fbpx

Tískusýning útskriftarnema LHÍ

Á föstudaginn næsta fer fram tískusýning útskriftarnema í fatahönnun Listaháskólans. Sýningin er haldin í Listasafni Reykjavíkur og hefst hún klukkan 20:00. Ég kannst við nokkur nöfn úr hópnum sem er að útskrifast og ég hlakka til að sjá það sem þau munu bjóða okkur uppá.

Á sýningunni sýna nemendurnir afrakstur þriggja ára háskólanáms í fatahönnun og sýnir hver nemandi 6 alklæðnaði. Níu sýna kvennlínu en einn nemandi sýnir línu fyrir karlmenn. Erlendir prófdómarar eru að þessu sinni Martine Sitbon og Marc Ascoli en einnig verður starfsmannastjóri H&M, Beata Aurell, viðstödd sýninguna.

Daginn eftir eða Laugardaginn 20. apríl klukkan 14:00 opnar svo útskriftarsýningin þar sem tæplega 80 nemendur í myndlistardeild og hönnun og arkitekturdeild sýna lokaverkefnin sín. Sýningin er einnig í Listasafni Reykjavíkur og hún stendur til 5 maí.

Mynd frá sýningu síðasta árs.

Sjálf vona ég að sonur minn sé til í að leyfa mér að fara annars kíkjum við á sýninguna um helgina. Þetta er sýning sem unnendur fallegrar hönnunar mega ekki láta framhjá sér fara, því þarna eru það nýjustu fatahönnuðirnir okkar sem sýna okkur hvað í þeim býr!

EH

Tveiri litir - einar varir

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Eygló

    22. April 2013

    Hæhæ, veistu hvort hægt sé að sjá nöfn útskriftarnemanna sem sýndu?

    • Útskriftarnemendurnir tíu eru:
      Arnar Már Jónsson
      Ásgrímur Már Friðriksson
      Bethina Elverdam Nielsen
      Elísabet Karlsdóttir
      Halldóra Gestsdóttir
      Hildur Sumarliðadóttir
      Linda Jóhannsdóttir
      Rakel Sölvadóttir
      Sara Arnarsdóttir
      Sigurborg Selma Karlsdóttir

      :)

      • Eygló

        22. April 2013

        takk fyrir! ;-)