fbpx

Sýnikennsluvideo #5

HúðlorealLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNáðu LúkkinuSýnikennsla

Ég ákvað að gera eitt sutt video þar sem ég sýni einfalt og náttúrulegt förðunarlúkk. Ég fæ mikið af spurningum um hvað ég nota á húðina mína því hún sé alltaf svo náttúruleg – í ár hef ég nánast eingöngu notað BB krem á húðina. Ef ég nota farða þá er ég með BB krem undir honum og nota það þá sem primer. L’Oreal býður uppá sérstaka BB vörulínu sem inniheldur BB krem, BB hyljara og BB kinnalit en vörurnar eiga það allar sameiginlegt að þær aðlagast litarhafti þess sem er að nota þær. Ég ákvað að nota þessa línu til að sýna ykkur hvernig þið getið á einfaldan hátt náð flottu lúkki – með einungis fjórum snyrtivörum!

Hér sjáið þið vörurnar sem ég nota:Allar aðrar upplýsingar um förðunina finnið þið í video-inu sjálfu :D

Þetta er fljótlegt og einfalt lúkk sem getur líka verið góð undirstaða fyrir önnur þ.e. þegar þið viljið mála ykkur meira. Hér væri hægt t.d. að bæta við skyggingu, eyeliner og varalit og þá er komið flott kvöldlúkk!

Ég tók upp annað video um leið og þetta sem ég er einmitt að setja saman texta fyrir það í kvöld svo birtist það vonandi bara eftir viku. Það er þá lengra video með flottri sumarförðun. Ég ætlaði að taka upp Söruh Jessicu Parker sýnikennsluna um leið en ég hef ekki enn ákveðið hverni makeup-ið á að vera svo það verður tekið upp næst;)

EH

Vintage Auglýsingar

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Helga

    11. June 2013

    Snillingur! En ég er með fyrirspurn varðandi augnkrem. Hvaða augnkremum er mælt með fyrir einstaklinga á bilinu 25-30 ára sem eru komnir með sýnilegar hrukkur og þurra húð almennt. Einnig hvernig maður ber þau á, því ég hef aldrei almennilega vitað hvar á augnsvæðið maður á að bera það á. ;-)

  2. lesandi

    12. June 2013

    með hverju mæliru fyrir fitug/glansandi augnlok svo eyeliner og annað smitist ekki upp á þau?

    • Blot púður – litlaust púður – og nóg af því! Ég er að nota núna frá Shiseido en hef líka verið að nota frá MAC sem er líka mjög gott:)

  3. Irmý

    12. June 2013

    Snilld!!! Þarf að prófa þessar vörur asap :)

  4. Anna

    13. June 2013

    Hæ, ég hef prufað þetta BB krem frá Loreal og keypti ‘light’ en hann var bara alltof dökkur ! er ekki hægt að fá ljósari tón?

    • Sædís

      13. June 2013

      BB kremin frá Maybelline eru mjög góð, ég er með mjög ljósa húð og ljósasti liturinn hentar mér mjög vel. Nýrra kremið er algjör snilld ef áhugi er fyrir mattri áferð :)

  5. Solla

    27. June 2013

    Hvaða lit notar þú í BB kreminu?