Við sem vinnum í snyrtivöruheiminum vitum að með komu vorsins gerast virkilega spennandi hlutir í okkar heimi. Hér á landi mæta nýjar og nýjar línur hver á fætur annarri og á eftir þeim fylgja glæsilegar nýjungar sem margar hverjar eru ómótstæðilegar í okkar augum. Við vitum það líka að það eru fá merki sem gera jafn svakalegar og stórfenglegar línur og MAC og í mars eru væntanlegar all nokkrar línur og ég er svakalega spennt fyrir tveimur þeirra og langar að segja ykkur frá þeim betur í smá færslu…
Toledo:
Hér er á ferðinni stór lína og vorlína merkisins en þessi var í umfjöllun í nýjasta tölublaði Reykjavík Makeup Journal, þar hafði ég þetta um málið að segja:
„Hjónin og listamennirnir Isabelle og Ruben Toledo sameina krafta tína og hanna stórglæsilega vorlínu fyrir snyrtivörumerkið MAC. Isabelle er fatahönnuður sem er þekktust fyrir að hafa hannað kjól forsetafrúar Bandaríkjanna, Michelle Obama, fyrir Inauguration ballið. Línan inniheldur svo sannarlega litríkar og skemmtilegar förðunarvörur sem munu á ótrúlega skemmtilegan hátt poppa uppá farðanir kvenna ásamt því að fríska uppá litapallettur snyrtibuddunnar. Hjónin eru hrifin af áberandi litum og Isabelle segir að hún hafi alltaf heillast af rauðum litum, hún geti skilgreint allt í heiminum útfá mismunandi rauðum tónum en í línunni eru einmitt 6 mismunandi rauðir varalitir. Einnig fannst henni mikilvægt að það væru gloss í stíl við varalitina til að gefa konum kost á því að setja fleiri lög af vörum á varirnar sem er trend sem var áberandi á SS15 tískusýningunum síðasta haust. Umbúðirnar eru svo sannkölluð listaverk og þar fá hjónin svo sannarlega útrás fyrir listsköpun og umbúðirnar gera vörurnar alveg einstakar og mjög vænlegar fyrir safnara. Í línunni er líka að finna augnskuggapallettur, eyelinera, kinnaliti, naglalökk og maskara í öllum regnbogans litum. Þetta er ótrúlega flott lína sem fer ekki framhjá neinum!“
Eftir að hafa lesið mér vel til um merkið, línuna og skoðað vel vöruúrvalið er ég svakalega spennt að sjá vörurnar betur. Ég er búin að fá sýnishorn af varalit og glossi úr línunni og vörurnar og umbúðirnar eru sannkölluð listaverk.
Cinderella:
Hér sjáið þið línu sem ég er að missa mig yfir – ég er líka vandræðalega spennt að sjá myndina sem kemur í sýningar hér á landi 13. mars ef ég man rétt. Ég er algjör Disney fíkill og Öskubuska hefur alltaf verið á topplistanum mínum þó ævintýra fíkillinn innra með mér haldi langmest uppá Pétur Pan. Línan er ekki stór en hver vara er virkilega falleg og vöruúrvalið er breitt. Ég er búin að fá sýnishorn af einum varalitnum úr línunni og ég hef sjaldan séð jafn fallegt. Mig langar eiginlega í hverja einustu vöru úr línunni en hún seldist uppá örstuttum tíma í Bandaríkjunum og hún mun líklegast gera það líka hér á landi. Ég pant vera fremst í röðinni þegar hún kemur ;)
Ég er spennt og ég vona að mér hafi tekist að smita ykkur af minni spennu líka. Eins og ég reyni að leggja í vana minn þá mun ég birta færslu daginn áður en hvor lína lendir í MAC hér á Íslandi með lúkkum með þessum sýnishornum sem ég hef fengið.
EH
Skrifa Innlegg