Varan sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég að gjöf, allt sem ég segi og skrifa er frá mér sjálfri og allt sagt af hreinskilni og einlægni.
Mattar varir hafa sjaldan verið jafn áberandi og nú, hjá mörgum snýst allt um að finna hinn fullkomna matta varalit sem gefur vörunum fallega áferð og smellpassar við skemmtileg tilefni. En þó matta varatrendið sé stórt þá er það aldrei stærra en varalitatrendið. Sannleikurinn er sá að það koma nýjir og nýjir varalitir með alls konar áferðum hjá snyrtivörumerkjum í hverri viku en nú er komin vara á markaðinn hér á Íslandi sem býður okkur uppá að matta hvaða varalit sem er án þess að breyta litnum!
En fáum fyrst smá innblástur í boði Pinterest fyrir möttum vörum…
Mattar varir eru það sem við erum að sjá á tískupöllunum á bloggum, á Instagram síðum og á Snapchat. Stundum er erfitt að nálgast fullt af litum sem eru bara ekki í boði hér á landi en með nýjunginni frá Smashbox getur þú skapað þinn eigin matta varalit – I LIKE!
Insta-Matte frá Smashbox
Þetta er vara sem kæmi mér ekkert á óvart að yrði bara svona instant hit vara sem margar konur verða að eignast. Þetta er nefninlega svo sniðugt að þið getið notað þetta yfir hvaða varalit sem er og hann verður bara mattur – þetta er svona eins og matt top coat fyrir varirnar.
Ég er með svakalegan varaþurrk… úff mig svíður stundum og sumir svona mattir litir þurrka mínar varir. Sem mér finnst voða leiðinlegt því ég er mjög hrifin af möttum vörum. En með þessum get ég verið með hvaða varalit sem er sem gefur mér næringu og sett mattandi gelið yfir og fengið matta áferð!
Hér er ég með varalitinn Posy Pink frá Smashbox líka sem er með glansandi áferð, góðum pigmentum en meira svona glossy. Ég dúmpaði bara yfir varirnar Insta-Matte með fingrunum og hviss bamm búmm þær urðu mattar!
Mér finnst þetta mjög skemmtileg vara sem ég er búin að prófa síðustu vikur yfir ýmsa varaliti (virkar ekki yfir gloss) og viti menn þetta kemur bara virkilega vel út og meirað segja finnst mér liturinn endast betur á vörunum, það er bara eitthvað sem ég sjálf hef tekið eftir.
Virkilega flott TREND – vara! Hvernig lýst ykkur á mattar varir?
Erna Hrund
Skrifa Innlegg