fbpx

Tandurhrein húð á nýju ári með besta hreinsimaskanum

Ég Mæli MeðHúðMakeup TipsNip+FabNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég verð að segja ykkur frá nýja hreinsimaskanum mínum. Ég setti mér smá markmið fyrir nýtt ár það var að hugsa vel um húðina mína ég ætla reglulega að nota skrúbba og góða nærandi maska. Ég hef tekið ástfóstri við þennan hreinsimaska frá merkinu Nip+Fab. Hann ilmar af frískri piparmyntulykt og hann virkar svo vel. Ég smellti af nokkrum myndum þegar ég notaði hann um daginn til að sýna ykkur hvað hann virkar vel.

nipandfabmaski3 nipandfabmaski2

Maskinn er þykkur og góður og hann er mjög drjúgur. Ég hef notað minn reglulega ábyggilega svona 10 sinnum og það sér varla á dollunni.

nipandfabmaski5

Ég leyfi honum að vera á húðinni í 10-15 mínútur set bara nóg af honum yfir allt andlitið og sest svo venjulega við tölvuna og skrifa einhverja skemmtilega færslu fyrir ykkur. Svo tek ég bara bómullarskífur og hreinsa hann af.

Áður en ég set maskann á passa ég að hreinsa allt af húðinni – húðin er tandurhrein þegar ég set hann á. Passið að setja hreinsimaskann á áður en þið notið andlitsvatn því andlitsvatnið lokar svitaholunum og ég vil það ekki því ég vil hreinsa þær vel. Með maskanum er ég að ná óhreinindum úr húðinni sem liggja aðeins lengra inní henni.

Hér sjáið þið það sem ég náði úr minni húð einn daginn – ég var líka með mjög litsterkan varalit þennan dag og náði öllu af vörunum þegar ég strauk yfir þær um leið og ég tók af húðinni. Setti ekki maskann á varirnar. Þegar ég er búin að hreinsa allt af þá setti ég svo andlitsvatn og svo setti ég rakamaskann minn frá Clinique.

nipandfabmaskiNip+Fab er mjög gott merki þegar kemur að húðvörum. Eitt af mínum uppáhalds serumum er líka frá þessu merki og ég þarf endilega að muna að skrifa um það á næstunni. Nip+Fab er merki sem er á mjög góðu verði og þið finnið það þar sem ódýrari snyrtivörumerkin eru í búðum, það fæst t.d. í Hagkaup og Lyfju.

Hvet ykkur til að vera með mér í því að hugsa vel um húðina árið 2014 – það er flott markmið:)

EH

 

Draumadressið*

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Katrín

    3. January 2014

    Langaði að spurja þig hver besta leiðinn er til að setja CC-krem? Notaru busta eða ?

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. January 2014

      Nei ég nota yfirleitt hendurnar – en ég mæli helst með Stippling burstanum frá Real Techniques í stafrófskremin ;)

  2. Agata

    3. January 2014

    Ætlaði að prufa þessar vörur en svo var Hagkap á Akureyri bara með lítið úrval af þessu :S vona að að lagist eitthvað! Langar svo að prufa.

  3. Kristín Rún

    4. January 2014

    Virkar þetta vel á húð sem er slæm af útbrotim “acne”. Fór allt í einu að fá svoleiðis í andlitið og er að verða ráðalaus hvað ég eigi að gera :( Hvaða vörur myndu henta best til að minnka eða jafnvel láta þetta hverfa? Er að nota Acne línuna frá Clinique, en það er eins og ég þurfi eitthvað sterkara.. Ohh hjálp :) híhí

    • Agata

      4. January 2014

      Kíkja til húðsjúkdómalæknis er alltaf besta lausnin :) Getur tekið möööörg ár að finna línu sem lagar acne alveg.

    • Soffia Gardarsdottir

      5. January 2014

      Prufaðu Penzim -gelið íslenska, ég stórlagaðist í húðinni við það.

      Eiginlega bara kraftaverk fyrir mína húð!

    • Reykjavík Fashion Journal

      5. January 2014

      Sæl Kristín! Það eru mörg merki með svona sérstakar línur v. óhreinar húðar t.d. fást vörurnar frá Clean & Clear hér en það eru vinsælustu húðvörurnar í USA í dag, svo er Garnier með Pure Active línuna og svo eru auðvitað vörurnar frá OXY sem hafa verið mjög vinsælar :) Eins hef ég sjálf mjög góða reynslu af notkun Tea Tree olíunnar bæði er hægt að kaupa olíuna og bera hana beint á óhreinindin og svo er minnir mig BoyShop með Tea Tree húðvörulínu;)

      Með förðunarvörur þá mæli ég með að þú notir bara vörur sem eru án olíu, steinefnafarðar eins og frá Bare Minerals og Youngblood eru nærandi fyrir húðina og án allra aukaefna eins og olíu og ilmefna sem þú ættir líka að forðast.

      Gangi þér ótrúlega vel með þetta og ef ekkert heldur áfram að virka þá tek ég undir með henni Agötu með að tékka á húðsjúkdómalækni þeir luma oft á góðum ráðum ;)

  4. Silja

    4. January 2014

    Hef ekki notað minn í þrjár vikur (því ég fór í frí og gleymdi honum heima) og húðin mín er hræðileg! Hversu oft notarðu hann?