fbpx

Ungir frumkvöðlar styrkja gott málefni

Ég Mæli MeðFylgihlutir

Ungir frumkvölðlar er verkefni sem stendur yfir í Verzlunarskóla Íslands um þessar myndir. Með verkefninu er verið að hvetja nemendur skólans til að láta ljós sitt skína og efla sköpunarkraftinn.

Verkefnið felur í sér að stofna fyrirtæki og framleiða eða flytja inn vöru. Kynna hana og selja svo. Ég fékk fyrirspurn frá einni í versló hvort ég væri nokkuð til í að vekja athygli á vörunni sem hún ásamt fleiri stelpum gerðu í verkefninu. Sem er auðvitað sjálfsagt og sérstaklega þar sem þær hyggjast styrkja gott málefni með vörunni sinni.

Varan sem stelpurnar eru að framleiða heitir Óskabein sem er úr silfri og er framleitt á Íslandi af Ernu gull- og silfurmiðju. Sjálfar hanna stelpurnar þó umbúðirnar og framleiða sjálfar.

Óskabein kostar 7900kr og það fæst á Facebook síðu þeirra sem þið finnið HÉR. Allur ágóði frá sölu hálsmensins rennur til Krabbameinsfélagsins. Hér er frábært tækifæri fyrir þá sem heillast af þessu fallega hálsmeni til að styrkja gott og verðugt málefni.

Ég læt hér fylgja með mynd af Óskabeini og svo hópnum sem stendur á bakvið það…

1624117_10202106206311341_1676973478_n 1508442_10202106206271340_417574008_nEins og þið sjáið á myndinni er hálsmenið með síðri keðju og áberandi en samt mjög elegant.

Gangi ykkur ótrúlega vel stelpur – flott hjá ykkur!

EH

Sýnikennsluvideo - Fullkomnar varir!

Skrifa Innlegg