fbpx

Sýnikennsluvideo – Augnskuggablýantar

AuguCliniqueJólagjafahugmyndirmakeupMakeup ArtistMakeup TipsSnyrtibuddan mínSýnikennsla

Ég hef mörgum sinnum verið spurð útí það hvernig augnskuggablýantar eru notaðir. Ég tók þetta video upp fyrir dálitlum tíma síðan og er bara loksins núna að ná að fara yfir það, klippa það og birta. Þetta er ekki alveg nógu sniðugt hjá mér…

Augnskuggablýantar eru nokkuð algengir hjá snyrtivörumerkjum sem fást á Íslandi. Þeir minna helst á frekar feita eyelinerblýanta en það er auðvitað hægt að nota venjulega eyelinerblýanta eins og það kemur kannski aðeins sterkari litur frá þeim. Núna í haust sendi Clinique frá sér Chubby Sticks fyrir augun – sjá meira HÉR. Þá nota ég í myndbandinu en fyrir neðan það sjáið þið líka fleiri blýanta sem eru í úrvali hér á Íslandi. Hjá mörgum merkjum eru þessir blýantar í formi skrúfblýanta en svo eru aðrir sem eru bara eins og feitir blýantar.

Í myndbandinu nota ég tvo ólíka liti til að poppa uppá venjulega dagförðun. Blýantana er ótrúlega þæginlegt að nota til að gera aðeins meira úr venjulegri dagförðun sérstaklega ef það má ekki taka of mikinn tíma. Ég hvet ykkur til að kíkja á myndbandið sem þið finnið hér fyrir neðan til að sjá hvernig þið náið þessari augnförðun.

SONY DSC SONY DSC

 

Hér er svo myndbandið sjálft:

Hér sjáið þið svo nokkra skemmtilega augnskuggablýanta sem eru fáanlegir hér á Íslandi. Efst eru það þessir sem ég nota í videoinu frá Clinique. Þeir eru sjúklega mjúkir og bara svífa létt yfir augnlokin, oddurinn á þeim er kúptur svo það er þæginlegt að bera þá á aunglokin. Næstur er Smashbox, hann er vatnsheldur og gefur frá sér mjög þéttan og mikinn lit. Það er aðeins hægt að dreifa úr litnum en maður þarf að hafa hraðar hendur þar sem hann þornar og haggast svo ekki úr stað sem getur verið kostur. Næst er það Maybelline sem er mjög kremaður og með hreinum lit, það er t.d. mjög flott og einfalt að gera úr honum smokey augnförðun, hvort sem liturinn er notaður sem undirstaða eða bara einn og sér. Svo eru það litirnir frá Bobbi, það voru að koma þrír nýjir sjúklega flottir litir í Old Hollywood hátíðarlínunni sem ég mæli með. Þessir gefa frá sér kremaðan metallic áferð og eru sjúklega flottir einir og sér eða sem highlighter yfir augnlokið með dekkri púðuraugnskuggum. Augnskuggablýanturinn frá Dior er mjög púðurkenndur, hann er sá eini sem kemur með púða sem ég get notað án þess að það sé óþæginlegt. Ég er nefninlega með linsur og ef púðinn er of stífur þá nuddast hún svo svakalega til og það er mög pirrandi. Áferðin sem þessi litur gefur frá sér minnir eiginlega dáldið á púðuraugnskugga.

Screen Shot 2013-12-19 at 8.59.35 PMÞetta er það sem er í boði – alla vega það sem ég man eftir í fljótlegu bragði:)

 

SONY DSC

Það er líka sniðugt að nota svona augnskuggablýanta sem primer undir aðra augnskugga til að litinir verði sterkari, fái flottari áferð og endist lengur.

Vona að þessi sýnikennsla hafi hjálpað ykkur!

EH

Leyndarmál Makeup Artistans - Sparnaðarráð

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Inga Rós

    19. December 2013

    Oh verð að fara að fá mér Chubby stick augnskugga. Elska varalitina, svo þægilegir. Ég á smokey blýantinn frá Maybelline og dýrka hann í kvöldfarðanir undir púðuraugnskugga.