fbpx

Twin Within á RFF

FallegtÍslensk HönnunRFF

Falleg pappahálsmen sem sætavísur á RFF skörtuðu vöktu athygli mína í Hörpunni. Við nánari athugun sá ég að þarna voru á ferðinni útprentuð Twin Within hálsmen. Á bakvið merkið standa systurnar Áslaug Íris og Kristín Maríella. Þrátt fyrir það að merkið þeirra sé ungt þá hafa þær svo sannarlega slegið í gegn með þessari nýstárlegu nálgun sinni á skartgripahönnun. Hálsmenin hafa vakið athygli víðar en bara hér á Íslandi en margar erlendar bloggsíður og fréttasíður hafa fjallað um þau undanfarið og ég vona að athyglin aukist bara eftir RFF.

Ég rakst á Krístínu Maríellu baksviðs og spurði hana hvað hefði komið til að gera pappahálsmenin. Hún sagði mér að þau hjá RFF hafi haft samband við þær um að fá hálsmen fyrir sætavísurnar en þá hafi þær verið nýbúnar að skila af sér stórri pöntun og ekki hafi verið nægur tími til að útbúa nógu mörg hálsmen en svo hafi hugmyndin að pappahálsmenunum komið. Stórskemmtileg hugmynd og ótrúlega vel útfærð – eftir að sýningunum lauk gengu flottar fyrirsætur á milli gesta og gáfu þeim sem vildu pappahálsmen.

Hér sjáið þið Krístínu Maríellu aðra systurina og fyrirsæturnar sem dreifðu hálsmenunum – myndin er fengin að láni frá Facebook síðu merksinsin – HÉR.

Mig er búið að langa í hálsmen frá systrunum síðan þau komu fyrst fram – og á ég 2 úr pappa, það er fyrsta skrefið er það ekki;)

EH

MAC á RFF #6 - Ella

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Inga

    18. March 2013

    Ohh þær hafa verið að gefa rétt eftir að ég fór :/

  2. Kristín Maríella

    18. March 2013

    Inga, það er líka hægt að ná sér í pappírsfestar uppí GK Reykjavík :) Þar fást líka alvöru festarnar en einnig er hægt að kaupa festar inná heimasíðunni okkar http://www.twinwithin.com.

    Takk fyrir flotta grein Erna:)

    Kv. Kristín Maríella