Ég hef bara aldrei séð jafn skemmtilega og frumlega staðsetningu á tískusýningu eins og hjá Designers Remix hér á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Innblásturinn fyrir línuna var military og allt var voðalega herlegt í sniðum og mikið um skarpar línur bæði í fötum og förðun. Sýningin var haldin í neðanjarðarbyrgi í Fredriksberg. Þetta er víst þar sem vatn var þrifið til að endurnýta í gamla daga – eða eitthvað svoleiðis, dönunum fannst voðalega erfitt að útskýra þetta fyrir mér á ensku :)
En þegar maður kom þarna niður tók þessi hráa stemming við manni og það var búið að lýsa allt upp með ljóskösturum og lifandi kertum. Sjúklega flott og ekki í fyrsta sinn sem Designers Remix sýningarnar eru á svona framandi stöðum. Best fannst mér þó staðsetningin fyrir hár og förðun. En við vorum í Zebra Stuen í dýragarðinum og þegar maður leit útum gluggann sást bara ísbjörn og tígrisdýr í nokkurra metra fjarlægð :)
En hér sjáið þið myndir sem ég tók rétt fyrir sýninguna…
Virkilega skemmtilegt – ætli það sé einhver svona staðsetning sem væri hægt að nýta á RFF á Íslandi ?
EH
Skrifa Innlegg