fbpx

Tryllt förðun hjá Givenchy

FashionMakeup ArtistSS16Stíll

Ég er því miður lítið búin að geta fylgst með tískuvikunum undanfarið, mér þykir það nú frekar leiðinlegt þar sem ég væri nú alveg til í að sökkva mér í förðunartrend næsta sumars – en það verður að bíða betri tíma. Reyndar þá rakst ég á mynd af förðuninni í sýningu Givenchy og ég heillaðist samstundis. Svo fáguð og falleg förðun sem er virkilega vel gerð og svo kom svona smá extra. Mér fannst líka skemmtilegt að sjá að allar fyrirsæturnar voru ekki eins…

Ég tók saman nokkrar myndir til að sýna ykkur hvernig þetta leit allt saman út. Förðunarmeistarinn Pat McGrath hannaði förðunina.

CYN_7611

Sjáið þessa húð – sjáið þessi augu. Áferð húðarinnar er alveg svakalega flalleg og augun eru alveg sérstaklega fallega römmuð inn.

givenchy-backstage-beauty-2015-1-1024x683

Svo komu skreytingarnar… Það voru reyndar ekki allar svona skreyttar, þær voru flestar með sömu gullfallegu förðunina sem þið sjáið á efstu myndinni. Þessar skreyttu þykja mér þó alveg extra fallegar!

Givenchy-SS16-Couture-Backstage-Makeup-3-1024x1024

WOW!

CYN_7533

Hér sést augnförðununin ennþá betur, áferðin í litunum er dásamleg!

GivenchySS16-Celebration-of-Love-MakeupTests-pat-mcgrath-1024x768

Blúndur & perlur!

givenchy-backstage-beauty-2015-joan-smalls-683x1024

Joan Smalls skartaði þessum fallega varalit, mér sýndist hún meirað segja sú eina sem var með þennan varalit af öllum fyrirsætunum. Skemmtilegt að aðlaga förðunina að hverri og einni.

NYC_9929

Það þarf mikla þolinmæði í svona listaverk – þið getið rétt ímyndað ykkur alla vinnuna sem fer í svona.

givenchy-backstage-beauty-2015-3-683x1024

Hér eru það svo eins konar gimsteinar sem skreyta andlit þessarar fallegu fyrirsætu.

Mér finnst þetta alveg sjúklega fallegt – svona öðruvísi og kannski ekki verðandi förðunartrend að skreyta allt andlitið með perlum og blúndu en þetta er flott á tískupalli og svona fyrir okkur förðunaráhugmanneskjunar að skoða og dást af.

EH

Uppáhalds í september!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    3. October 2015

    Tryllt!