fbpx

Tumadress: 10 vikna í gallabuxum!

MömmubloggTinni & Tumi

Hjálpi mér hvað tíminn líður hratt, ég var búin að gleyma því hvað þessar fyrstu vikur hlaupa algjörlega frá manni og það er alveg magnað hvað mikið gerist á þessum fyrstu vikum. Fyrir rúmum tveimur mánuðum var ég enn inná spítala með litla stubbinn minn og núna heldur hann eiginlega haus og hlær að skrítnu mömmu sinni þegar hún grettir sig framan í hann.

tumadressgallabuxur5

Litli fallegi kúturinn minn er alltaf meira og meira vakandi á daginn. Mér finnst það svo gaman og ég var einmitt að ræða það um daginn við lækninn minn sem er mig í meðferð útaf fæðingarþunglyndinu síðan síðast (#égerekkitabú) hvað það er auðvelt að tengjast honum meira og meira á hverjum degi þegar hann er svona vel vakandi.

tumadressgallabuxur

Sjáið þessi augu! Þau bræða mig á hverjum einasta degi. Ég held enn í vonina um að þau verði brún, það er enn séns á því. Tinni Snær fékk fagurbláu augun hans pabba síns alveg strax, hann fékk þó eiginlega bara allt frá pabba sínum enda eru þeir feðgar alveg eins – það er stundum óhugnalegt. Núna fæ ég þó oft að heyra hvað Tumi sé líkur mér – ég er mjög montin með það því ég heyri það mjöööög sjaldan með stóra stubb.

tumadressgallabuxur6

Samfella: Name It
Gallabuxur: Name It
Sokkar: Name It
Babynest: Petit.is

Stundum þurfa 10 vikna stubbar bara að vera í gallabuxum. Afsakið meðan ég bilast úr krúttlegheitum. Mér finnst hann algjör töffari og eitthvað svo fullorðins í þessum buxum. Þetta eru svona galla joggingbuxur sem ég keypti síðustu helgi inní Name It með þessari krútt bangsa samfellu. Mér finnst svo gaman að vera með strákana í fallega lituðum fötum.

tumadressgallabuxur4

Finnst ykkur hann ekki hafa stækkað? Ég man þegar hann virtist pínupons í Babynestinu sínu nú finnst mér hann bara alveg risastór og svo er hann kominn með þessar svakalegu sætu kinnar sem mig langar bara að knúsa og klípa í allan daginn***

Erna Hrund

Contour blýantar!

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Halla

    14. October 2015

    Hann er mjög líkur þér þessi fallegi litli kútur sem þú átt :)

  2. Hildur Guðrún

    15. October 2015

    Fallegur og yndislegur:) og mér finnst þú eiga ofsalega mikið í honum :)