fbpx

Contour blýantar!

Ég Mæli MeðNýjungar í SnyrtivöruheiminumSmashbox

 Vörunar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Hafið þið tekið eftir því hvað mörg merki eru að koma með sérstakar contour vörur á markaðinn… Þetta er eitt stærsta förðunartrendið í dag og því kannski ekki skrítið að margir keppist við að koma með flottar mótunarvörur. Smashbox sendi nýlega frá sér einhverjar flottustu contour vörur sem ég hef séð í langan tíma af merkjunum sem fást hér á Íslandi en það er sett af þremur contour blýöntum sem innihalda kremkenndar formúlur sem blandast fallega saman við húðina og gefa húðinni mótun sem er mjög náttúruleg og auðvelt að gera, svo er reyndar líka mjög auðvelt að dýpka skygginguna líka.

contourstick2

Ég gerði sýnikennslu með þeim inná snapchat rásinni minni í síðustu viku en þar notaði ég fleiri vörur frá Smashbox til að gera þessa fallegu dagförðun sem þið sjáið hér fyrir ofan.

contourstick6

Fyrir miðju sjáið þið Step-by-Step Contour Stick blýantana sem eru þrír samtals. Einn fyrir controuring, einn fyrir bronzing og annar til að highlighta. Með blýöntunum fylgja nákvæmar leiðbeiningar um hvernig þið getið notað þá eftir því hvernig andlitið ykkar er í laginu. Ég er t.d. með hringlótt, kassalaga andlit svo ég blanda saman leiðbiningunum fyrir báðar laganir. Með blýöntunum fylgir svo líka yddari sem smellpassar á litina, það er frábært finnst mér því það passar ekkert allt í þessa týpísku snyrtivöruyddara.

En áður en ég notaði skyggingarblýantana notaði ég Camera Ready BB Water farðann frá Smashbox sem er fisléttur og ofboðslega fallegur og náttúrulegu farði. Hann er svona örþunnur en blandast mjög vel saman við húðina og það kemur svona second skin áferð. Ég bar farðann á með fína Telephoto 3 in 1 burstanum en ef þið munið ekki eftir honum frá því í fyrra af síðunni minni þá er þetta bursti með þremur stillingum, það er s.s. hægt að breyta stærðinni á hárunum eða lengdinni. Ég er yfirleitt með miðju stillinguna á til að fá miðlungsþétta áferð á farðann minn.

contourstick5

Hér sjáið þið litina á blýöntunum, highlighterinn, bronzerinn og contouring liturinn.

contourstick4

Til að sýna vel hvernig ég nota litina til að móta andlitið ákvað ég að setja þá á eins og er sýnt í leiðbeiningunum sem fylgja. Contouringið er dekksti liturinn á andlitinu, hann nota ég til að búa til skugga til að draga inn svæði húðarinnar og skerpa á andlitsdráttum. Bronzerinn eru svo doppurnar, þær mýkja skygginguna frá contouring litnum svo þær verða ekki of skarpar. Svo er loks sá ljósasti á svæðum húðarinnar sem standa út. Þið þurfið kannski smá að rýna í myndina til að sjá hann því hann er jafn ljós og ég er sjálf ;)

contourstick3

Svo er það bara að blanda, blanda, blanda. Ég byrja á því að strjúka litnum yfir það svæði sem það á að vera á og svo nota ég hringlaga hreyfingar til að jafna áferð húðarinnar. Ég nota Telephoto burstann í miðju stillingunni því þannig finnst mér ég ná að blanda áferðinni best. Svo ef ykkur finnst þurfa að skerpa einhvers staðar á mótuninni þá bætið þið bara aðeins á með blýöntunum og blandið.

Einn helsti kosturinn við formúluna í blýöntunum er hve kremkennd hún er svo það er svo auðvelt að dreifa úr formúlunni, það þarf ekkert átak til.

contourstick

Ég elska þessa áferð á húðinni minni. Ég er líka alveg sjúk í það hve náttúruleg mótunin er, þetta er alls ekki of mikið en ég meika ekki svona alltof skarpar mótanir á húðinni. Ég vil að allt sé mjúkt og áferðafallegt svo andlitið fái hlýtt og fallegt yfirbragð en ekki of skarpt og hvasst – þá verður maður bara grimmur í framan ;)

Svo er ekkert sem segir að maður þurfi alltaf að nota þá alla saman, sjálf er ég svo ánægð með litinn á contouring blýantinum að ég nota hann mikið bara einan og sér og set svo smá kinnalit í kinnarnar.

Hvernig lýst ykkur á – leggið þið í þessa?

Erna Hrund

... og YSL glaðninginn hreppir

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Birna Vigdís

    13. October 2015

    Þetta er klárlega must have

  2. Elín

    14. October 2015

    Vá geggjað !!!