fbpx

Tumadress

Lífið MittTinni & Tumi

Ég fæ ekki nóg af strákunum mínum og ég gæti eflaust skrifað bara um þá allan daginn. Svo ég vona að ykkur lítist vel á blönduna bjútí- og mömmublogg því mig grunar að þeir muni verða tíðari gestir hér á næstunni!

Verandi strákamamma þá verð ég að segja að mér finnst stundum ofboðslega erfitt að versla föt á strákana mína hér heima. Úrvalið er alls ekki gott og miklu meira um stelpuflíkur sem ég skil engan vegin þar sem við mömmurnar erum nú óðar oft að kaupa föt á börnin okkar. Svo nú datt mér í hug að deila stundum með ykkur dressum strákanna minna til að sýna ykkur fallegar vörur sem eru í boði fyrir sæta stráka sem strákamamman ég stenst ekki að kaupa.

Við Tumi fórum á smá flakk í gær, ég er ekki búin að kaupa mikið af fötum á hann. Bæði er það auðvitað þannig að það er mikið til frá Tinna Snæ en mig langar samt líka að kaupa svona eina og eina flík handa Tuma – bara svo hann fái sitt líka. Ég stóðst ekki mátið í gær og keypti alveg nýtt heildress á sæta soninn!

tumadress3

Samfella: Name It
Buxur: Name It
Sokkar: Name It
Snudda: MAM
Babynest: Petit.is

tumadress2

Fyrir svona fyrstu barna mæður sem eru í innkaupa hugleiðingum þá finnst mér best að vera með Tuma í þægilegum fötum hér heima. Fötum sem er auðvelt að taka hann í og úr sérstaklega svona þegar þarf að skipta mikið á kúkableyjum. Ég mæli með samfellum sem opnast alveg að framan. Mér fannst stundum dáldið erfitt með Tinna að setja flíkur yfir hausinn hans en það var svona fyrsta barn þá var maður að venjast öllu. Með Tuma finnst mér það auðveldara enda orðin vön tveggja barna móðir ;)

Eitt sem mér finnst alltaf frekar leiðinlegt eru sokkar á svona lítil börn, þeir detta margir svo mikið af og sumir finnst mér bara ekki haldast á nema kannskií nokkrar sekúndur. Ég hafði ekki prófað sokkana frá Name It á svona lítil en þessir héldust á í allan gærdag – það er met hingað til!

Þessi föt eru öll alveg dásamlega mjúk og góð, fóru ofboðslega vel í þvotti og svo finnst mér þetta svakalega kjút!

tumadress

Svo er það snuddan hjá mér kemur ekki neitt annað til greina en MAM – mér finnst þær bara langsætastar. Tumi tók snuð mjög fljótt en ætli hann hafi ekki verið svona tveggja tíma gamall þegar hann fékk snuðið fyrst. Við gerðum það líka með Tinna og það hafði engin áhrif á brjóstagjöfina í hvorugt skiptið. En það verður auðvitað hver og einn að meta það fyrir sig hversu fljótt ætti að gefa börnum snuð. Ég segi alla vega gerið það sem ykkur líður best með og ekki hlusta á neinn annan þegar kemur að snuddugjöf ;)

Mér finnst þetta dáldið skemmtilegt – dressfærslur fyrir strákana. Ég veit nú ekki hversu reglulegt þetta verður en ég er reyndar búin að ákveða hvaða dress ég ætla að sýna ykkur næst á Tuma. Það er æðislegur heilgalli sem hann var að fá í sængurgjöf núna um daginn!

EH

Kókosdraumur frá MAC

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Hilma Rós Ómarsdóttir

    4. September 2015

    Elska mömmubloggin!

  2. Elísabet Gunnars

    5. September 2015

    Sæti moli :*

  3. Brynja Guðnadóttir

    5. September 2015

    Til hamingju með fallega Tuma þinn :)