fbpx

Það er engin eins…

Lífið Mitt

Á menntaskólaárunum mínum var ég ótrúlega grönn. Ég notaði gallabuxur nr 24 í Diesel (minnsta stærðin) og ef ég passaði ekki í þær þá lá ég á gólfinu í mátunarklefanum og togaði þær upp þar til ég kom þeim yfir mjaðmirnar. Svo gekk ég þær til þar til þær pössuðu. Ég var 16 ára og bara barn – eða það finnst mér alla vega eftir á.

Í dag er ég móðir, eftir 41 vikna meðgöngu fæddi ég 17 marka dreng sem sat beint framan á mér – þar af leiðandi varð ég mjög stór um mig. Á meðgöngunni reyndi ég fullt til að koma í veg fyrir að ég slitnaði. Ekkert gekk svo á endanum hætti ég bara að pæla í þessu og hugsaði með mér að slitförin væru bara seinni tíma vandamál. Ég ætlaði bara að einbeita mér að því að koma barninu út.

Myndirnar voru teknar af mér á settum degi – 25. des 2012

Núna er sonur minn að verða átta mánaða og ég er ennþá með slitför – djúp slitför sem umlykja mittið mitt og ná nánast yfir allan magann og í kringum brjóstin. Ég er búin að léttast mjög hratt – meðgöngukílóin hafa hrunið af mér eitt af einu – ég fór uppum rúm 30 kg á meðgöngunni. Í dag er ég léttari en ég var áður en ég varð ólétt. Ég er að reyna að borða betur, hreyfa mig meira og vera dugleg að gera styrktaræfingar. Ég sé mikinn mun sjálf – reyndar finnst mér ég vera alltof létt en það er annað mál. Mig langar líka að taka það fram að ég er ekki í þessu átaki til að grennast heldur til þess að verða hraustari að vera 24 ára og geta ekki gengið uppá 2 hæð án þess að verða móð er ekki eðlilegt. En eitt sem ég get lítið gert í eru slitförin mín. Ég hef verið að nota bæði krem og líkamsskrúbba sem hafa hjálpað mínum slitförum mikið. En ég veit að þau munu fylgja mér alla ævi. Svo sprungu líka æðar hjá mér í lærunum og kálfunum sem ég get lítið gert í.

Einn daginn mun ég vakna líta á allan barnaskarann minn (vonandi:)) horfa á slitförin og þakka þeim fyrir að hafa fært mér fallegu börnin mín. Þá mun ég verða stolt af slitunum. Í dag á ég ótrúlega erfitt með þau – hér með viðurkenni ég það á internetinu! Mér finnst þau hræðileg og ég er viss um að ég sé eina konan í heiminum sem er með svona slæm slit.

kúlaMyndin vinstra megin er tekin framan á kúluna á settum degi – hægra megin er ég nýbúin að missa vatnið aðfaranót laugardagsins 29. des, síðasta myndin sem ég tók sjálf af kúlunni.

Eftir mikla umhugsun þá komst ég að því afhverju ég held að ég sé með verstu slitin – því frægar sem eru nýbúnar að eiga börn og sitja fyrir á bikiníum framan á ganstímaritunum eru ekki með slit. Ekki séns að ég trúi því lengur takk fyrir. Ég er fyrir löngu komin með uppí kok að þessi tímarit séu hér í tímaritastöndum – beint fyrir framan andlitið á ungum stúlkum eins og mér sem trúa þessu. Reyndar þakka ég fyrir það að það hefur verið mikil vakning fyrir þessu að undanförnu og nýlega kom út bók erlendis þar sem mæður sátu fyrir hjá ljósmyndara og sýndu slitin sín stoltar. Mér fannst konunum á þessum fallegu myndum líða svo vel svo ég setti mér það markmið að gera þetta sjálf. Taka myndir af mínum slitum og birta hér. Þetta er ég búin að vera að mana mig uppí í 3 mánuði.

Við erum allar ótrúlega ólíkar – sumar okkar slitna aðrar ekki. Ég veit það núna, hér eru mín slitför – ég er alveg til í að mæta í forsíðumyndatöku á bikiníinu og afþakka alla myndvinnslu. Það mun ekki bara vera gott fyrir sjálfa mig andlega heldur held ég að það muni hafa góð áhrif á stelpurnar eins og mig sem troða sér í minnstu stærðina af gallabuxum – af því bara. Í gærkvöldi ákvað ég að sýna mömmunum sem eru með mér í mömmuhópi myndirnar og segja þeim frá ætlun minni. Ein þeirra lýsti þeim á svo skemmtilegan hátt – hún var svo ánægð með það að ég ætlaði að sýna mannvistarleyfarnar mínar og hér sjáið þið þær…

Screen Shot 2013-08-19 at 10.40.25 PMath, myndirnar eru eingöngu lýstar, en það var bara af því ég ákvað að taka þær seint í gærkvöldi.

Heiðurinn á því að ég fór loksins í það að taka þessar myndir fer til markaðsfræðikennarans míns úr Verzló – kona sem veitti mér svo mikinn innblástur og kynnti mig fyrir faginu sem mig langar mest að starfa í. Faginu sem ég starfa í í dag. Mér finnst dáldið gaman að eftir öll þessi ár geti hún enn veitt mér innblástur og hvatt mig áfram. Kveikjan var undirskriftarlisti sem hún setti af stað – markmið hans er að pressa á breska Marie Claire að gefa út tölublað þar sem engum myndum er breytt – sjáið meira HÉR.Mig langaði líka að setja svona skvísumynd af mér til að sýna það að hvernig ég lít út í dag – ég lít kannski ekki út fyrir að vera með slappa magann sem þið sjáið hér fyrir ofan.

Að lokum langar mig að biðja ykkur um smá greiða – að fara í átak með mér. Næst þegar við horfum á okkur sjálf fyrir framan spegilinn að segja við sjálf okkur hvað við lítum vel út – ekki skoða gallana fagnið þeim. Það sem okkur finnst vera gallar eru í raun og veru kostirnir okkar – þeir eru það sem gerir okkur að okkur – það sem gerir okkur einstök.

Slitförin mín gera mig að móður.

EH

Ólíkir augnskuggar í sama litatóni

Skrifa Innlegg

82 Skilaboð

  1. Theodóra Mjöll

    20. August 2013

    Vá Erna. Ég er grátandi hérna við tölvuna að lesa þessa færslu. Þú ert svo ótrúlega sterk og flott stelpa og vávává hvað þú ert hugrökk að setja inn myndirnar af slitinu á maganum á þér, en það er önnur hver kona sem átt hefur börn (ef ekki fleiri) með einhverskonar slit eftir meðgöngu, og það er eins og það sé óskrifuð regla í samfélaginu að eiga skuli að fela þessi ör. Sem að sjálfsögðu meikar engan sens ef út í það er farið.

    Hrópa húrra fyrir einlægum orðum og hvet allar konur til að taka þig sér til fyrirmyndar.

  2. Guðný

    20. August 2013

    Vá einlægt og fallegt …… alveg satt það á engin kona á að skammast sín fyrir örin / slitin sín – Þú ert falleg innan sem utan Erna mín algjör snilli

  3. Unnur

    20. August 2013

    Frábær pistill, er ein af þeim sem er með harmonikku-maga eftir mín slit og er himinlifandi með þessa umræðu. Takk fyrir að setja svona gott fordæmi ;)

  4. Guðrún Vilborg

    20. August 2013

    Frábært hjá þér! (Já ég fékk tár í augun þegar ég las færsluna) Mátt vera virkilega stolt :D Enda fékkstu algjörann gullmola í staðinn :)

  5. Begga

    20. August 2013

    Þúsund þakkir fyrir þessa færslu. Ég er sjálf í mikilli baráttu við sjálfa mig út af mínum slitum. Ég hugsa að ég sé með mjög svipaðan maga og þú en þau hafa skánað mjög mikið með hverjum mánuði sem hefur liðið frá fæðingu. Og svo eru það brjóstin….úff….eftir 13 mánuði af brjóstagjöf eru þau nú töluvert ólík því sem þau voru.
    Að fara í sund í bikiní er áskorun en fyrir 2 árum hefði það ekki verið séns að ég léti sjá mig í sundbol ;)
    Ég var einmitt týpan í þröngu gallabuxunum og með slétta magann og þó ég sé orðin jafn grönn og fyrir fæðingu þá er ég nú ekkert að njóta þess í botn. Einmitt út af slitunum.
    Takk fyrir hugrekkið og að sýna okkur hinum að þetta er eðlilegt, hluti af lífinu og það sem gerir okkur að þeim sem við erum.
    Takk fyrir að láta mér líða eins og ég sé ekki ein :)
    Ég mun svo sannarlega reyna að taka áskoruninni, ef ekki fyrir mig þá fyrir dóttur mína sem á skilið að mamma hennar sé ánægð með líkama sinn og sé henni fyrirmynd í því.

    Kærar kveðjur.

    ps.
    Les bloggið þitt reglulega og er mjög hrifin umfjöllununum þínum :)

  6. Unnur Guðjónsdóttir

    20. August 2013

    Þetta er frábær grein. Ég horfi á mín slitför og er þakklát fyrir 3 frábær börn, ég er því sátt við mín slitför

  7. Brynja

    20. August 2013

    Þú ert snillingur! Takk fyrir að deila þessu :)

  8. Andrea

    20. August 2013

    Ég er líka tárvot hérna….
    En ég elska fólk sem getur talað um hlutina eins og þeir eru og ekkert photoshop TAKK…
    Mikið er ég þakklát fyrir fólk eins og þig og þú ert innblástur fyrir fullt fullt af konum núna eins og svo oft áður:)
    Takk fyrir frábært og einlægt blogg.
    Shitt hvað ég er stolt af þér sterka kona <3
    xoxo
    AndreA

  9. Inga Rós

    20. August 2013

    Svona á að gera þetta! Takk fyrir falleg orð. Gaman að reyna að breyta heiminum örlítið saman ;)
    Ég get ekki ímyndað mér neitt stórfenglegra hlutverk fyrir líkama okkar kvenna en að skapa og ganga með annan einstakling. Er svo þakklát fyrir það heimili sem teygða og slitna bumban mín hefur veitt börnunum mínum 5!

  10. Sigrún

    20. August 2013

    Jahérna! Þú ert ótrúleg kona. Takk kærlega fyrir þennan póst. Takk INNILEGA. Þú ert alveg frábær fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og konur. Það gerir engri stelpu gott að vera með þær ranghugmyndir alla meðgönguna að þær eigi, og munu verða eins og súpermódel á maganum eftir meðgöngu.
    En bara fyrir það eitt að getað eignast barn eigum við að þakka fyrir og þar með taka hinu sem fylgir :)

    Endilega haltu áfram að vera svona opin og skemmtileg.
    Takk!

  11. Ösp

    20. August 2013

    Yndisleg grein og á eflaust eftir að hjálpa mörgum konum og stelpum. Er sjálf með slit eftir mína meðgöngu og núna 13 árum seinna eru þau þarna, einmitt falleg áminning um að ég sé mamma :)

  12. JS

    20. August 2013

    Vá, setningin “slítförin mín gera mig að móður” færði mér gæsahúð um allan líkamann. Ég sjálf varð frekar heppin með þetta en þó sjást umerki um það að eitt sinn hafi ég verið ólétt og að í dag sé ég MAMMA, ég gæti ekki verið ánægðari með það, þó svo að ég hafi verið “heppin” þá er margt við líkamann minn sem hefur breyst og í dag gæti ég ekki verið sáttari með hann, brjóstin sem fyrr voru að mínu mati fullkomin eru eftir 18 mánaða brjóstagjöf bara rosalega krúttleg. Maður á að læra að elska sig og líkamann sinn og sætta sig við það að i dag er maður orðin KONA en ekki unglinsstúlka sem passar i 24 stærð af Disel gallabuxum!

    Húrra fyrir þér og húrra fyrir öllum mömmum!!

  13. Vala

    20. August 2013

    Vá vil bara segja þér að þú ert hugrökk! Sit með einn 5 mánaða í fanginu og hef undanfarið barið sjálfa mig niður fyrir að vera ekki orðin aaaaalveg einsog ég var fyrir meðgönguna..

    Það veitti mér mikið að lesa þetta þar sem að maður les ekkert annað en hvað konur eru heldur fljótar að ná sér í sama far og fyrir meðgöngu :)

  14. Soffía Arngrímsd.

    20. August 2013

    Takk fyrir að koma með þessa færslu =) Mér finnst ég kunna að meta sjálf mig betur núna =)

    Kv Stolt mamma með slit

  15. Helga Eir

    20. August 2013

    Frábær og svo innilega mannleg grein. Takk!

  16. Hanna

    20. August 2013

    VÁ! ég á ekki orð yfir því hvað þú ert hugrökk og gott fordæmi fyrir aðrar konur.
    Þú getur verið stolt af sjálfri þér :)
    Takk fyrir gott blogg!

  17. Sif

    20. August 2013

    Gullfalleg :)

  18. Erna Viktoría

    20. August 2013

    Þú ert frábær! Falleg að utan sem innan… flottur pistill og svo sannarlega eitthvað sem komin er tími til að varpa ljósi á! Öll tökum við mismunandi við meðgöngu og því sem fylgir henni. En á endanum skiptir ekkert af þessu máli, því gjöfin sem við fáum er svo miklu betra og yndislegra en eitthvað sem við getum nokkurn tímann ímyndað okkur <3

  19. Elísabet Gunnars

    20. August 2013

    Þetta var vantasamur og er algjörlega (!) frábær póstur hjá þér sem að veitir mjög mörgum innblástur.
    Fallega móðir, EH.
    Til hamingju með litla gimsteininn þinn hann Tinna sjarmatröll.
    Áfram konur.

  20. Rannveig

    20. August 2013

    Þú ert frábær manneskja og ég er ekkert smá stolt af þessu framtaki þínu – ég var 20 þegar ég átti mitt fyrsta barn og slitnaði einmitt mjög illa – ég er núna búin að eiga 3 börn og slitin eru ekki mitt stóra áhyggjuefni og þau angra mig ekkert – en þetta var mjög erfitt fyrstu árin, m.a. af því að það var alltaf verið að tala um öll þessi fínu krem og olíur sem áttu að koma í veg fyrir slitin, og svo myndir af glamúr mömmum sem fylltu mann ranghugmyndum – það var engin furða að sjálfsálitið færi langt niður – hvað gerði ég vitlaust? ég bar á mig þessi dýru krem … meira svona – mitt stóra áhyggjuefni í dag er miklu frekar það hversu rangar hugmyndir heimurinn hefur um útlit konunnar og hvað telst vera fallegt og hvað ekki!

  21. Perla

    20. August 2013

    Af öllum tískubloggum sem ég hef lesið, þá er þetta flottasti pistillinn!

    • Andrea G.

      20. August 2013

      Hjartanlega sammála!

  22. Anna Begga

    20. August 2013

    Frábær grein! Ég er ein af þeim sem var fyrir framan spegilinn upp á hvern einasta dag á meðgöngunni að bera á mig krem.. allt kom fyrir ekki og ég fékk slit.. tvibbarnir mínir eru þó vel þess virði :) Til hamingju með flotta grein :)

  23. Erla

    20. August 2013

    Takk :)

  24. Eva Dís

    20. August 2013

    Takk fyrir þessi einlægu skrif og hugrekki…
    Ég slitnaði gífurlega með eldri son minn og átti mjög erfitt með að sætta mig við það. Ég hef kosið að líta á slitin sem áminningu um þá miklu lífsreynslu sem það er að ganga með barn,

  25. Gunni

    20. August 2013

    Frábær færsla – ánægður með þig!

  26. Katrín Helga

    20. August 2013

    Langaði bara að segja frábær pistill, áfram þú!!! :)))))

  27. Arndís

    20. August 2013

    Mjög flott grein hjá þér og gott að koma þessu í umræðuna. Ég er enn með mikil slit eftir mínar meðgöngur og er yngri strákurinn minn að verða 7 ára. Ég slitnaði á maga, mjöðmum, brjóstum, lærum og meira að segja upphandleggjunum, enda bætti ég líka vel á mig á meðgöngunni.
    Ég hef reyndar aldrei látið þetta angra mig neitt, þetta eru “stríðsörin “mín og ég er stolt af þeim.

    Það var ljósmyndari sem tók mynd af kúlunni minni á seinni meðgöngunni, það sést beint framan á kúluna og bara kúlan sést, hún er eins og tungl í fyllingu með skurðum og fjallgörðum og er bara geggjað flott finnst mér. Ljósmyndarinn ætlaði svo að gefa fæðingardeild hér á landi þessa mynd að gjöf en þar var neitað að taka við henni því þetta myndi hræða óléttukonurnar svo mikið því bumban væri svo illa farin.

    Mér sárnaði það reyndar á sínum tíma en núna finnst mér þetta bara hálf fyndin og frekar hallærisleg viðbrögð. Væri ekki nær að sýna einmitt svona myndir til að sýna konum að það er ekkert að óttast? Líkaminn er ekki ónýtur þó hann sé slitinn, heimurinn ferst ekki og lífinu er ekki lokið. Það er meira að segja hægt að nota svona fallegar slitnar kúlur til að gera falleg og flott listaverk. :)

  28. Svart á Hvítu

    20. August 2013

    Þú ert ekkert smá hugrökk að setja þetta hingað inn, ótrúlega flott hjá þér og heilbrigt fyrir aðrar stelpur að lesa. Ég hefði einmitt haldið að þú af öllum með þinn áhuga á snyrtivörum og kremum myndir “sleppa” með einhverskonar töfrakremi gegn slitum. En auðvitað á þetta að vera eðlilegast í heimi, ótrúlegt að konur haldi öðru fram, enda erum við umkringdar óheilbrigðum fréttum af fræga liðinu sem sést varla munur á eftir fæðingu.
    Þú ert flottust:)

  29. Aldís

    20. August 2013

    .. ég er ennþá geim <3 þú veist hvað ég á við !!!
    Þú ert dásamleg elsku Erna !! alltaf

  30. Hanna Lind G

    20. August 2013

    Flottur pistill hjá þér – vertu stolt af líkamanum þínum.. hann færði þér þinn fallega son ! :) Ég held að líkami allra kvenna breytist á einhvern hátt við það að ganga með barn/börn en á sumum sést það og öðrum ekki ! OG auðvitað er það ekki eðlilegt að konur eru komnar í sitt fyrra form viku mánuði eftir fæðingu.. Líkaminn þarf tíma til að jafna sig, grindin þarf tima til að fara til baka. Það er í raun fáránlega merkilegt að líkami okkar kvenna býr til barn.. en það er annað mál haha.
    Einnig með fræga fólkið í tímaritinum … það á peninga og allt er hægt með peningum. Ég er viss um að ég og við allar hefðum geta verið komin í mjög gott form 3 mánuðum eftir fæðingu ef við hefðum verið með kokk sem eldaði bara hollt fyrir okkur í öll mál og einkaþjálfara sem kæmi heim til okkar.. tala nú ekki um barnfóstru sem byggi hjá okkur. Jájá og photoshop. Þú ert 100% alls ekki ein og án efa til konur þarna úti með verri slit en þú.. en það skipti ekki máli. Ég myndi allan tíman velja barn og slit frekar en ekkert barn og engin slit.

  31. Sirra

    20. August 2013

    Þú er flottust Erna!! Ég er svooo stolt af þér að hafa ákveðið að birta þessa flottu flottu grein! Knúúús :*

  32. m

    20. August 2013

    virkilega góður pistill, það þarf mikið hugrekki til að koma fram með þetta, miklu meira en maður gerir sér grein fyrir. fæstar konur myndu þora þessu (eins óeðlilegt og það í raun og veru er). nú er rúmt ár síðan ég eiginaðist barn, ég slapp við slitin í þetta skiptið en eftir 14m+ af brjóstagjöf eru brjóstin mín hræðilega misstór.. en svo horfi ég á barnið mitt, sem hefur fengið þau forréttindi að fá brjóstamjólk í meira en ár og þá skiptir stærðarmunurinn engu máli lengur…í bili amk.

    þú ert mjög flott stelpa, einlæg og greinilega góð móðir. :) takk fyrir skemmtilegt og áhugavert blogg!

  33. kristjana

    20. August 2013

    Vá… ég er með gæsahúð, stórkostleg lesning sem allir ættu að lesa og velta fyrir sér, ég sjálf á 3.börn á fyrstu meðgöngu slitnaði ég fyrir allan peninginn (fyrsta barn mitt var 18 og 1/2 mörk og strákur) ég grét útaf því eg var svo slitin, ,eg hef oft verið spurð hvor ég ætli ekki að láta laga mig eftir barneiginrnar sem ég hef jú velt fyrir mér en svo læðist alltaf að mér sú hugsun …að ég hlýt að vera eitthvað meira en þetta útlitið…svo takk fyrir að deila með okkur þú ert stórglæsileg einsog þú ert <3

  34. Helga Björnsd.

    20. August 2013

    Váááááá hvað þú ert flott stelpa !!! Ég tek ofan fyrir þér.

  35. Áslaug Þorgeirs.

    20. August 2013

    Faaaakk hvað mér finnst þetta flott hjá þér :)

  36. Magga

    20. August 2013

    Vá takk fyrir þessa færslu og takk fyrir að setja þessar myndir inn af þér. Ég á einn 6 mánaða, fékk hrikalega mikil slit og þau eru ennþá mjög dökk. Er ekki frá því að þessi færsla þín hafi látið mér líða betur með þau og að ég eigi bara að vera stolt af mínum húðflúrum lífsins :)

  37. Bylgja Dögg

    20. August 2013

    Æðisleg færsla hjá þér, ég fékk bara tár í augun. Ég er með mín slit eða harmonikkumaga eins og ein sagði hér að ofan en þegar ég horfi á börnin mín 3 þá sé ég ekki þessi slit. Hugsa bara hversu rík ég er að eiga 3 gullmola sem bræða mann á hverjum degi.

    Mér finnst bloggið þitt æði – alltaf svo gaman að koma og lesa færslurnar þínar.

  38. Halldóra Ósk

    20. August 2013

    Frábær umfjöllun Erna Hrund, þú ert flott kona!

  39. Helga

    20. August 2013

    Ég vona að allar konur og karlar taki þig til fyrirmyndar, einstök hugrekki í heiminum sem við lifum í að gera þennan pistil! Áfram raunveruleikinn!

  40. Iris Bjork

    20. August 2013

    Tu ert flottust elsku besta ! Ég er ekkert smá stollt af tér❤

  41. Arna Diljá

    20. August 2013

    Ef þetta er ekki ein besta grein sem ég hef nokkurn tíman lesið þá veit ég ekki hvað!
    Þú ert mögnuð og það þarf þvílíkt hugrekki í að þora að birta svona myndir fyrir alla til að sjá!
    Þörf umræða því þetta er ekki neitt til að skammast sín fyrir og við erum flestar með slit sem eigum börn =)

  42. Snædís

    20. August 2013

    Þú ert hetja dagsins. Ótrúlega flott færsla og ég er ekki frá því að þetta sé sú allra flottasta tískubloggsfærsla sem ég hef lesið. Áfram þú.

  43. Birna Bryndís

    20. August 2013

    Vá þú ert náttúrulega bara órtúlega flott og þessi færsla svo einlæg og falleg! Takk fyrir! Ég tek glöð þátt í þessu átaki með þér :)

  44. Ásrún

    20. August 2013

    Frábært hjá þér!
    Líkaminn gefur okkur það dýrmætasta sem til er, fyrir slíkt er ekki annað hægt en að elska hann!

  45. Dúdda

    20. August 2013

    Vávává! Takk svo mikið fyrir þennan pistil! Það er ekkert smá sem þú ert hugrökk og ég dáist ekkert smá að þér fyrir þetta!

    Líkaminn minn er rosalega illa farinn eftir að hafa átt 3 börn en fyrsta barnið mitt var tæpar 20 merkur og það fór eiginlega allt sem gat farið þá.. Mér hefur alltaf þótt þetta erfitt og mér finnst ennþá oft svolítið skrítið að sjá mig nakta í spegil og trúi eiginlega ekki að þetta sé líkaminn minn.

    En ég er jú mamma og það sem meira er, þá er ég líka fyrirmynd dætra minna og því finnst mér það vera mín skylda að sættast við kroppinn :-)

    Takk aftur!

  46. Bryndís

    20. August 2013

    Þú hefur lengi verið uppáhaldsbloggarinn minn en núna lít ég á þig sem mun meira en skemmtilegan bloggara heldur sem eina af þeim sem munu breyta heiminum – margar stelpur og konur munu líta á sjálfan sig jákvæðari augum út af þér- og það er stórt afrek – Þú ert hetja – ég hlakka til að fylgjast með þér áfram

  47. Svanhildur

    20. August 2013

    Einn flottasti pistill sem ég hef nokkurtíma lesið. Þú ert hugrökk og flott og ert búin að rúlla af stað bolta sem ég vona innilega að stækki og stækki og þessi þarfa umræða verði tekin upp sem víðast :) Til hamingju !!!

  48. Kristín

    20. August 2013

    You are a Tiger!

  49. Jóhanna Ey

    20. August 2013

    stórkostlegt blogg! svo mikið satt í þessu hjá þér og hefur virkilega vantað jákvæða umræðu um akkurat þetta. ég hef oft verið að spá í því að fá mér tatto en eftir að ég eignaðist strákana mína hef er ég alveg hætt við það, og hef nefnt slitin mín upprisu lífs. Hver þarf tatto til að minnast einhvers þegar hann hefur merki frá náttúrunnar hendi.

  50. Andrea G.

    20. August 2013

    Ótrúlega mikilvægt að vekja athygli á þessu umræðuefni og ég tek ofan fyrir þér að þora að stíga þetta stóra skref. Ef eitthvað er þá eru þetta þau ör sem að við eigum að vera stoltastar af því að bera! Þessi slit ættu ekki að hagga sjálfsmynd okkar, ef eiithvað er ættu þau að efla hana.

  51. Elísabet

    21. August 2013

    Sæl. Þetta kalla ég að taka stjórn og til mikillar fyrirmyndar. Það er mikilvægt að konur nái aftur eignarrétti yfir líkama sínum og þetta er góð byrjun. Þakka þér kærlega þetta framtak og gangi þér vel!

  52. Tanja Dögg

    21. August 2013

    Mikið ertu hugrökk að deila þessu með okkur! Áhrifamikil grein sem mun hjálpa fullt af konum :)

  53. Drífa

    21. August 2013

    Ég var einmitt 24 ára ofurmjóna sem kom af fæðíngardeildinni með slitbelti. Fyrstu árin eftir fæðingu fóru í að fela mig, maginn varð minn versti óvinur og ég sá ekkert jákvætt við líkama minn sökum þessa. Nýji kærastinn mátti ekki snerta á mér magann í lengri tíma eftir að við fórum að vera saman. Síðan þá eru liðin 10 ár og ég er loksins orðin nægilega þroskuð til að sætta mig við slappan maga. Núna er ég með barn nr 2, maginn ennþá slappur en þrátt fyrir það skellti ég mér í bikiní á ströndinni í allt sumar, var bara nokkuð ánægð með mig, leið vel og er steinhætt að velta mér uppúr “neikvæðum” hugarórum mínum varðandi líkama minn og er stolt af því hver ég er og hvaða líkama ég hef :)

    Til lukku með þig og “slit opinberunina”, það er frelsandi að vera sátt vð sig eins og maður er :)

  54. Brynja G

    21. August 2013

    Yndisleg færsla hjá þér elsku Erna Hrund! :)

    Það er svo mikilvægt að svona hlutir séu á yfirborðinu, ekki bara hversu fljótt Heidi Klum fór á sýningarpallinn. Það eru allar konur með einhvers konar ummerki eftir barnsburð sinn og maður verður að læra að elska þau ummerki.
    Stolt af þér!

    Knús frá Stokkhólmi xxx

  55. Mamma Ernu Hrundar

    21. August 2013

    Slitin mín færðu mér þig, slitin þín færðu mér Tinna Snæ. Takk elskan mín, þú ert yndisleg!

  56. Björk Br.

    21. August 2013

    Dásamleg færsla og þú ert stórkosleg stelpa.
    Til hamingju með þetta hugrekki og sjálfsöryggi að koma svona fram, það er ekki sko ekki sjálfgefið í lífinu.
    Þú ert FRÁBÆR !!!

  57. Hulda Hrund

    21. August 2013

    Þú ert ótrúlega flott og hugrökk! Kemur hér mjög svo mikilvægri umræðu af stað :)

  58. Dagný Björg

    21. August 2013

    Frábær pistill! Hugrökk að koma þessu á framfæri.

  59. Sunna

    21. August 2013

    Ó, hvað þú ert flott og hugrökk og fín! Ég er búin að vera í nákvæmlega sömu baráttu við sjálfa mig – og það versta er að svo verð ég líka svekkt út í mig fyrir að vera ekki hundrað prósent sátt við blessuð slitin og krumpumallann. Það er vandlifað í þessum fótósjoppaða heimi, en þú varst rétt í þessu að gera það aðeins auðveldara :)

    Allt hrós í heimi áttu skilið,
    takk,
    Sunna

  60. Harpa

    21. August 2013

    Ótrúlega flott blogg!! þú átt mikið hrós skilið. Síðasta setningin gefur sko gæsahúð :)

  61. Kristín

    21. August 2013

    Takk fyrir að gera þetta! Þú ert ekkert smá glæsileg!
    Ég var líka ferlega komplexuð yfir mínum slitförum þar til ég fór til húðsjúkdómalæknis í fæðingablettaskoðun ca. 4 mánuðum eftir að ég átti, hún sagði mér að slitför væru það eðlilegasta í heimi og að konur slitnuðu mest á síðustu vikum meðgöngu – sem gerðist einmitt hjá mér en ég fór 15. daga fram yfir, var sett af stað og slitnaði langmest síðustu þrjár vikurnar, reyndar ekki framan á maganum en á síðunum, rassinum og fótleggjunum alveg niður á kálfa (ég var með hrikalegan bjúg) og æðar sprungu.
    Hún sagði mér að ég ætti að vera stolt af sjálri mér fyrir að hafa haldið út svona lengi og alls ekki bera mig saman við fótósjoppaðar Hollywood konur sem ganga yfirleitt ekki með börnin lengur en 37 vikur, þau eru yfirleitt tekin á viku 34-36 og svo eru “eftir” myndirnar sem birtast af þeim á forsíðum tímarita oft teknar fyrir meðgönguna eða á fyrstu vikunum. Fyrir utan það að við venjulegu konurnar erum ekki með kokk, nuddara, einkaþjálfara osfr osfr.
    Svo áfram við venjulegu konurnar, við megum sko alveg vera stoltar af okkur! :)

  62. Aldís

    21. August 2013

    vá <3 þetta rússtar kommentakerfinu þínu *** Ég er stollt af þér, og stollt af því að þú sért með okkur í bókinni !!!

  63. Dagný Björk

    21. August 2013

    Takk fyrir þennan æðislega pistil! Ég er að ganga með mitt fyrsta barn og mikið rosalega er yndislegt að lesa þetta! TAKK !

  64. Edda Sigfúsdóttir

    21. August 2013

    Þú ert náttúrlega bara langflottust, það er bara þannig!!! Æðislegur pistill hjá þér maður er bara stoltur af þér! ;*

  65. Birna Huld Helgadóttir

    21. August 2013

    Vá, frábært hjá þér.
    Ég slitnaði líka mikið á meðgöngu, en var líka í rosalegri ofþyngd. Núna hef ég losað mig við kílóin og eftir var stór og slappur magi útskorinn eins og listaverk. Ég fór í svuntuaðgerð til að losna við húðina sem fór rosalega í taugarnar á mér en mér þykir mjög vænt um að nokkur slit fengu að vera áfram. Ég get horft á þau og hugsað, einmitt Ég er Mamma !!

  66. Ása

    21. August 2013

    Þú ert snillingur!!
    Svo flott hja þér!
    Það er bannað að fela þessi ör – ekkert eðlilegra!

  67. Silja

    21. August 2013

    Frábær grein hjá þér! Þegar heimurinn segir okkur hvað við séum ófullkomin eigum við að hugsa nákvæmlega svona – þetta er minn líkami og ég er ánægð með mig eins og ég er.

  68. Lilja Hrönn

    21. August 2013

    Æðisleg skrif hjá þér! Slitför, ör og annars konar karakter einkenni sem við berum er ekkert til að skammast sín fyrir, þó það geti stundum tekið tíma að elska þau. Sjálf ber ég slitför á lærum og brjóstum eftir að ég þyngist mjög snögglega eftir að hafa barist við átröskun. Í fyrstu skildi ég ekkert afhverju líkaminn minn skyldi hafa lagt það á mig að bera slitför í fylgd við kílóin. En í dag lít ég á þau sem heiðursmerki, ég vann fyrir þeim, og þau segju sögu. Alveg eins og þín segja frá því hvernig þú barst líf innan með þér og fæddir svo son þinn. :) Hvað er ekki fallegt við það?
    Xxx

  69. Elisabet

    21. August 2013

    Yndisleg grein, takk fyrir ad þora!

  70. Helgi Petursson

    21. August 2013

    hæ vill endilega komast i samband við þessa stúlkun og kynna fyrir henni tækni frá Nuskin sem getur unnið þetta til baka ..ég er tilbúinn að lána henni sem til þarf áð kostnaðarlausu ,bara hafa samband

  71. Karl

    21. August 2013

    Ótrúlegt. Takk.
    Ég er nýorðinn faðir og ég er á miðjum aldri í góðu samandi. Ég táraðist líka. Nú á ég strák sem ég vil ekki að alist upp við allar þessar ranghugmyndir sem dynja á börnunum okkar. Ég vil að minn sonur skilji sem allra fyrst hvað er feik, falið og myndbrellur. Lífið er svona, nákvæmlega svona og ekki öðruvísi. Það þarf ekki að fela það eða fegra. Lífið er til þess að brosa við okkur, njóta og læra, alveg eins og við erum öll á hverjum tíma.

    Takk æðislega fyrir mig og minn litla son.

  72. Sigrún

    24. August 2013

    Takk.

    Er á leiðinni í fyrstu sólarferðina okkar hjóna og er bara búin að vera með hnút í maganum yfir að vera fáklædd og sjitt í bikini…með eftiróléttumallann minn til sýnis..ég ætla að taka þig mér til fyrirmyndar og ganga um bein í baki á ströndinni með magann beint útí loftið asskotinn hafi það! :D

    Takk takk takk þú þarna drop dead gorgeus hugrakka kona!

  73. Kristín Th

    26. August 2013

    Þú ert svo sannarlega flott fyrirmynd fyrir allar konur og karla, stelpur og stráka.

    Flott hugrökk kona

  74. Anonymous

    18. September 2013

    Það ætti að kalla þetta heiðursmerki en ekki slit.takk Gunna 4 barna mamma með mikið af heiðursmerkjum