Í þetta sinn ákvað ég að gera annað myndband í styttri kantinum. Ein af fyrstu hugmyndunum sem ég skrifaði niður þegar ég ákvað að gera kennslumyndbönd var að sýna einfalda skyggingu fyrir andlitið með sólarpúðri. Sólarpúður notum við til að skyggja andlitið – til að ýkja andlitsdrættina okkar. Oft finnst mér vanta upplýsingar um hvernig á að gera fallega, einfalda skyggingu svo ég ákvað að taka málin í mínar eigin hendur.
Í myndbandinu nota ég sólarpúður úr Terracotta línunni frá Guerlain. Þetta er að mínu mati eitt besta sólarpúður á markaðnum í dag. Það er alveg matt og liturinn er brúnn og náttúrulegur svo hann passar vel við litarhaft okkar sem erum með þessa týpísku íslensku húð.
Áður hef ég fjallað um fljótandi kinnalit úr Terracottalínunni HÉR – en vörur úr línunni eru sérhannaðar til líkja eftir merkjum sólar í húðinni. Mér finnst þessar vörur virkilega vandaðar því ég með minn skjannahvíta – nánast gegnsæa húlit – kemst upp með að nota þær án þess að þær verði of áberandi. Eins og með kinnalitinn þá er ótrúlega einfalt að byggja upp litinn smám saman og hann dreifist mjög jafnt yfir andlitið. Þið sjáið þetta allt mjög vel í myndbandinu.
Það er nauðsynlegt að eiga gott sólarpúður hvort sem það er sumar eða vetur og þessu mæli ég hiklaust með!
Að þessu sinni setti ég ennþá meiri texta inní videoið og mér finnst útkoman bara nokkuð fín – sjáið bara sjálf;)
Næst hef ég þó í hyggju að gera fleiri makeup lúkk – en hafið þið einhverjar sérstakar óskir?
EH
Skrifa Innlegg