fbpx

Allt um tilboðin í Smáralind í kvöld!

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að það er Miðnæturopnun í Smáralind í kvöld – ég er aðeins búin að vera að taka saman tilboðin og kynningarnar sem verða í gangi hjá snyrtivörmerkjunum. Það eru alls konar afslættir og tilboð og kaupaukar svo endilega skoðið þetta vel – þá vitið þið líka hvert þið eigið að fara í kvöld:)

Ég hef nú verið að vinna á þónokkrum svona miðnæturopnununum í Smáralindinni og mér finnst tilboðin í kvöld eiginlega bara vera þau flottustu sem ég hef séð. Frábær tilboð og merkin eru líka öll að bjóða uppá góða þjónustu svo mér finnst ólíklegt að þið farið tómhentar heim ef þið farið og kíkið. Ég ætla sjálf að vera á vappinu þarna á milli verslana með myndavélina – ekki hika við að stoppa mig með spurningar ef þið rekist á mig:)

Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna að það er Tax Free af snyrtivörum í Hagkaup til miðnættis, Lyfja, Hygea, Debenhams og Makeup Store bjóða líka uppá ótrúlega flotta afslætti – JEIJJJ!!!

Um að gera að kíkja því það er ótrúlega mikið af nýjungum hjá merkjunum sem þið sjáið hér rétt fyrir neðan. En fyrir framan verslunina ætlar ein yndisleg að sýna flottar sumarfarðanir með vörum frá Maybelline. Það er hún Ásdís Gunnarsdóttir sem vinnur sem makeup artisti og kjólaklæðskeri hjá Kjólum og Konfekt. Hún verður með fyrirsætur í stólnum í allt kvöld! Ádís er yndi og þið hafið vonandi séð myndbandið sem hún gerði um snilldar naglalakkahreinsinn sem ég fjallaði um fyrir dálitlu síðan:)

Einnig verða nýju Colorshow naglalökkin og naglafilmurnar til sýnis ásamt Rocket Maskaranum – þið getið að sjálfsöðu verslað svo allt með Tax Free afslættinum og fengið líka ráðleggingar inní versluninni um hvaða vörur Ásdís notar í sýnikennslunni sinni.

Nýja sumarlínan frá Smashbox er einnig mætt inní Hagkaup – dásamleg augnskuggapalletta með fullt af flottum litum glossar sem koma 4 saman í pakka – ég ætla einmitt að fara og ná mér í eina augnskuggpallettu. Önnur nýjung sem var að koma frá merkinu finnst mér best að kalla gjafaöskju – það komu tvær týpur sem innihalda báðar, maskara, kinnalit, varalit og gloss – önnur askjan inniheldur bronstóna og hin bleika tóna. Fullkomin vinkonugjöf finnst ykkur ekki, ég á þessa bleiku og ætla að gera flott lúkk með vörunum á næstunni. Bæði gjafaöskjurnar og sumarlínan komu í takmörkuðu magni svo það er um að gera að mæta snemma ef ykkur langar í. Annað sem er nýtt frá merkinu er CC kremið – ég á eftir að prófa það betur en ég er ótrúlega spennt fyrir því:) Förðunarfræðingar frá Smashbox verða á staðnum til að aðstoða:) Smashbox vörurnar eru líka fáanlegar í Hygeu en mér skilst að gjafakassarnir fari ekki þangað.Svo eru að sjálfsögðu fréttir úr heimi ilmvatnanna en ég hvet ykkur til að líta eftir þessum ilmum hér…

Mandarin úr Gucci Flora línunni er alveg æðislegur, svo var þessi dömuilmur frá Davidoff að koma nýr núna í sölu og þetta dásamlega ilmvatn frá Valentino er líka alveg glænýtt. Með Valentino ilmvatninu fylgir víst gjöf hef ég heyrt;)Svo er að sjálfsögðu nauðsynlegt að græja sólarvarnirnar fyrri sumarið – sem hlýtur nú að fara að koma og ég veit að þau hjá Shiseido ætla að vera að kynna sínar sólarvörur sérstaklega svo það er um að gera að kíkja þangað! Vörurnar fást í Hygeu og Hagkaupum.

Inní Hagkaupum mæli ég líka með að þið skoðið nýju ofnæmisprófuðu naglalökkin frá Clinique – ég er búin að prófa nokkur og þau eru æðisleg – falleg áferð og þéttur litur. Ég sýni ykkur betri myndir á næstunni.

Fyrir framan Lyfju verður einnig mikið fjör því þar verður L’Oreal með svaka flott svæði. Hjá merkinu er að koma út ný kremalína sem heitir Revitalift Laser og á víst að gefa sama árangur og fegrunaraðgerðir – ég ætla einmitt að auglýsa bráðlega eftir lesanda til að prófa vörurnar…! – Einnig verður merkið með kynningu á Youth Code kremalínunni sinni og ef þið kaupið a.m.k. eina vöru úr Revitalift línunni eða Youth Code línunni – kaupaukinn er Concentrate kremið úr Youth Code línunni sem mýkir húðina og fyllir uppí fínar línur og gefur þannig húðinni fullkomið og slétt yfirborð. Einnig verður þar flottur naglalakkbás þar sem gestum og gangandi verður boðið í snyrtingu með naglalökkunum frá merkinu, ásetningu á naglafilmum og svo verður einnig boðið uppá ráðleggingu á nýju yfirlökkunum og naglanæringunum frá merkinu. Að lokum verður hárolían frá þeim áberandi en hún er fáanleg bæði sérstaklega fyrir litað hár og einnig fyrir allar hártýpur, gefur hárinu æðislegan glans og mikla næringu. 

Í Makeup Store verður sérstök kynning á nýju sumarlínu merkisins Blossom. Klukkan 20:00 verður Margrét Sæmunds Makeup Artisti með sýnikennslu fyrir gesti og boðið verður uppá 20% afslátt af vörum í versluninni og 30% af völdum vörum.

Inní Lyfju verður einnig sérstök kynning á merkinu Nip+Fab – en ég skrifaði um CC kremið þeirra um daginn. Þetta er breskt merki sem er nýlegt á íslenskum markaði og það er um að gera að nýta tækifærið og fá góða kynningu á því. Vörur úr línunni verða á 20% afslætti til miðnættis. Þar að auki er 20% afsláttur af merkinu Gosh í Lyfju ásamt sumarilmum frá Britney Spears, Island Fantasy og Elizabeth Arden, Green Tea. Hjá Dior verður sérstök kynning á Diorskin Nude BB kreminu sem ég mæli hiklaust með – ég er að nota það mest núna. Ég elska áferðina sem húðin mín fær og svo er ljósasti liturinn líka fullkominn fyrir mig. Svo eru það auðvitað nýju glossin – það er möst á eiga gloss fyrir sumarið. Ráðgjafar frá Dior verða inní Hygeu og Hagakup.

Í  Debenhams verður líka fjör en ég hef ekki alveg fengið afsláttinn þar staðfestan en ég veit að það er 20% afsláttur af Visible Different vörunum frá Elizabeth Arden og það fylgir göf með öllum vörunum sem eru keyptar frá merkinu í kvöld. Ég mæli með maskanum og aungnkreminu úr línunni. Svo verður boðið uppá gjafir með öllum seldum vörum frá Bourjois.

Ég var að heyra það að það er brjálað að gera í Smáralindinni svo það er um að gera að drífa sig áður en allt klárast. Sýnikennslurnar heilla mig mest svo þið finnið mig þar;)

Fyrir ykkur sem ætlið að versla – þá gæti verið sniðugt að gera innkaupalista:D

EH

4 ára Ást

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð