Það er komið Tax Free!! Skellið ykkur nú inní uppáhalds snyrtivörverslanirnar mínar – Hagkaup – og nælið ykkur í dásamlegar snyrtivörur. Tilvalið tækifæri til að fylla á ykkar uppáhalds vörur eða til að kynnast nýjum æðislegum vörum.
Hér eins og alltaf er Topp 10 listinn minn fyrir ykkur :)1. Lancome Mes Incontournables de Parisienne Multipalette – Þessi töfrandi fallega palletta kom í mjög litlu upplagi svo hún mun klárast alveg svakalega hratt svo ef ykkur líst á hana hlaupið útí búð! Pallettan er partur af haustinu frá Lancome sem franska fegurðardísin Caroline de Maigret hannaði. Litirnir eru æðislegir og endurspegla sannarlega franska fegurð. Pallettan inniheldur næstum allt sem þarf eins og augnskugga, púður, kinnalit og augabrúnavörur ásamt frábærum förðunarbursta. Myndin ber ekki fegurð pallettunnar með sér – sjón er sögu ríkari!
2. Total Lip Treatment frá Sensai – Þessi fallega silkiríka vara er komin í mikið uppáhald hjá mér. Kremið nærir varirnar svakalega vel og gefur mikinn raka en svo vinnur það líka í húðinni í kringum varirnar svo hún verður áferðafallegri og línurnar í kringum þær hverfa smám sama. Mér finnst varirnar verða miklu fyllri og fallegri með þessu fallega kremi og allt öðruvísi heldur en þegar ég nota varasalva. Frábært krem til að vera með í töskunni yfir daginn!
3. Ladylike naglalakk frá essie – Ég er alveg heilluð af þessum fallega lit! Hann er svona bleik nude grár á litinn og neglurnar verða svakalega elegant og fallegar. Ég þarf endilega að sýna ykkur hann betur en nýtið endilega tækifærið til að fá hann á frábæru verði því í alvörunni einn fallegasti liturinn frá essie. Ég elska að uppgötva nýja liti hjá þessu fallega merki.
4. Eyeliner Set frá Real Techniques – Sama settið og ég ætla að gefa í snapchat leiknum okkar Gyðu Drafnar á föstudaginn. Fylgist með okkur á Snapchat til að vita hvernig þið getið tekið þátt (ernahrundrfj og gydadrofn). Settið inniheldur fjóra glænýja bursta og settið er eingöngu framleitt í takmörkuðu upplagi svo það á eftir að klárast hratt.
5. Dior Addict Fluid Shadow frá Dior – Ég er algjörlega ástfangin af öllum nýjungunum frá Dior úr haustlúkkinu og þessir fljótandi metallic augnskuggar eru æðislegir. Bæði er hægt að nota þá eina og sér, sem grunn undir augnskugga og yfir aðra augnskugga til að gefa förðuninni fallega áferð. Þetta er einn af mínum uppáhalds litum í línunni!
6. Hypnose Volume á Porter frá Lancome – Nýjasti Hypnose maskarinn veldur engum vonbrigðum. Ég held þetta sé minn uppáhalds Hypnose maskari. Hann er með gúmmígreiðu sem greiðir svo fallega úr öllum augnhárunum svo þau fá að njóta sín betur. Þau verða lengri, þéttari og þykkari svo umgjörð augnanna verður alveg glæsileg. Mér finnst hann æðislegur því ég næ bæði að halda augnhárunum mjög náttúrulegum en svo er lítið mál að ýkja þau upp með fleiri umferðum.
7. Bamboo frá Gucci – Haustilmurinn minn sem angar af yndislegum tónum, ilmurinn er léttur en samt með svo haustlegum grunni sem dýpkar hann. Það er enginn tónn sem yfirgnæfir ilminn beint heldur er hann ofboðslega vel blandaður og svo dásamlegur þegar hann kemur á húðina.
8. Ibuki Multi Solutions Gel frá Shiseido – Bólubaninn dásamlegi. Kremið sem virkar eins og ekkert annað en það þurrkar upp bólur og óhreinindi svo þær hverfa. Ég fæ reglulega spurningar um hvernig eigi að losa bólur úr húðinni og þessi vara er alltaf mitt svar. Gelið er létt og fer hratt inní húðina – það má nota það yfir förðunarvörur eða undir þær. Þið berið það bara beint á bólurnar og þær smám saman hverfa.
9. Blur Radiance Powder frá Yves Saint Laurent – Þetta æðislega púður er með HD áferð sem mattar yfirborð húðarinnar setur grunnförðunina og fullkomnar áferð hennar. Púðrið blurrar út ójöfnur í húðinni svo áferð hennar verður æðisleg. Púður sem þið ættuð endilega að skoða ef þið viljið ná að matta húðina ykkar aðeins án þess að þyngja hana á nokkurn hátt. Ég ætla að segja ykkur betur frá þessu síðar.
10. Intensive Skin Serum Foundation frá Bobbi Brown – Nýji uppáhalds farðinn minn sem er bæði förðunarvara og snyrtivara. Hann gefur húðinni svo mikla og fallega næringu á meðan hann er á húðinni. Húðin verður alveg silkimjúk og svakalega áferðafalleg. Lesið endilega færsluna sem ég hef skrifað áður um hann HÉR.
Góðan verslunarleiðangur!
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég ýmist keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg