fbpx

Farðinn sem ég er búin að bíða spennt eftir!

Bobbi BrownÉg Mæli MeðFarðarHúðMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Fyrir mörgum mánuðum síðan – mér líður alla vega þannig – sá ég umfjöllun hjá mínum uppáhalds Pixiwoo dömum um nýja serum farðann frá Bobbi Brown. Ég elska grunnförðunarvörurnar frá Bobbi Brown – þið hljótið nú að vera búnar að ná því ef þið eruð tíðir gestir hér. Svo ég var alveg virkilega spennt að fá að prófa hann. Hann er nú loksins minn og hann olli engum vonbrigðum – hann er eins og ég vil hafa farðana mína, fljótandi, léttur og virkilega áferðafallegur.

bbfarði

Farðinn gefur mjúka áferð á húðina og hann dregur fram það fallegasta í minni húð. Hann er nógu léttur þannig að hann hylur ekki freknurnar mínar og blettina en samt þannig að húðin mín verður fallegri, hún fær jafnari lit og heilbrigðara útlit.

bbfarði3

Intensive Skin Supplement Serum & Intensive Skin Serum Foundation SPF40

Farðinn er s.s. serum farði. Sem þýðir ekki að það sé óþarfi að nota serum eða rakakrem með honum heldur gefur farðinn auka næringu – þið fáið sem sagt miklu meiri raka og næringu fyrir húðina með því að nota þennan farða  með ykkar snyrtivörum. Ég nota serumið frá Bobbi Brown með þessum farða og þá líka á húðina á kvöldin til að fá fulla virkni og til að stútfylla hana af raka.

Það sem ég elska við farðann er ilmurinn af honum, hann er svo frískandi og hreinn og mér líður svo vel þegar ég ber hann á húðina. Ég er búin að vera að nota hann stöðugt núna í næstum 2 vikur og mér finnst húðin verða mjög falleg eftir hann og hann er alls ekkert þungur. Það sem er líka öðruvísi við þennan miðað við aðra serum farða sem hafa verið að koma á markaðinn er að þessi er ekki jafn þunnur hann er aðeins þykkari sem fyrir mér er meira bara það að hann gefur meiri raka. Hann blandast mjög fallega saman við húðina og ég hef verið að nota buffing bursta til að bera hann á húðina. Annar kostur við hann er að það er svo auðvelt að blanda ofan á hann, hyljarinn fellur fullkomlega saman við og líka skygging og ljómi – það er mikill kostur.

bbfarði2

Eins og þið sjáið þá er áferðin mjög falleg og hann hylur litabreytingar í húðinni vel. Nú þegar maður er orðin tveggja barna móðir þá get ég sagt ykkur það að baugarnir eru svo sannarlega mættir og það er mikil þreyta í húðinni – sem er ekki að sjá á þessum myndum og nei ég er ekki svo góð í photoshopp :)

Farðann er ég búin að nota mjög mikið síðan ég fékk hann og ég er t.d. með hann á húðinni við þessi tvö förðunarlúkk, haustið frá YSL sem mætir brátt á bloggið og við nýju línuna frá MAC sem þið getið skoðað betur HÉR.

bbfarði4

Umbúðirnar utan um vörurnar frá Bobbi Brown og þá sértaklega húðvörurnar eru engum líkar. Þær eru svo svakalega flottar og vel gerðar og veglegar að ég get ekki annað en stillt þeim svona fallega upp hlið við hlið en svona standa þær líka ofan á snyrtikommóðunum mínum.

Farðinn gerir húðina frísklegri, hann gefur henni frábæran raka og þið eruð að fá hér förðunar- og snyrtivöru í einni flösku sem kemur inní húðrútínuna ykkar sem styrkir húðina enn frekar. Farðinn er mjög drjúgur og það þarf 2-3 dropa af honum til að ná að þekja andlitið mjög vel.

Ég fann á mér að þessi farði yrði frábær og ég hafði sannarlega rétt fyrir mér þar sem hann stóðst mínar væntingar margfalt – nú þegar einn af þeim bestu fljótandi förðum sem ég hef prófað. Þennan er ég búin að grípa í á hverjum degi síðan hann varð minn og hann á sannarlega heima í snyrtibuddum sem flestra!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Quelle Surprise!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Íris

  9. September 2015

  Rosalega fallegur farði, myndiru mæla með honum fyrir blandaða húð?

  • Reykjavík Fashion Journal

   9. September 2015

   Farðinn er algjör draumur fyrir konur með þurra og viðkvæma húð. Ég myndi sem förðunarfræðingur hiklaust nota hann á allar húðgerðir og mæli því alveg með því að þú skoðir hann – en þar sem hann er þannig eða áferðin er þannig þá myndi ég mæla með því að þú notaðir þéttan burst eins konar buffing bursta og blanda honum vel saman við húðina – þannig dreifist líka alveg úr honum. Hættan er að ef hann er ekki alveg þéttur við húðina og þú notar of mikið að þá muni þér finnast hann of þykkur – ef þú skilur mig. Mín meðmæli eru því – ef þér líst á hann, farðu og skoðaðu hann – fáðu að prófa og svo skaltu meta :)