Ég verð að segja ykkur frá nýja hreinsimaskanum mínum. Ég setti mér smá markmið fyrir nýtt ár það var að hugsa vel um húðina mína ég ætla reglulega að nota skrúbba og góða nærandi maska. Ég hef tekið ástfóstri við þennan hreinsimaska frá merkinu Nip+Fab. Hann ilmar af frískri piparmyntulykt og hann virkar svo vel. Ég smellti af nokkrum myndum þegar ég notaði hann um daginn til að sýna ykkur hvað hann virkar vel.
Maskinn er þykkur og góður og hann er mjög drjúgur. Ég hef notað minn reglulega ábyggilega svona 10 sinnum og það sér varla á dollunni.
Ég leyfi honum að vera á húðinni í 10-15 mínútur set bara nóg af honum yfir allt andlitið og sest svo venjulega við tölvuna og skrifa einhverja skemmtilega færslu fyrir ykkur. Svo tek ég bara bómullarskífur og hreinsa hann af.
Áður en ég set maskann á passa ég að hreinsa allt af húðinni – húðin er tandurhrein þegar ég set hann á. Passið að setja hreinsimaskann á áður en þið notið andlitsvatn því andlitsvatnið lokar svitaholunum og ég vil það ekki því ég vil hreinsa þær vel. Með maskanum er ég að ná óhreinindum úr húðinni sem liggja aðeins lengra inní henni.
Hér sjáið þið það sem ég náði úr minni húð einn daginn – ég var líka með mjög litsterkan varalit þennan dag og náði öllu af vörunum þegar ég strauk yfir þær um leið og ég tók af húðinni. Setti ekki maskann á varirnar. Þegar ég er búin að hreinsa allt af þá setti ég svo andlitsvatn og svo setti ég rakamaskann minn frá Clinique.
Nip+Fab er mjög gott merki þegar kemur að húðvörum. Eitt af mínum uppáhalds serumum er líka frá þessu merki og ég þarf endilega að muna að skrifa um það á næstunni. Nip+Fab er merki sem er á mjög góðu verði og þið finnið það þar sem ódýrari snyrtivörumerkin eru í búðum, það fæst t.d. í Hagkaup og Lyfju.
Hvet ykkur til að vera með mér í því að hugsa vel um húðina árið 2014 – það er flott markmið:)
EH
Skrifa Innlegg