fbpx

Sýnikennsluvideo #3

Í þetta sinn ákvað ég að gera annað myndband í styttri kantinum. Ein af fyrstu hugmyndunum sem ég skrifaði niður þegar ég ákvað að gera kennslumyndbönd var að sýna einfalda skyggingu fyrir andlitið með sólarpúðri. Sólarpúður notum við til að skyggja andlitið – til að ýkja andlitsdrættina okkar. Oft finnst mér vanta upplýsingar um hvernig á að gera fallega, einfalda skyggingu svo ég ákvað að taka málin í mínar eigin hendur.

Í myndbandinu nota ég sólarpúður úr Terracotta línunni frá Guerlain. Þetta er að mínu mati eitt besta sólarpúður á markaðnum í dag. Það er alveg matt og liturinn er brúnn og náttúrulegur svo hann passar vel við litarhaft okkar sem erum með þessa týpísku íslensku húð.

Áður hef ég fjallað um fljótandi kinnalit úr Terracottalínunni HÉR – en vörur úr línunni eru sérhannaðar til líkja eftir merkjum sólar í húðinni. Mér finnst þessar vörur virkilega vandaðar því ég með minn skjannahvíta – nánast gegnsæa húlit – kemst upp með að nota þær án þess að þær verði of áberandi. Eins og með kinnalitinn þá er ótrúlega einfalt að byggja upp litinn smám saman og hann dreifist mjög jafnt yfir andlitið. Þið sjáið þetta allt mjög vel í myndbandinu.

Það er nauðsynlegt að eiga gott sólarpúður hvort sem það er sumar eða vetur og þessu mæli ég hiklaust með! 

Að þessu sinni setti ég ennþá meiri texta inní videoið og mér finnst útkoman bara nokkuð fín – sjáið bara sjálf;)

Næst hef ég þó í hyggju að gera fleiri makeup lúkk – en hafið þið einhverjar sérstakar óskir?

EH

Varalitadagbók #13

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Pattra's

    16. April 2013

    Snilli, loksins mun ég sólarpúðra mig rétt :)

  2. Karen

    16. April 2013

    Ég er reyndar hrifnari af því að nota kalda liti í skyggingar svo þær komi náttúrulegar út. Allir make-up artistar sem ég fylgi segja að sólarpúður eigi að fara á þá staði þar sem sólin skín á í andlitinu, en alls ekki í skyggingu?

    • Ætli við séum ekki jafn mörg og við erum mismunandi – þá er ég að vísa í makeup artistana;) En ég hef einhvern vegin vanið mig í þau 5 ár sem ég hef unnið í faginu að nota bara það sem mér finnst henta hverju sinni í skyggingar… Ég nota alls ekki öll sólarpúður í þær – t.d. ekki púður með sanseringu eða miklu glimmeri nema kannski þegar ég vil fá þannig áferð – þau nota ég mun frekar eins og þú segir á þá staði sem sólin skín á:) En mött fallega brún sólarpúður er ég mjög hrifin af að nota í skyggingar – sérstaklega í hlýju veðri eing og er búið að vera undanfarið.

  3. Anna

    16. April 2013

    æðislegt!
    Ég væri til í að sjá þig gera blautan liner, þykkan og mega djarfan spíss og hvernig makeup er flott á móti svoleiðis augum og hvort/hvernig augnskugga er flott að vera með.
    Hvernig er best að fylla inn í brúnir svo það verði fallegt, hvaða græjur er best að nota í verkið og hvernig velur maður réttan lit á brúnirnar?
    Ótrúlega gaman að horfa á myndböndin hjá þér :)

  4. Stefanía

    17. April 2013

    Frábært myndband og þú ert sætust! Mig langar rosalega mikið að sjá byrjenda eyeliner myndband. Ég er algjör klaufi með eyeliner, þó að ég sé búin að horfa á milljón youtube video og lesa bloggin þín ;)

  5. Maggý

    17. April 2013

    Flott myndband sem maður getur klárlega nýtt sér! Ég væri einnig til í að sjá skref fyrir skref hvernig þú setur á þig varalit, með varablýhanti og varapennsli :)

  6. Helga

    18. April 2013

    Má forvitnast um hvar þú kaupir þessa bursta? :)

    • Að sjálfsögðu – bara á ebay – skrifar bara inn Real Techniques. Ættir líka að finna þá á amazon:)

  7. Ólöf

    20. June 2013

    ég væri til í a sjá hvar er best a Highlighta andlit, ég er algjör trúður þegar að það kemur að förðun og ég þakka kærlega fyrir þetta kennslumyndband :) einnig hlakka ég til að sjá myndband með eyleliner einsog Anna lýsti

  8. Ásta

    21. June 2013

    Hvaða týpu af Terracotta er þetta og hvaða númer af lit?
    Æðislega skemmtilegt blogg hjá þér ;)