fbpx

Uppáhalds 5 frá Estée Lauder

Ég Mæli MeðEstée LauderLífið MittMakeup Artist

Svona af því þessi vika snýst um Estée Lauder þá finnst mér ómissandi að segja ykkur frá þeim vörum sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér frá merkinu. Eftir mikla umhugsun – af því það var bara svo erfitt að velja á milli allra flottu varanna þá hef ég náð að þrengja listann niður í 5 vörur sem mér finnst allar alveg frábærar, bæði þegar kemur að virkni, notagildi og útkomu.

Hér sjáið þið vörurnar en ég segi svo aðeins betur frá hverri og einni hér fyrir neðan, langflestar af þessum vörum hafið þið séð áður á síðunni hjá mér svo þær ættu kannski ekki að vera ykkur ókunnar.

topp5estée

1. Double Wear Stay-In-Place Brow Lift Duo: Þessi tvöfaldi augabrúnablýantur er mjög skemmtilegur í notkun og ég heillaðist við fyrstu notkun en ég gerði einmitt sýnikennslu með honum hér á síðunni fyrst þegar hann kom í sölu. Blýanturinn er tvöfaldur, öðrum megin er litur og hinum megin er highlighter. Ég byrja á því að móta augabrúnina og fylla inní hana með litnum og nota svo ljómann til að ramma augabrúnirnar inn að lokum. Kosturinn við vöruna er að þetta er skrúfblýantur það þarf ekki að ydda hann. Mér finnst líka áferðin frá litnum mjög náttúruleg, hún er vaxkennd sem mér þykir alltaf betra þegar kemur að augabrúnum því áferðin frá þannig litum líkist meira áferð okkar augabrúna.

2. Little Black Primer: Viljandi var ég aðeins búin að geyma að segja ykkur frá þessum, mig langaði svo að gera það í þemavikunni. En þetta er ein fyrsta varan sem Kendall Jenner auglýsti sem andlit merkisins. Hugsunin á bakvið vöruna er að hann sé eins og jafn ómissandi í snyrtibudduna og litli svarti kjóllinn er í fataskápnum. Þetta er í raun fallegur svartur augnháraprimer sem mótar augnhárin fallega, lyftir þeim upp og nær að þekja þau alveg með formúlu áður en þið setjið maskarann á. Þarf sem burstinn er svakalega lítill þá kemst hann allt, hann er kannski ekki að ýkja augnhárin neitt svakalega en fyrir ykkur sem eruð með ljós augnhár og viljið ná að þekja augnhárin alveg, þ.e. að það sé engin ljós lína alveg við rót augnaháranna sem er algengt þá getið þið komið í veg fyrir það með því að nota þennan fyrst. Greiðan er sveigð svo hún lyftir augnhárunum upp fá augunum svo umgjörð þeirra verður fallegri. Svo notið þið bara þann maskara sem þið viljið yfir til að klára að gera augnhárin tilbúin.

3. Advanced Night Repair Serum fyrir andlit og augu: Þetta eru vörurnar sem eru einhverjar þær allra vinsælustu hjá merkinu um allan heim. Serumið fyrir andlitið hefur verið eitt það vinsælasta um allan heim frá því það kom fyrst á markaðinn og svo kom sérstakt serum fyrir augnsvæðið. Ég sagði ykkur að nú einkenndist snyrtibuddan mín af Estée Lauder vörum og þessa tvennu nota ég nú á hverju kvöldi. Báðar vörurnar eru mjög næringarmiklar og það er gott að nota virkar og drjúgar vörur fyrir húðina á kvöldin þar sem húðin nær svo vel að vinna úr efnum í snyrtivörum þegar við erum í slökun. Hér er um að ræða vörur sem næra húðina, taka á einkennum öldrunar svo sem rakatapi, línum og minnkun á teygjanleika hennar.

4. Enlighten EE Cream: Þetta er ein af mínum allra uppáhalds kremum þessa dagana, ég er alveg að verða búin með það sem gerði það að verkum að ég fór aðeins að slaka á notkuninni því ég týmdi ekki að nota það og eiga það bara ekki til. EE kremið er hugsað til að gefa húðinni meiir ljóma, það er með léttum og náttúrulegum lit sem gefur húðinni fallega og bjarta áferð. Það er fullkomið í alla staði og vara sem ég mæli eindregið með, það er gott SPF í kreminu og ég nota það mikið bara eitt og sér. Í gær og í dag var ég bara með þetta á húðinni ekkert annað og mér líður svo vel með það. Mér finnst það fullkomna áferð húðarinnar minnar án þess að draga of mikið úr persónueinkennum andlitsins.

5. Bronze Goddess eau de Fraiche skincent: Sumarilmurinn frá Estée Lauder er eins og sumar í flösku! Þetta er ilmur sem kemur út í nýrri útgáfu áf hverju ári. Hann einkennist alltaf af kókos og vanillu eða það eru tónarnir sem ég finn alltaf fyrst sjálf en í útgáfu ársins í ár eru sítrustónar í toppnum sem fríska dáldið uppá ilminn sjálfan og ég kann mjög vel að meta þessa blöndu.

Mig langaði samt að sýna ykkur litla svarta primerinn aðeins betur, því hann kom mér alveg á óvart. Ég hef sjálf bara notað hann einan og sér til að gefa augnhárunum bara smá dekkri lit og gefa augunum náttúrulega umgjörð.

Hér fyrir neðan sjáið þið hvað ein umferð af þessum primer getur gert…

littleblackprimer

Mér þykja þau bara náttúruleg og glæsileg og þið þekkið mig ég elska allt sem er náttúrulegt og þægilegt og tekur enga stund!

Mínar 5 uppáhalds frá Estée Lauder – ég hefði getað gert miklu lengri lista en þetta er svona best of the best að mínu mati alla vega og þær vörur sem ég hvet ykkur eindregið til að skoða. Ég gæti ekki samt valið einhverja eina af þessum sem mér finnst standa framar einhverjum af þeim þær eru allar jafn ómissandi í minni snyrtibuddu.

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Eruð þið búnar að smakka...!

Skrifa Innlegg