fbpx

Tinni Snær pósar

Tinni & Tumi

Ég tók upp símann í mæðginferð um IKEA um daginn – ég var að pæla í að skella í eina speglapósu af dressinu fyrir ykkur en þá var mér litið á son minn og svipurinn á honum fékk mig til að stilla fókusinn beint yfir á hann. photo copy 3Þetta er eitthvað nýtt hjá syninum – hann er farinn að pósa. Það er nú svo sem ekki langt fyrir hann að sækja í þetta enda var móðir hans alræmdur póser á sínum verslóárum. Þetta er þó ekki eina myndatakan sem hann hefur slegið í gegn í á stuttum tíma, því við vorum að fá þessa mynd hér frá dagmömmunum hans – Jólasveinninn hann Tinni Snær.1471321_10202034229891594_196947011_nTinni Snær er á dagmömmuheimili eins og ég kýs að kalla þær. Heimilið nefnist Ólátagarður og er á gömlum gæsluvelli sem er staðsettur á milli Langholtsvegar og Barðarvogs. Ólátagarður er algjör paradís þar er nóg af dóti, mikil útivera og fullt af mat sem mínum manni finnst ekki slæmt. En fyrst og fremst eru þar yndislegustu mæðgur Íslands sem passa uppá barnið mitt og annarra allan daginn. Ég er sannfærð um að ég sé með bestu dagmömmur í heimi enda er ég dugleg að monta mig reglulega af því hvað þær hugsa vel um hann Tinna minn. Ég sé það best á barninu mínu hvað honum líður vel, hann er alltaf hlæjandi þegar ég kem að sækja hann og hann er aldrei sár að sjá mig fara á morgnanna. Meirað segja finnst mér hann vera dáldið meira í því að bögga sig á því hvað mamma hans sé lengi að koma sér út úr Ólátagarði á morgnanna. Þær Elfa og Inga eru ótrúlega duglegar að föndra með krakkana, nú þegar er komið upp jólaskraut, þau teikna mikið alls konar myndir og svo eru regulega þemamyndatökur. Hér fyrir ofan sjáið þið myndina af Tinna úr nýjustu tökunni, þessi mynd hangir nú fyrir ofan snagann hans í Ólátagarði.

Það skiptir svo miklu máli að finna hvað maður treystir vel fólkinu sem passar uppá barnið manns á meðan maður er í vinnunni. Ég hef alla vega aldrei haft áhyggjur af honum Tinna því ég veit hvað honum líður vel. Svo eru þær líka duglegar að senda myndir á Instagram og Snapchat og það er ótrúlega gaman að fá smá innsýn inní daginn hans Tinna Snæs.

EH

Hátíðarvarir #1

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Sunna

    3. December 2013

    Þetta er nú meira krúttið. En mig langar líka að spyrja, hvaðan er jakkinn sem þú ert í? :)

  2. Edda Sigfúsdóttir

    3. December 2013

    Hann er náttúrlega óendanlega mikið krútt þessi litli jólasveinn!!!

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. December 2013

      Þessi krúttkall saknar eddu sinnar mikið hann er alltaf að spurja um þig – “hvar er þessi edda sem á að vernda mig??” ;)

  3. Sirra

    4. December 2013

    Hann er svo sætur! og of krúttlegt að hann sé farinn að pósa!! litli snillingur.. ég heimta IKEA ferð við tækifæri!! :)

  4. Snædís Ósk

    4. December 2013

    Nei, hættu nú alveg! Litla krúttsprengja !! Ég þarf aðeins að fá að klípa í þessar kinnar við fyrsta tækifæri :)

  5. Viktoría H.

    4. December 2013

    Þessi jólakarl er of mikið krútt! En hann hefur nú ekki langt að sækja pósuhæfileikana, var ekki faðirinn full time Hagkaupsmódel um tíma? Og móðirin prýddi herferð flugfélags! Model baby :)