Þá er komið að því að segja ykkur aðeins frá vörunum sem voru ómissandi fyrir mig í september mánuði. Þið hafið svo sem eflaust lesið um margar þeirra hér á síðunni og aðrar eiga eftir að rata betur hér inn en allar ættu að hafa verið mjög sýnilegar á snapchat hjá mér í þessum mánuði ;)
Hér fyrir neðan sjáið þið yfir 20 vörur sem eru allar ómissandi mér þessa stundina – ég mæli heilsuhugar með þeim öllum enda er ekki hvað sem er sem fær að vera á þessum lista!
1. Oils of Life rakakrem frá The Body Shop, 2. Dipbrow Pomade í litnum Dark Brown frá Anastasia Beverly Hills, 3. Hypnose Volume-A-Porter frá Lancome, 4. Gradual Tan in Shower Tanning Lotion frá St. Tropez, 5. Ever Bloom frá Shiseido, 6. Camera Ready BB Water frá Smashbox, 7. Total Repair Liquid Recovery frá First Aid Beauty fæst inná fotia.is, 8. La Palette Nude í litnum Beige frá L’Oreal, 9. Cover Stick frá Maybelline, 10. Prep+Prime Fix+ Lavender, 11. Intensive Skin Serum Foundation frá Bobbi Brown, 12. Gucci Bamboo, 13. Fix It 2 in 1 Prime & Conceal frá Dior, 14. Diorblush Cheek Stcick frá Dior, 15. False Lash Superstar frá L’Oreal, 16. Merino Cool og Lady Like frá essie, 17. Worth A Pretty Penne frá OPI, 18. Sourcils Poudre frá Dior, 19. Advanced Body Creator frá Shiseido, 20. Mud Mask frá My Signature Spa fæst HÉR, 21. Cellular Performance Total Lip Treatment frá Sensai.
Ég fæ alltaf smá valkvíða þegar ég er að setja þennan lista saman, ég gæti eflaust haft hann lengri en það er eiginlega bara ein vara í viðbót sem þyrfti að vera þarna og það er sólarpúðrið mitt frá Smashbox sem ég nota svakalega mikið og alltaf til að skyggja andlitið.
En förum aðeins yfir þetta – byrjum á sturtu sjálfbrúnkukreminu, ég elska þessa vöru. Mér finnst þessar sjálfbrúnkuvörur bara langbestar og þetta krem er frábært. Þið slökkvið á sturtunni eftir að þið hafið þrifið líkamann. Berið það yfir ykkur allar, bíðið í 3 mínútur og skolið svo af með vatni. Áferðin verður jöfn, liturinn vex smám saman eftir sturtuferðum og þetta er bara algjör snilld! Svo er Sheido kremið algjörlega ómissandi því það hjálpar húðinni að þéttast aftur eftir meðgöngu. Ég er búin að prófa alveg svakalega mörg krem útaf slöppu húðinni og þetta virkar. Ég skrifaði líka um það eftir að ég átti Tinna Snæ og aftur nú kemur það mér til bjargar. Svo er það dekur maskinn frá My Signature Spa sem djúphreinsar húðina. Ég ætla að segja ykkur betur frá honum innan skamms.
Farðarnir á listanum eru mjög ólíkir en báðir gefa húðinni mjög fallega áferð. BB Water er mjög léttur og svakalega náttúrulegur. Serum farðinn nærir hins vegar alveg svakalega vel og gefur svona dewy áferð á húðina. Svo eru það hyljararnir ég elska Fix It frá Dior! Hann helst svo svakalega vel og blandast mjög flott saman við húðina. Cover Stick er svo sá sem ég nota alltaf með Anastasia Dipbrow þegar ég móta augabrúnirnar – held þessar tvær vörur séu þær sem ég er algjörlega búin að ofnota í þessum mánuði. Svo þegar ég vil aðeins mýkri áferð í augabrúnirnar nota ég blýantinn frá Dior – besti augabrúnablýantur sem þið fáið í dag!
Til að vekja húðina á mognanna er það Fix+ og Oils of Life kremið sem bjargar mér. Fix+ hjálpar mér að vakna og kremið gefur mér svo ótrúlega góða og drjúga næringu sem endist allan daginn! Eftir að ég klára að mála mig hefst svo valkvíðinn um að velja ilmvatn – það er alltaf annað hvort Gucci Bamboo eða Ever Bloom báði jafn yndislegir og báðir vekja mikla athygli.
Á listanum er líka vara sem ég ofnota þessar vikurnar og það er varakremið frá Sensai. Það er dásamlegt í alla staði, mýkir húðina í kring, þéttir varirnar og nærir þær alveg svakalega. Ég ber kremið yfir allar varirnar og í kringum þær og þær fá mjög fallega áferð og léttan ljóma.
Til að skerpa á augunum jafnast svo fátt á við nýju L’Oreal augnskuggapallettuna og ég vel yfirleitt á milli nýja Lancome maskarans sem gefur fíngerð og svaka þétt augnhér eða Superstar False Lash frá L’Oreal sem gefur alveg massív augnhár mjög dramatísk.
Vona að þessi hafi gefið ykkur svona smá hugmynd um hvaða vörur eru stjörnuvörur í mínum augum þessar vikurnar***
EH
Vörunar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit
Skrifa Innlegg