fbpx

Tískusýning neðanjarðar á CPFW

FashionFW2014

Ég hef bara aldrei séð jafn skemmtilega og frumlega staðsetningu á tískusýningu eins og hjá Designers Remix hér á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.

Innblásturinn fyrir línuna var military og allt var voðalega herlegt í sniðum og mikið um skarpar línur bæði í fötum og förðun. Sýningin var haldin í neðanjarðarbyrgi í Fredriksberg. Þetta er víst þar sem vatn var þrifið til að endurnýta í gamla daga – eða eitthvað svoleiðis, dönunum fannst voðalega erfitt að útskýra þetta fyrir mér á ensku :)

En þegar maður kom þarna niður tók þessi hráa stemming við manni og það var búið að lýsa allt upp með ljóskösturum og lifandi kertum. Sjúklega flott og ekki í fyrsta sinn sem Designers Remix sýningarnar eru á svona framandi stöðum. Best fannst mér þó staðsetningin fyrir hár og förðun. En við vorum í Zebra Stuen í dýragarðinum og þegar maður leit útum gluggann sást bara ísbjörn og tígrisdýr í nokkurra metra fjarlægð :)

En hér sjáið þið myndir sem ég tók rétt fyrir sýninguna…

drlocation drlocation2 drlocation3 drlocation4 drlocation5 drlocation6 drlocation7 drlocation8 drlocation9 drlocation10 drlocation11

 

Virkilega skemmtilegt – ætli það sé einhver svona staðsetning sem væri hægt að nýta á RFF á Íslandi ?

EH

Doppóttar neglur hjá Wood Wood DIY

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Íris Tanja

    3. February 2014

    kannski ekki alveg eins, en bílastæðið í hörpu er næs og svo datt mér líka í hug bílastæðahúsið þar sem kolaportið var einu sinni, hjá Arnarhóli

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. February 2014

      Já þar hafa einmitt verið haldnar tískusýningar – ábyggilega þær staðsetningar sem eru svipaðastar :) Svo er bara spurning hvort maður geti fengið aðgang að göngunum sem liggja undir Alþingishúsinu sem pólitíkusarnir nýttu í búsáhaldabyltingunni ;)