þeim að prófa Heat Wave sumarlínuna og einhverjum verður boðið uppá heilförðun!

Ég fékk að prófa einn af gjafakössunum sem ég skrifaði um um daginn. Gjafakassarnir eru fáanlegir í tveimur mismunandi litaáherslum – bronze og bleikt. Ég prófaði þennan bleika, hann innihélt: bleikan kinnalit, bleikan gloss, bleikan varalit og Full Exposure maskarann – snilldarmaskari! Ég ákvað að gera bara náttúrulegt lúkk úr vörunum, ég notaði þær allar en áður var ég búin að setja á mig léttan farða og hyljara.Kinnaliturinn finnst mér æði!

EH

Bloggáskorun!

Skrifa Innlegg