fbpx

Þakklæti <3

Lífið MittTinni & Tumi

Þakklæti er mér efst í huga eftir vægast sagt magnaðar móttökur við síðustu færslu. Ég er svo þakklát ykkur öllum fyrir að taka svona vel á móti slitopinberuninni minni. Þakklát öllum þeim sem hafa sent mér gullfallegar kveðjur, stuðningsyfirlýsingar, þeim sem hafa deilt færslunni minni á Facebook þeim sem settu hjarta við færsluna. Viðbröðin ykkar eru mér svo ómetanleg og mér fannst sérstaklega gaman að fá kveðjur frá þeim sem eru í sömu aðstæðum og sem sögðu mér að færslan mín hefði hjálpað sér við að læra að elska slitförin sín. Svo fannst mér frábært að sjá konur sem deildu með sögunum á bakvið slitin sín. Sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar og ekki allar sem fengu slit eftir meðgöngu enda eru það ekki bara óléttar konur sem fá slit.

Hér er ein af fyrstu myndunum sem var tekin af okkur mæðginunum – það er nú ekki hægt að vera sár útí líkamann fyrir að skilja eftir smá för til minningar um að þessi fallegi strákur bjó þarna inni fyrstu mánuðina sína.

Viðbrögðin ykkar sýndu það að það er svo sannarlega kominn tími á þessa umræðu. Að vera með slitför er ekkert feimnismál og er bara eðlilegur partur af því að vera til. Það er heldur ekker feimnismál að vera ekki með slit – við erum öll svo ólík, alveg einstök, og það er það sem gerir lífið svo stórkostlega skemmtilegt.

Ég er eiginlega búin að þurfa smá tíma til að átta mig á þessum mögnuðu viðbrögðum. Í dag hef ég verið stoppuð á alls konar stöðum og mér þakkað fyrir hugrekkið. Á móti langar mig að þakka ykkur öllum sem sendu mér myndir af sínum slitum, deildu með mér persónulegum reynslusögum fyrir hugrekkið sem þið sýnduð – þið eruð hetjurnar***

Mér fannst mikilvægt að koma þökkum til ykkar kæru lesendur sem fyrst – alla vega áður en að næsta förðunarbloggfærsla birtist:) En ég lofa því að ég held áfram að gefa meira svona af mér í framtíðinni hér á síðunni. Eftir þessa upplifun þá er ég sannfærð um að saman getum við breytt því að þetta sé eitthvað feimnismál. Ég er alla vega hætt við að reyna að finna mér sundbol og ætla að vera stolt í bikiníi í heitu pottum bæjarins í vetur.

Að lokum vona ég að þið séuð nú búin að vera að dást að sjálfum ykkur í speglinum síðasta sólarhringinn – núna þegar ég sé mín slit þá fæ ég risastórt bros yfir andlitið. Ég er reyndar enn að bíða eftir boðinu í forsíðumyndatöku – Life & Style hefur ekki enn hringt…. ég skil þetta ekki ;)

Takk – takk – takk – þið eruð best!

EH

Það er engin eins...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Pattra's

    21. August 2013

    DÁSAMLEGT! Enn og aftur dáist ég að þér elsku Erna. Ég tala fyrir mig og fjölmargar aðrar, barnlausar sem að glíma einnig við þetta af mismunandi ástæðum og auðvitað mismikið en þetta er algjörlega ekki eitthvað sem við eigum að skammast okkur fyrir!
    Við erum nefnilega einmitt öll svo ólík sem er svo fallegt!
    X