fbpx

Toledo mætir í MAC í fyrramálið!

Ég Mæli MeðFallegtMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Ein af stærri vorlínum MAC er að lenda í verslunum í fyrramálið. Ég veit að kannski þykir ykkur dáldið mikið af MAC færslum síðustu daga en mér finnst merkið bara vera að slá mörg met með þeim línum sínum sem hafa verið að koma undanfarið. Ég mætti t.d. í morgun þegar Cinderella línan fór í sölu en hún seldist nú hratt upp eða alla vega margar vörur ég veit ekki alveg hver staðan er á henni. En vörurnar í línunni eru svo fallegar og eigulegar og umbúðirnar gera þær svo einstakar.

En í dag mætir önnur lína og já þessi er dáldið stærri, meira af vörum og meira af hverri vöru og ég er vandræðalega skotin í henni. Línan heitir Toledo og er samstarfsverkefni MAC og listamannahjónanna Isabelle og Ruben Toledo. HÉR getið þið lesið það sem ég hef áður sagt um línuna. Umbúðirnar sjálfar eru listaverk, þau eyddu líka miklum tíma í að velja fullkomna liti, tón og áferð fyrir hverja vöru og það eru miklar pælingar á bakvið hverja vöru sem gerir þær svo einstakar. Ég er aðeins búin að skoða vörurnar úr línunni og ég er persónulega ótrúlega skotin í kinnalitunum úr línunni – áferðin í litunum er sjúk!

En mig langaði að sýna ykkur sýnishorn sem ég fékk af tveimur vörum úr línunni til að gefa ykkur smá tilfinningu fyrir henni.

mactoledo6

Ég er persónulega mjög spennt fyrir þessari línu. Hún er mjög fjölbreytt og inniheldur fallega og áberandi liti sem er gaman að leika sér með. Allar vörurnar eru einstakar fyrir það að þær koma allar í umbúðum sem eru umluktar listaverkum eftir hjónin og þær eru alveg mattar sem er dáldið sérstakt fyrir MAC umbúðir. Ég er mjög spennt fyrir þessari línu en sýnishornin sem ég fékk voru ekki til að draga úr þeirri spennu.

mactoledo5

Toledo MAC varagloss í litnum Nude Awakening

mactoledo2

Toledo MAC varalitur í litnum Sin

Ég hef trú á því að þessi varalitur muni klárast fyrstur – maður getur svona yfirleitt spottað þá út útfrá trendum og þessi er bara virkilega flottur. Hann er mjög þéttur og gefur matta og kremkennda áferð. Aftur er ég ekki með neitt undir honum til að sýna ykkur litinn eins og hann er í raun en ég mæli auðvitað með því að þið notið varablýant í svipuðum tóni og vararliturinn til að móta varirnar undir. Þá verður ásetningurinn auðveldar og áferðin verður fallegri og auðveldara að ná henni jafnri.

Línan mætir í verslanir MAC í Kringlunni og Debenhams í Smáralind á morgun – í takmörkuðu upplagi eins og alltaf og þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær ;)

EH

Nýtt í skóskápnum: Bianco by Christiane

Skrifa Innlegg