fbpx

Támjótt og tælandi!

BiancoFashionLífið MittNýtt í FataskápnumStíll

Ég komst að því þegar ég lá síðast inná spítala að ég á ótrúlega mikið af yndislega góðu fólki í kringum mig sem gerði sitt besta til að dekra við mig og hughreysta mig í þessum leiðinda veikindum. Meðal þess sem ég fékk uppá spítala var nýtt par af skóm sem Elísabet vinkona færði mér úr nýjustu sendingunni frá Bianco. Stundum er alveg ómetanlegt að eiga eina svona yndislega að sem þekkir skósmekkinn manns og skóstærðina betur en nokkur annar og kemur manni svona svakalega skemmtilega á óvart. Ljósunum uppá deild fannst þetta ótrúlega skemmtilegt líka og dásömuðu allar bæði skónna og þessa yndislegu vinkonu sem færði mér svona fallega gjöf uppá spítala.

Mig langaði að sýna ykkur parið sem verður mikið notað á næstunni!

támjótt2

Parið er támnjótt og það kom bæði með svona möttu yfirborði og líka með háglansandi lakkyfirborði. Skórnir eru leður að innan sem er mikill kostur finnst mér en þá mýkjast þeir meira og það kemur ekki vond lykt í þá. En af því þeir eru bara leður að innan þá eru þeir á mjög góðu verði eða bara 12.990kr!

támjótt3

Svo verðið þið að fá að sjá þá á fæti – virkilega elegant og kvenlegt snið sem passar vel með svörtum buxum og glimmersokkum og líka bara við fínu kjólana og dressin sem ég var að sýna ykkur í YAS færslunni í gær. Ég nota rosalega mikið bara flatbotna spariskó þessa dagana, ekki bara útaf meðgöngunni – gerði það líka fyrir hana – heldur líka bara því það er töluvert þægilegra fyrir mann eða alla vega mig og mér finnst meiri svona stíll yfir því einhvern vegin.

támjótt

Þessir eru sko fáránlega þægilegir og ég hlakka til að sýna ykkur þá betur við dress, þó ég eigi ekki von á því að það gerist alveg strax – kannski ekki fyr en eftir fæðingu. Ykkar einlæg er ekkert sérstaklega vel upplögð í mikið af myndatökum þessa dagana og hvað þá að klæða sig upp, kósýbuxur við stuttermaboli og náttföt eru einkennisklæðnaður minn þessa dagana sem er nú svo sem mjög skiljanlegt fyrir konu með nýrnasteina….

En nýjir skór voru alveg það sem ég þurfti þennan dag til að hressa mig aðeins við.

Njótið dagsins – það ætla ég að gera í síðustu brúðarförðun sumarsins og fyrir fæðingu!

EH

Girnilegar vörur frá Herbivore

Skrifa Innlegg