fbpx

Trend: Litaðir eyelinertússpennar

AuguBourjoisÉg Mæli MeðEyelinerMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Þið sem hafið fylgst með mér lengi vitið að ég elska fátt meira en eyelinertússpenna. Ást mín á þeim er sterk vegna þess hve einfalt er að nota þá. Litaval í þessum eyelinertússum þykir mér frekar slæmt hér á Íslandi sérstaklega miðað við litaúrval sem er fáanlegt erlendis hjá merkjum eins og t.d. Stila. Aðallitirnir hér á Íslandi sem eru í boði virðast vera svartur og brúnn – athugið að ég er bara að tala um svokallaða tússpenna ekki almennt blauta eyelinera:)

Slappt litaúrval hérlendis hentar mér ekki alveg sérstaklega þegar það að vera með litaðan eyeliner hefur aldrei verið jafn vinsælt. Nýlega tókst mér þó með hjálp Silicone Eyeliner burstanum frá Real Techniques að móta spíss á eyelinerblýanta sem er auðvitað mun auðveldara að fá í öllum regnbogans litum hér á landi.

Þegar ég fékk send sýnishorn af nýjum vörum frá franska merkinu Bourjois leyndist þar á meðal litaður eyelinertúss! Ég get varla líst því hversu mikið þessi eini eyeliner gladdi mig og hlakkaði mikið til að fá að prófa hann.

bourjoislitaður

Oddurinn er beinn og ávalur og töluvert ólíkur öðrum eyelinertúss sem ég hef prófað frá merkinu sem er skásettur (mjög skemmtileg vara sem ég sýndi HÉR). Annars hef ég mikið verið að nota undanfarið eyelinera frá merkinu og mér líkar mjög vel við þá alla – sérstaklega er ég hrifin af endingunni sem er frábær.

Ég ákvað í þetta sinn bara að gera einfalda augnförðun þar sem lítið annað væri í forgrunni en eyelinerinn sjálfur. Liturinn er fjólublár með hint af rauðu í og því er hann tilvalinn fyrir t.d. græn augu. Liturinn nær þó að vega jafnt á milli tónanna sem einkenna hann og því ætti hann að ganga fyrir flest augu. Mín tillaga er sú að ef þið hafið áhuga á setjið þá rönd af tester af eyelinernum á handabakið og berið upp við augun til að sjá hvernig litirnir fara saman.

bourjoislitaður4 bourjoislitaður5

Ég er persónulega mjög skotin í þessum lit en eyelinerinn sjálfur heitir Liner Feutre og liturinn heitir Noir Violine. Samkvæmt heimasíðu Bourjois er linerinn líka fáanlegur í svörtu, brúnu og grænu.

Stundum er tilvalið að kaupa sér bara skemmtilegan eyeliner í lit til að poppa uppá augnförðun. Þessi litur passar t.d. vel við alla brúntóna augnskugga – sem ég efast ekki um að margar ykkar eigi nokkra af – en hann myndi breyta samt ásýnd skugganna í kringum augun mikið.

Eyeliner er eins konar fylgihlutur fyrir augnförðun – hann er ekki nauðsynlegur en hann fullkomnar lúkkið!

Að lokum langar mig að deila með ykkur nöfnum á þeim sem ég dró út í Puma ilmvatnsgjafaleiknum…

Screen Shot 2014-08-01 at 10.29.03 AM Screen Shot 2014-08-01 at 10.28.55 AM

 

Máney fær herrailminn og Kristín dömuilminn – endilega sendið mér póst á ernahrund(hjá)trendnet.is með upplýsingum um hvert ég má senda ilmvötnin :)

EH

Eyelinerinn sem ég skrifa hér um fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Penny Talk

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halldóra

    1. August 2014

    Sæl frábært blogg hjá þér! Ég er með eina spurningu: Ég er að leita að hinum fullkomna blautum eyeliner sem klessist ekki eða hverfur strax af augnlokinu fyrir þær sem eru með asísk augnlok. Eru einhverjir sem þú gætir mælt með? Er búin að leita í mörg ár af þannig en alltaf er það sama sagan, klessist og hverfur.