fbpx

Útfyrir endimörk alheimsins!

Fyrir HeimiliðLífið MittTinni & Tumi

Eins og ég var búin að deila með ykkur áður fannst mér tilvalið að gera eitthvað aðeins öðruvísi með fallega DIY stafaborðann frá OMM Design. Ég stal því smá hugmynd sem ég rakst á á netinu þar sem var búið að nota stafina til að orða setningu úr einni af minni uppáhalds teiknimynd. Ég keypti loksins borðann á Pop Up markaðnum á KEX Hostel í gær og setti borðann strax upp um kvöldið. Fyrsta setningin sem var skrifuð með borðanum var einmitt sú sem ég hafði séð á mynd og er að sjálfsögðu úr Toy Story. Ég þýddi hana reyndar á íslensku enda kom ekkert annað til greina. Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna….

10670120_681752748577586_1417465881026706593_n

Hér er líka smá sýnishorn úr herbergi sonarins en þó er nóg eftir á þennan vegg munu svo líka bætast við fallegir skýjalímmiðar sem ég á von á og munu held ég koma vel út hjá rúmminu hans Tinna Snæs. Dótakarfan frá andarunginn.is stendur svo alltaf fyrir sínu og mig dauðlangar í fleiri vörur frá 3 Sprouts í barnaherbergið.

En markmiðið er svo að skipta reglulega út setningum og þannig breyta svona aðeins til í herberginu án þess að þurfa þó að breyta miklu. Svo þegar Tinni Snær verður stærri getum við valið setningarnar saman. Næstu setningar á dagskrá verða líklegast….

  • Viltu koma’ð gera snjókarl – úr Frozen
  • Hakuna Matata – úr Lion King
  • Allt sem þarf er smá álfaryk – Pétur Pan

Svo þarf ég bara að skella í smá rannsóknarvinnu og ryfja upp þessar yndislegu teiknimyndaperlur. En ég á risastórt safn af Disney DVD myndum sem ég hef safnað að mér í gegnum tíðina og sonurinn nýtur sannarlega góðs af söfnunaráráttu móður sinnar.

Stafaborðann fáið þið HÉR á petit.is og hann er á ótrúlega góðu verði og innheldur ótrúlega mikið af stöfum og táknum.

EH

Væntanlegt: Camilla Pihl fyrir Bianco

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet

    16. September 2014

    Fallegt og sniðugt! :

  2. Jónína Sigrún

    17. September 2014

    Lýst vel á þetta þema hjá þér, skemmtilegar þessar setningar úr Disney myndunum :)